Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Skemmtiferð Þrjú skemmtiferðaskip komu til hafnar á Akureyri í gærmorgun og fjölmargir ferðamenn voru því í bænum. Þeim var m.a. boðið upp á ferðir með rútu um helstu staði bæjarins. Skapti Það eru almennt við- urkennd sannindi í hagfræði að frjáls við- skipti eru forsenda hagsældar og vel- ferðar. Viðurkenning frjálsra viðskipta eru alls ekki gömul sann- indi og hið skeikula brjóstvit hefur löngum verið lífseigt í umræðu um þessi mál. Frumkvöðlar og kaupauðgi Meðal frumkvöðla hagfræðinnar, forystumanna kaupauðgistefnunn- ar, mercantílismans, var það kenni- setningin að framleiða og selja sem mest til útflutnings en flytja sem minnst inn. Í anda þess hluta kaup- auðgistefnunnar að flytja sem minnst inn, voru viðskipti torvelduð með tollum og tæknilegum við- skiptahindrunum. Aðgerðir í tolla- málum í einu landi leiddu til sam- bærilegra aðgerða í öðru landi þannig að viðskipti drógust saman. Með því að allir lögðu á tolla voru aðilar hlutfallslega eins settir og fyrir álagningu tolla. Niðurstaðan í leiknum var því Núll! Annað tæki til að „bæta“ samkeppnisstöðu var að fella gengi gjaldmiðils. Þannig var í raun verið að flytja verðmæti frá vinnandi fólki til atvinnurekenda, með því að lækka raunlaun. Sam- keppnisstaðan batnaði svo fremi að viðskiptalöndin gripu ekki til sam- bærilegra aðgerða. Adam Smith leiðir rök að því í meginriti sínu um „Rannsókn á eðli og ástæðum fyrir auðlegð þjóða“, að verkaskipting og frjáls viðskipti séu ástæða velferðar og hagsældar. Hlutfallslegir yfirburðir Það er svo David Ricardo, hagfræðingur og stjórnmálamaður, sem setur fram „lög- málið um hlutfallslega yfirburði“ (compar- ative advantages) og sýnir fram á það með allra einföldustu stærð- fræði og rökhyggju að verkaskipting og við- skipti eru forsenda hagsældar. Lögmálið um hlutfallslega yfir- burði segir í stuttu máli að hver þjóð og hver einstaklingur á að gera það sem hann er hlutfallslega bestur í. Ef hver og einn gerir það, þá næst fram aukning á framleiðni í heildina og með því aukin velferð fyrir heild- ina. Jón Sigurðsson, hagfræðingur og sjálfstæðishetja á nítjándu öld, var vel að sér í kenningum Adam Smith og David Ricardo um verkaskipt- ingu og viðskipti. Hann taldi að for- senda framfara á Íslandi byggðist á frjálsum viðskiptum með peningum og verkaskiptingu. Þessu gleymdu rómantískir ráðamenn á Íslandi á tuttugustu öldinni. Kreppuráðstafanir Framan af síðustu öld voru utan- ríkisviðskipti á Íslandi mjög frjáls. Í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar voru sett „Lög um heimild fyrir landstjórnina að takmarka eða banna innflutning á óþörfum varn- ingi“. Í framhaldi af aflabresti, lokun markaða og heimskreppu upp úr 1930 var gripið til ýmissa ráðstafana til að hefta innflutning og auka út- flutning. Þessar aðgerðir héldu ekki vatni. Að því er ráðamenn héldu var hægt að gera þessari aðgerðir betur „vatnsheldar“ með enn frekari ráð- stöfunum. Öllum þessum aðgerðum fylgdu hömlur á kaupum á erlendum gjald- eyri. Þessar ráðstafanir náðu hæstu hæðum 1957 með Útflutningssjóði, en hann hafði þann tilgang að styrkja þá framleiðslu, sem var síst samkeppnishæf og þá vöru sem ekki var eftirspurn eftir. Allar framlengdu þessar ráðstaf- anir heimskreppuna á Íslandi fram yfir 1960 og viðskiptahömlum af þessu tagi lauk að hluta 1992 með frjálsu flæði fjármagns og að öðrum hluta með afnámi vörugjalda og tolla árið 2015. Þá eru aðeins eftir tollar og hömlur á innflutningi tiltekinna matvæla, sem teljast til landbún- aðarafurða. Þátttaka Íslands í Bretton Woods samkomulagi um skipan peninga- og gjaldeyrismála í lok síðari heim- styrjaldarinnar og Almennu sam- komulagi um viðskipti og tolla, GATT, og síðar Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, dugðu ekki til að koma Íslandi inn í heims- menningu fyrr en seint og um síðir. Hví er þetta rifjað upp? Ástæðan fyrir þessari upprifjun er sú að á valdastól í Bandaríkjunum er sestur forseti, sem ætlar að gera Bandaríkin stór aftur. Það er ekki víst hvenær Bandaríkin urðu smá. Ef til vill er forsetinn að blanda sam- an tveimur óskyldum þáttum, það er „smæð“ og halla á utanríkisviðskipt- um. Smæð heimsálfunnar er mis- skilningur! Halla á utanríkisviðskiptum má rekja til halla eða ójafnvægis innan- lands, það er halla á fjárlögum og á einkageira. Halli á einkageira kemur fram í skuldsetningu heimila og fyr- irtækja. Halli á fjárlögum er leystur með sölu á ríkisskuldabréfum. Ef einkageirinn getur ekki fjármagnað halla á fjárlögum, þá verður hann ekki fjármagnaður nema af þeim þjóðum sem eru með afgang á utan- ríkisviðskiptum og taka við greiðslu í ríkisskuldabréfum þeirra þjóða sem eru með viðskiptahalla. Sú hefur orðið raunin að Japan, Kína ogTaivan hafa fjármagnað halla á utanríkisviðskiptum Banda- ríkjanna auk allra þeirra þjóða, sem safna gjaldeyrisforða. Halli á utanríksviðskiptum og gjaldeyrisforði Þannig er halli á utanríkisvið- skiptum Bandaríkjanna forsenda fyrir gjaldeyrisvarasjóðum annarra þjóða. Sagt er að Charles De Gaulle forseti Frakklands hafi viljað bregð- ast við greiðsluhalla Bandaríkjanna í Viet Nam stríðinu með því að fá greitt í gulli, en þá hafi Richard M Nixon Bandaríkjaforseti afnumið gullinnlausn á Bandaríkjadölum. Síðan hafa Bandaríkin heldur gefið í með styrjöldum í Afganistan og í Írak. Þessar styrjaldir eru óbeint fjármagnaðar af Kínverjum. Þessu til viðbótar krefst Banda- ríkjaforseti þess að aðrar þjóðir hækki gengi síns gjaldmiðils, sem er í raun krafa um gengisfellingu eigin gjaldmiðils. Nú er það svo að gjaldmiðlar hækka og lækka í verði í sjálf- stæðum viðskiptum en ekki með stjórnvaldsákvörðunum, nema ef seðlabankar hlutast til á gjaldeyris- markaði. Hvaða vanda leysir brölt Bandaríkjaforseta? Brölt Bandaríkjaforseta í tolla- málum minnir um margt á ráðstaf- anir sem íslenskir ráðamenn gripu til eftir 1930. Ekki var tekið á ójafn- vægi í hagkerfinu, heldur var tekið til við bútasaum sem krafðist enn frekari aðgerða. Íslensku aðgerð- irnar drógu úr velferð og framleiðni, eins og gömlu hagfræðingarnir lýstu. Sama mun gerast í Bandaríkj- unum enda þótt hagvöxtur á liðnum mánuðum hafi tekið kipp þar í landi. Bandaríkin eru í raun heil heimsálfa, sem getur lifað sjálfstæðu lífi. Það sjálfstæða líf verður enn þróttmeira ef frjáls viðskipti fá að dafna. Tollar, sem tekjuöflun ríkisins, skekkja öll hlutföll og leiða til óhagkvæmni. Kann að vera að forsetanum líði eins og Skáldið lét Guðbjart segja: „Ég segi fyrir mig, maður fer á mis við lífið þánagaðtil maður er orðinn sjálfstæður. Fólk sem ekki er sjálf- stæðisfólk er ekki fólk.“ Annað skáld sagði; En fúlum manni fellur þó fimm mínútna frægðin seint í skaut. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Viðurkenning frjálsra viðskipta eru alls ekki gömul sannindi og hið skeikula brjóstvit hefur löngum verið lífseigt í umræðu um þessi mál. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Frjáls viðskipti milli þjóða og þegna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.