Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
47 slösuðust í umferðarslysum vegna
fíkniefnaaksturs á fyrstu fjórum mán-
uðum ársins. Miðað við sama tímabil í
fyrra nemur fjölgun slysa af þessum
völdum 124% milli ára, en á síðasta ári
slasaðist 21 á sama tímabili. Fjöldi
þeirra sem slösuðust alvarlega á
fyrstu fjórum mánuðum ársins tvö-
faldaðist, úr fjórum í átta.
Miðað við spár mun tala alvarlega
slasaðra eða látinna verða hátt í 20 yf-
ir árið ef fram fer sem horfir. Af heild-
arfjölda alvarlega slasaðra á fyrstu
fjórum mánuðum ársins eru 14%
vegna fíkniefnaaksturs og 9% vegna
ölvunaraksturs. Tæplega fjórðungur
þeirra sem slösuðust alvarlega slös-
uðust af völdum aksturs undir áhrif-
um vímuefna.
Sprenging í fjölda slysa
Í Morgunblaðinu í gær kom fram
að það sem af er ári hafi 1.300 verið
grunaðir um akstur undir áhrifum
fíkniefna eða áfengis. Guðbrandur
Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðar-
deildar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, segir þróunina ógnvænlega
en að lögreglan notist helst við þann
mælikvarða við mat á umfangi akst-
urs undir áhrifum vímuefna, hversu
margir slasist í slysum þar sem or-
sakavaldurinn er undir áhrifum vímu-
efna.
Þórhildur Elínardóttir, samskipta-
stjóri Samgöngustofu, segir að til
ófremdarástands horfi hvað fíkni-
efnaakstur varðar. „Það sem okkur
finnst sérstaklega athyglisvert er
þetta mikla ris frá árinu 2016 sem er
eiginlega fordæmalaust og hálfgerð
sprenging. Talan fer úr átján, sem var
hæsti punktur þá miðað við skráningu
fyrri ára og rýkur svo upp. Við höfum
aldrei séð það verra og þetta segir
okkur það, sem fram hefur komið í
öðru samhengi, að fíkniefnaneysla er
vaxandi vandamál,“ segir hún.
Vandi sem erfitt er að leysa
Þórhildur segir að Samgöngustofa
hafi séð árangur af aðgerðum vegna
ölvunaraksturs, en flókið mál sé að ná
til fíkniefnaneytenda. „Fíkniefnaakst-
urinn er ný tegund af áskorun fyrir
okkur. Áróður sem snertir skynsemi
og samvisku fólks sem lætur alveg
vera að drekka áður en það sest undir
stýri, horfir allt öðruvísi við fíkniefna-
neytendum,“ segir Þórhildur.
Um 30% ökumanna sem grunaðir
voru um akstur undir áhrifum ávana-
og fíkniefna það sem af er ári, voru
teknir tvisvar eða oftar af lögreglu.
Ber sá hópur ábyrgð á um 55% brota í
málaflokknum. „Trúlega er það þessu
fólki ekki efst í huga að keyra ekki
undir áhrifum. Lögreglan hefur bent
á það að þetta sé oft sama fólkið. Þeg-
ar fólk er komið út í þessa áhættu-
hegðun á annað borð, þá þykir því það
kannski ekki stórmál að aka undir
áhrifum,“ segir Þórhildur.
„Hér er miklu meira á ferðinni en
neysla viðkomandi einstaklings.
Manneskja sem er undir áhrifum
fíkniefna er ekki bara hættuleg
sjálfri sér ef hún sest undir stýri,
heldur er allt það fólk sem viðkom-
andi mætir í jafnmikilli hættu og hún
sjálf,“ segir hún.
Fíkniefnavandinn víðtækur
Samgöngustofa og lögregla hafa í
undirbúningi samvinnu til að sporna
við auknum fjölda slysa vegna fíkni-
efnaaksturs. Þórhildur segir að
vandinn sé þó víðtækari en svo að
það eitt dugi. „Vandinn er víðtækari
en svo að framlag þessara tveggja
stofnana dugi til. Slysin eru aðeins
ein birtingarmynd fíkniefnavandans
sem er mun stærra vandamál, heil-
brigðisvandi,“ segir hún og bendir á
að fleiri þurfi að koma að borðinu.
„Það þarf sameiginlegt átak, ekki
aðeins átak í formi auglýsinga. Þetta
er heilsufarsvandi sem heilbrigðis-
og félagsmálayfirvöld hafa á sínu
borði. Mögulega þurfa menntamála-
yfirvöld að koma að þessu líka,“ seg-
ir hún. „Það er engin töfralausn til.
Draumurinn um fíkniefnalaust Ís-
land hefur ekki enn ræst. Fræðsla og
forvarnir er það sem við hjá Sam-
göngustofu höfum trú á, að beita öll-
um ráðum til að koma í veg fyrir að
fíkniefnaneysla verði til þess að fólk
slasist í umferðinni,“ segir Þórhild-
ur.
Fíkniefnaneyslan vaxandi vandamál
Ófremdarástand viðbúið vegna slysa af völdum fíkniefnaaksturs Erfitt að ná til fíkniefnaneytenda
Lögregla og Samgöngustofa áforma samvinnu Til þurfi víðtækt samráð fleiri opinberra stofnana
Slasaðir eða látnir vegna fíkniefnaaksturs
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2006 til 2018
Látnir eða alvarlega slasaðir
*Allt árið 2018
samkvæmt spá
Samgöngustofu
2006 til 2018* allt árið
40
35
30
25
20
15
10
5
0
20
15
10
5
0
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
Heimild: Samgöngustofa
15
10 10 10
3221
16
8
18
21
47
2
6
8 8
20
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
ÁTVR fjárfesti í tæplega 5.700
klukkustundum til fræðslu og þjálf-
unar starfsmanna, u.þ.b. 142 vinnu-
vikum, á síðasta ári. Fræðslustundir
á hvert stöðugildi voru átján, rúm-
lega tveir dagar á hvern starfs-
mann.
Auk námskeiða í vínfræðum sem
flestir sóttu og frekari kennslu af
þeim toga, var boðið upp á fjöl-
breytt námskeið, m.a. í skyndihjálp,
núvitund, sparnaðarráðum, hjóla-
færni, námskeiði um orkuþjófa,
stress, heilsu karla og námskeið um
það hvernig breyta skuli lífsvenjum.
„Þetta er fyrst og fremst hugsað
sem þjónustuþjálfun. Í grunninn
einbeitum við okkur að vínfræðslu
og slíku,“ segir Sigrún Ósk Sigurð-
ardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
Spurð um tilganginn með öðrum
námskeiðum segir hún að þau séu
hluti mannauðsstefnu.
„Við bjóðum fólki upp á alls kyns
fræðslu. Sumt er tengt þemum sem
við höfum, t.d. námskeið um heilsu
karla sem við höfðum þegar Mottu-
mars var í gangi,“ segir hún. „Heilt
yfir erum við að reyna að skapa
vinnustað sem er áhugaverður og
gefur fólki eitthvað,“ segir Sigrún
Ósk.
Spurð hvort fjárfestingin skili sér
til fyrirtækisins svarar Sigrún Ósk
að alltaf sé erfitt að meta hvað skili
sér til baka. „Við erum stolt af því
að starfsánægja er mjög mikil hjá
okkur. Það fer saman að vera með
ánægt starfsfólk og viðskiptavini,“
segir hún.
Vörðu 5.700 stundum í fræðslu
142 vinnuvikur fóru í fræðslu starfsmanna ÁTVR í fyrra
Fjölbreytt námskeið, allt frá skyndihjálp til núvitundar
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
ÁTVR Starfsfólkið hafði úr miklum
fjölda námskeiða að velja í fyrra.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Þetta er alveg gerlegt, að skipu-
leggja ferðir á Gullna hringnum
þrátt fyrir að lokanir á Þingvallavegi
og Ölfusárbrú séu á sama tíma. Ég
er hins vegar ósáttur við að ekki hafi
verið byrjað á vegaframkvæmdum
við Þingvallaveg fyrr,“ segir Þórir
Garðarsson, stjórnarformaður Grey
Line, en Ölfusárbrú verður lokað í
viku um miðjan mánuðinn á sama
tíma og framkvæmdir standa yfir á
Þingvallavegi.
„Við höfðum miklar áhyggjur af
því hvernig stórir bílar gætu mæst
niður við Þingvallavatnið en það er
búið að laga það að einhverju leyti,“
segir Þórir. Hann segir að skipu-
leggja þurfi aksturinn upp á nýtt og
fara Óseyrarbrúna og Þrengsli í
staðinn fyrir að keyra fram hjá
Hveragerði og taka Hellisheiðina.
„Það er líka hægt að fara Bisk-
upstungnaleið í gegnum Skálholt og
Laugarvatn. Nesjavallaleiðina er
einnig hægt að nota og ég reikna
með að sumarbústaðareigendur fari
Grafninginn, niður að Úlfljótsvatni
og framhjá Ljósafossvirkjun,“ segir
Þórir sem fagnar öllu viðhaldi á
þjóðvegakerfinu.
„Við tökum þessu öllu með stó-
ískri ró og fögnum öllu viðhaldi því
ekki veitir af og við löngu búin að
borga fyrir það.“
Búin að borga fyrir viðhaldið
Þingvallavegur og Ölfusárbrú lokuð á sama tíma Ferð-
ir skipulagðar upp á nýtt Fagna öllu viðhaldi á vegum
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Viðhald Lokun Ölfusárbrúar og Þingvallavegar vegna viðhalds gerir það
óhjákvæmilegt fyrir hópferðabílstjóra að endurskipuleggja ferðir sínar.
„Það er nú bara því miður þannig
að hún fer ekki af stað vegna þess
að aðsókn er ekki nægileg,“ segir
Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla-
meistari Fjölbrautaskóla Suður-
lands, FSu, í samtali við Morgun-
blaðið, spurð um aðsókn í
pólskukennslu sem til stóð að hæfist
í haust.
Fyrr á árinu ræddi Olga við
Morgunblaðið um áfangann Pólska
fyrir Pólverja, sem átti að vera til-
raunaverkefni. Olga sagði að búist
væri við mörgum pólskumælandi
nemendum í skólann í haust, t.d.
vegna nýbúa í bæjarfélaginu sem
flytja þangað vegna vinnu í ferða-
þjónustu.
Spurð hve margir nemendur
hefðu þurft að sækja áfangann til
þess halda honum uppi, segir Olga
að 12-15 nemendur hefðu nægt. „En
það reyndist ekki. Krakkarnir, sem
eru af pólsku bergi brotnir, eru
komnir býsna
langt í skólanum
og mörg hver bú-
in að búa í tals-
verðan tíma á Ís-
landi og telja sig
einhvern veginn
ekki þurfa á
þessu að halda,“
segir Olga til við-
bótar.
Áfram verður
þó horft til leiða til að halda úti
áfanga sem þessum fyrir nemendur
sem hafa pólsku að móðurmáli. „Við
ætlum að skoða það í vetur með
hvaða hætti er hægt að nálgast
þennan áfanga,“ segir Olga. Miðað
er við að hafa kennslu áfangans ein-
staklingsmiðaða frekar en miðlæga,
líkt og notast er við í áfanganum Ís-
lenska sem annað tungumál. „Þetta
er verkefni sem krefst frekari þró-
unar og lausna ,“ segir Olga.
Pólska verður ekki
kennd í FSu í vetur
Olga Lísa
Garðarsdóttir
Aðsókn í áfangann var ekki nægileg