Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 26

Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Guðrún Edda Júlíusdóttir á 80 ára afmæli í dag. Hún er elst 6systkina frá Vesturgötu 43 á Akranesi. Foreldrar hennar voruhjónin Hans Júlíus Þórðarson, Júlli á Grund, útgerðarmaður og fréttaritari Morgunblaðsins á Akranesi um árabil, og Ásdís Ás- mundsdóttir, húsfreyja og stundaði einnig verslunar- og skrif- stofustörf. Edda fór 18 ára gömul í lýðháskóla í Svíþjóð, vann svo framan af sem húsmóðir en vann síðan mörg ár við fiskvinnslu í Heimaskaga- frystihúsinu. Síðustu ár starfsævi sinnar vann hún í eldhúsinu á Höfða þar sem hún býr nú. Edda er sjálfmenntuð í tónlist og myndlist og spilar allt eftir eyranu líkt og Júlli á Grund gerði jafnan bæði á píano og munnhörpu. Hún heldur reglulega tónleika uppi á Höfða fyrir fólkið þar og hélt einnig málverkasýningu uppi á Höfða. Hún málar ekki mikið í dag en spilar á píanó á hverju kvöldi. „Ég er með parkinson-veikina og músíkin hjálpar mér mikið og gerir mig sterkari. Ég spila lög eins og Til eru og fræ og fleiri rómantísk lög og öll lög bara.“ Edda hélt upp á afmælið sitt um síðustu helgi í hátíðarsal Höfða. Þar spilaði hún í klukkutíma á píanóið fyrir veislugesti. „Ég var orðin svo slæm í bossanum eftir það, en þetta var voða gaman og ég fékk af- skaplega mikið af fólki í veisluna. Í dag fer ég með manninum mínum upp í bústað í Húsafelli til Láru dóttur minnar og ætla að vera fram á kvöld, borða þar og skála í freyðivíni.“ Eiginmaður Eddu er Björgvin Hagalínsson vélvirki frá Hvammi í Dýrafirði. Börn þeirra eru Ásdís Emilía, Lára Hagalín, Júlíus og Jón- as. Barnabörnin eru 12 og barnabarnabörnin 4. Ljósmynd/Melkorka Gunnarsdóttir Hjónin Guðrún Edda Júlíusdóttir og Björgvin Hagalínsson. Spilaði fyrir gesti í afmælinu sínu Edda Júlíusdóttir er áttræð í dag K ristófer Már Krist- insson fæddist í Reykjavík 3.8. 1948 og ólst þar upp í Klepps- holtinu, í húsinu Stað- arhóli við Dyngjuveg: „Kleppsholtið, Kleppstúnið, Vatnagarðarnir og Laugardalurinn voru okkar leik- völlur. Byggð hafði myndast austur af holtinu, við Langholtsveg, Efsta- sund og Skipasund, sem þá var í rauninni uppi í sveit.“ Kristófer var í Langholtsskóla og skamma hríð í Vogaskólann: „Ég lenti snemma í útistöðum við kerfið en ofvaxin og þá auðvitað misskilin réttlætiskennd átti drjúgan þátt í því. Ég sagði skilið við skólakerfið á miðju skólaári 1963 og var utan þess í fimm ár, snéri þá aftur og tók upp þráðinn á ný, ef til vill þroskaðri og umburðarlyndari.“ Kristófer lauk stúdentsprófi frá MH, B.Ed.-prófi frá KHÍ, leiðsögu- prófi frá Ferðamálaskóla Íslands, BA-prófi í íslensku og MSc-prófi í umhverfis- og auðlindafræði frá HÍ. Þegar Kristófer sagði skilið við skólakerfið stundaði hann almenna verkamannavinnu, var m.a. nemi í múrverki í tvö ár, stundaði sjó á fiskiskipum og fragtskipum, var eina vertíð kokkur á togara og lifði það af. Hann var verkstjóri við Vinnuskóla Reykjavíkur á sumrin 1967-72, kennari við Breiðholtsskóla 1971-72, við Ármúlaskóla 1972-73, kennari við Héraðsskólann í Reyk- holti 1973-84, framkvæmdastjóri Bandalags jafnaðarmanna 1984-86, var fréttaritari RÚV í Brussel 1986- 87, blaðamaður og fréttaritari Morgunblaðsins í Brussel 1987-93 og fylgdist þá grannt með samn- ingaviðræðum Íslands og annarra EFTA ríkja um Evrópska efnahags- svæðið og þátttöku Íslands í NATO. Hann var forstöðumaður Evr- ópuskrifstofu atvinnulífsins 1993- 2004: „Skrifstofan er rekin af Sam- tökum atvinnulífsins en ég sinnti er- indum á Evrópuvettvangi, gagnvart Evrópusambandinu (ESB), Frí- verslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og Evrópska efnahags- svæðinu (EES) auk samskipta við UNICE, Evrópusamtök iðn- og at- Kristófer Már Kristinsson, leiðsögumaður og kennari – 70 ára Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Myndarhjón Kristófer Már og kona hans, Valgerður Bjarnadóttir, mæta á frumsýningu í Borgarleikhúsinu. Skemmtilegur, klár og genetískur hægri krati Í dag, 3. ágúst, eiga hjónin Bragi Ingason, ættaður frá Ströndum, og Erla Ósk- arsdóttir ættuð úr Fjallabyggð, 60 ára brúðkaupsafmæli. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson gaf þau saman í almennri sunnudagsmessu í Siglufjarðarkirkju, við fjöl- menni bæjarbúa. Þau eiga fjögur börn, tvö eldri fædd 1959 og 1960 og tvö yngri fædd 1968 og 1969. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin eru tvö, og tvö væntanleg fyrir lok þessa árs. Hjónin munu halda upp á þessi tímamót með sín- um nánustu. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Birgir Jónsson á 70 ára af- mæli í dag. Hann er frá Siglu- firði, flutti til Reykjavíkur, stofnaði m.a. Halta hanann sem varð Gullni haninn og rak í mörg ár. Nú er hann mat- reiðslumaður á Ísafirði. Af- mælinu fagnar hann um helgina með þvi að halda ætt- armót á Siglufirði. Eiginkona hans er Steinunn M. Péturs- dóttir leikskólakennari. Börnin eru sjö og barnabörnin átján. 70 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.