Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
✝ Aðalbjörgfæddist 15.
desember 1916 á
Heiðarbæ í Tungu-
sveit í Steingríms-
firði. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eiri í Reykja-
vík 16. júlí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Aðalsteinsdóttir, f.
15.3. 1897, d. 21.2.
1981, og Jón Níelsson, bóndi á
Gestsstöðum, síðar Heiðarbæ, f.
16.6. 1885, d. 10.11. 1932. Systk-
ini Aðalbjargar eru Ólöf, f. 3.4.
1919, d. 12.3. 2016, Stefán, f.
3.12. 1921, d. 25.10. 1999, Hall-
dór, f. 21.2. 1928, d. 16.10. 2000,
og Sigurborg Ágústa, f. 24. 5.
1930. Fóstursystir Aðalbjargar
var Sólrún Guðbjartsdóttir, f.
7.1. 1924, d. 25.9. 1988.
Eiginmaður Aðalbjargar var
Hermann Guðmundsson, f.
22.12. 1914, d. 5.6. 1980. For-
eldrar hans voru Ragnheiður
Halldórsdóttir, f. 2.2. 1876, d.
4.12. 1962, og Guðmundur Guð-
mundsson, bóndi á Bæ á Sel-
strönd, f. 27. 7. 1872, d. 5.8.
1942. Hermann lauk íþrótta-
kennaraprófi frá Íþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni
Guðjón (óskírður), f. 3.1. 1949,
d. 7.1. 1949, 6) Guðbjörg, f. 3.12.
1950, d. 7.3. 2003, I. maki Rich-
ard Brandt, f. 26.6. 1948, börn
þeirra: Martha Dís og Davíð
Hermann. II. maki Gylfi Björg-
vinsson, f. 7.9. 1956, sonur
þeirra: Sigmundur Hjörvar. 7)
Kolbrún, f. 14.1. 1952, d. 8.3.
2015. Við lát Aðalbjargar var
fjöldi langömmubarna hennar
yfir 40 og langalangömmubörn-
in orðin sjö.
Aðalbjörg var við nám í
Kvennaskólanum á Blönduósi
námsárið 1937-1938 . Eftir að
þau hjónin fluttu til Reykjavík-
ur setti hún upp saumastofu á
heimilinu. Á áttunda áratugn-
um byrjaði hún að prjóna við-
hafnarkjóla úr íslensku ullinni
og hélt margar sýningar, m.a. á
Kjarvalsstöðum 1982. Hún var
vel þekkt og virt prjónlistakona
og sama ár sem hún varð 100
ára kom út bók um líf hennar
og list, Prjónað af fingrum
fram, Undurfínir handprjónaðir
viðhafnarkjólar úr íslenskri ull,
eftir Kristínu Schmidhauser
Jónsdóttur sagnfræðing. Á
þjóðhátíðardaginn 17. júní 2018
var Aðalbjörg sæmd ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum, fyrir framlag
hennar til íslenskrar prjóna-
hefðar og hönnunar.
Útför Aðalbjargar fer fram
frá Langholtskirkju í dag, 3.
ágúst 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1936 og vann um
skeið við fimleika-
og sundkennslu,
stundaði sjóinn og
ýmis störf í landi
en síðustu áratug-
ina var hann verk-
stjóri hjá sjó-
klæðagerðinni Max
hf.
Börn Að-
albjargar og Her-
manns voru sjö: 1)
Jón, f. 8.10. 1939, kona hans
Díana Árnadóttir, f. 4.11. 1941,
d. 31.7. 2012, börn þeirra: Árni
og Hermann Þór. 2) Ragnhild-
ur, f. 11.12. 1941, I. maki henn-
ar Stefán Eyjólfsson, f. 11.8.
1937, börn þeirra: Eyjólfur,
Hermann og Aðalbjörn. II. maki
Lars Grunér, f. 26.2. 1938, 3)
Guðmundur, f. 23.2. 1943, I.
kona Edda Jónsdóttir, f. 16.5.
1946, börn þeirra: Hermann,
Jón Már, Guðjón Arnar og Jó-
hann Axel. II. kona Klara Njáls-
dóttir, f. 18.8. 1945. 4) Að-
alsteinn, f. 10.4. 1945, I. kona
Bjarnfríður Jóhannsdóttir, f.
16.2. 1946. Börn þeirra: Jóhann
Freyr og Aðalbjörg Drífa. II.
kona Jóhanna Þórarinsdóttir, f.
27.8. 1947, börn þeirra: Svana
Hansdóttir, Hans og Már. 5)
Elskuleg móðir okkar er látin
en hún lifir svo sannarlega í
minningu okkar. Hún var fjöl-
hæf kona og mikill persónuleiki.
Við systkinin erum hreykin af
henni móður okkar fyrir list
hennar og dugnað og höfum
fylgst með og fagnað velgengni
hennar alla tíð. Kærleiki hennar
og hugsunarsemi í garð fjöl-
skyldunnar er okkur þó efst í
huga. Sem börn vorum við í
tryggum faðmi foreldra okkar
og ömmu Guðbjargar.
Við fluttum til Reykjavíkur
vorið 1947 frá Drangsnesi og
mamma setti fljótlega upp
saumastofu með Lóu systur
sinni. Pabbi var mikið á sjónum
á þeim árum, amma sá um heim-
ilið og hlúði að okkur öllum. Sig-
urborg yngsta systir mömmu
var eins og eldri systir okkar og
böndin milli systkina mömmu
voru sterk og innileg. Við flutt-
um úr Mávahlíðinni í Skipasund-
ið og þaðan í Sólheima 26 og
bjuggum þar í rúm 20 ár.
Fjölskyldan varð fyrir miklu
áfalli þegar faðir okkar varð
bráðkvaddur 5. júní 1980, aðeins
65 ára gamall og blessunin hún
amma dó í febrúar 1981, bæði
tvö mikið elskuð og sárt saknað.
Guðbjörg systir okkar lést 2003,
langt um aldur fram og Kolbrún
lést 2015, til mikillar sorgar fyr-
ir mömmu og alla fjölskylduna.
Mamma hafði alltaf mikið og
gott samband við börnin eftir að
þau fluttu að heiman og einnig
við systkini sín. Hún hélt bréfa-
sambandi við dætur sínar sem
bjuggu erlendis og gerði allt
sem hún gat fyrir yngstu dóttur
sína Kolbrúnu til að létta henni
lífið; við systkinin dáðum hana
mikið fyrir það.
Mamma byrjaði að prjóna
kjólana úr íslenska eingirninu á
áttunda áratugnum og hélt því
áfram í mörg ár. Hún var við-
urkennd prjónlistakona og hélt
margar sýningar, bæði á kjólum
og málverkum. Sköpunargleðin
var mikil og áhugamálin mörg.
Hún elskaði að syngja og dansa
og var með í kirkjukór Lang-
holtssóknar og Fílharmoníu-
kórnum í mörg ár.
Það hefur ýmislegt verið
skrifað um hana sem prjónlista-
konu, greinar í blöðum í sam-
bandi við sýningar á prjónakjól-
um og málverkum. Stóru
stundirnar í lífi hennar sem
listakonu voru sýning hennar á
Kjarvalsstöðum í nóvember 1982
og þegar bókin um líf hennar og
list kom út 2016, Prjónað af
fingrum fram eftir Kristínu
Schmidhauser Jónsdóttur, sagn-
fræðing. Á þjóðhátíðardaginn
17. júní síðastliðinn var hún
sæmd riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu við hátíðlega
athöfn á Bessastöðum fyrir
framlag sitt til íslenskrar
prjónahefðar og hönnunar. Það
var stór stund fyrir hana og fjöl-
skylduna.
Mamma gladdi okkur öll með
kærleika sínum og hugrekki og
hún átti marga góða vini sem
sakna hennar. Elsku mamma,
fjölskyldan þín á Íslandi og víða
um heim saknar þín mikið.
Hvíldu í friði.
Fyrir hönd systkinanna,
Ragnhildur Hermannsdóttir.
Nú er komið að því að kveðja
þig, elsku amma Sól.
Það er ekki annað hægt en að
vera stoltur af dugnaði þínum
alla tíð. Að koma öllu því í verk
sem þú gerðir, og það tók alltaf
eitthvað nýtt við, endalaus sköp-
un og þrautseigja sem ekki er
öllum gefin. Nú síðast í þessum
mánuði varst þú farin að huga
að
næstu málverkasýningu, sem
segir margt um þig. Þú vildir
bara komast heim aftur til að
fara að mála.
Ég gleymi því aldrei hvað mig
langaði alltaf að vera eftir hjá
ykkur afa, þegar mamma og
pabbi voru á ferðinni milli Borg-
arfjarðar og
Reykjavíkur, sem var oft. Þú
sagðir mér eitt sinn að ég hefði
oft horft á ykkur afa út um hlið-
arrúðuna á bílnum með tárin í
augunum áður en
lagt var af stað. Ég man það,
horfði í áttina að Reykjavík alla
leiðina að Vonbrigðaskarði eins
og ég kallaði Tíðaskarð sem
barn,
en þá hurfu ljósin í Reykjavík
og myrkur Hvalfjörðurinn tók
við.
Ég var alltaf velkominn hjá
ykkur afa þó að mikið væri
stundum fyrir mér haft. Ég vildi
alltaf sofa í hjónarúminu á milli
ykkar afa þegar ég var lítill. Þú
spurðir mig er ég var um það bil
fimm ára og við lágum öll þrjú í
hjónarúminu: „En hvar ætlar þú
að sofa þegar þú verður orðinn
stærri en afi þinn?“ Ég svaraði
að bragði: „Nú, þá sefur afi bara
á milli.“
Ég var svo mikill prakkari og
sagðir þú mér oft sögur af uppá-
tækjum mínum. Minnisstæðast
er þegar við Ingimar frændi
skrúfuðum öll innstungulokin af
veggjum niður við gólf og gróf-
um þau í sandinum á bílastæð-
inu. Þegar þú fluttir svo úr Sól-
heimunum mörgum árum seinna
voru ekki allar skrúfur í inn-
stungulokunum því þær fundust
ekki allar í sandinum.
Mjög ungur fór ég að kalla
þig ömmu Sól, og vísa þá í Sól-
heimana þar sem þið bjugguð
lengst af, frá því ég var lítill og
þar til ég varð fullorðinn.
Einn daginn hringir þú í mig
og spurðir hvort þú mættir taka
upp listamannanafnið Amma
Sól. Mér þótti ákaflega vænt um
það og þú hefðir ekki þurft að
spyrja um leyfi fyrir því enda
varstu alltaf amma Sól fyrir
mér. Annað sem mér þótti alltaf
mjög vænt um er að þú hringdir
alltaf í mig á afmælisdaginn,
daginn okkar langömmu Guð-
bjargar 15. mars. Hvort sem ég
var í Danmörku eða hér heima
hringdir þú og óskaðir mér til
hamingju með daginn og við
röbbuðum saman um ýmsa hluti.
Ég gleymi aldrei stundunum
með ykkur afa, þú yfirleitt að
hanna eitthvað og við afi að
horfa á sjónvarpið og tefla í leið-
inni, langamma að stússast í eld-
húsinu og gjarnan voru ein-
hverjir ættingjar eða vinir í
heimsókn, enda öllum tekið opn-
um örmum á ykkar heimili.
Að leiðarlokum langar mig að
þakka þér fyrir alla þá hlýju og
hvatningu sem þú veittir mér og
mínum.
Kveðja,
Árni Jónsson.
Kæra langamma mín.
Daginn sem ég frétti af and-
láti þínu skein sólin bjart. Mér
fannst það vel við hæfi enda
varst þú sólargeisli í mínu lífi.
Amma í Sól.
Manneskja eins og þú er
vandfundin. Þú lifðir hvern ein-
asta dag til fulls. Ég dáist að
þeirri þrautseigju sem þú sýndir
en líka lífsgleðinni sem ein-
kenndi mína sýn á þig.
Það sem mér þótti vænst um
var hvernig þú trúðir á mig. Ég
minnist þess þegar þú hélst sýn-
ingu á kjólum þínum á Þjóð-
minjasafninu. Margir komu að
sjá, en í stað þess að ræða um
þig vildirðu heldur monta þig yf-
ir mér og mínum afrekum. Þú
Aðalbjörg
Jónsdóttir
Í Morgun-
blaðinu hafa ný-
lega birst nokk-
ur viðtöl og einn
leiðari þar sem
ástæða þótti til
að hnýta í hjól-
reiðafólk. Sér-
staklega hafa
ökumenn og
aðrir forvíg-
ismenn stærstu
og hættulegustu
faratækjanna, hópferðabíla,
verið þar í fararbroddi í stað
þess að líta í eigin barm um
hvað þeir geta sjálfir gert til að
bæta öryggi á þjóðvegum
landsins og hvaða skyldur eru
lagðar þeim á herðar í umferð-
arlögum í þeim efnum.
Þeir hafa sagt í þessum við-
tölum að „vegakerfi landsins
sé í molum“, sem eru stór um-
mæli, sem ég ætla að leyfa sér-
fræðingum Vegagerðarinnar
að tjá sig um, en sérstaklega
var minnst á Mosfellsheiðina í
því samhengi og líka að „hjól-
reiðafólk skapi mestu hættuna
í umferðinni í dag“.
Vissulega ber
Mosfellsheiðin
ekki lengur þá
umferð sem þar
er, rétt er að þar
þyrfti að bæta
úr og rútubíl-
stjórar og hjól-
reiðafólk hafa
sameiginlega
hagsmuni af því
að taka höndum
saman um krefj-
ast úrbóta, en
fráleitt er að
halda því fram
að hjólreiðafólki sé um að
kenna. Íbúar í Mosfellsdal
hafa t.d. ítrekað kvartað á
undanförnum árum yfir mik-
illi umferð og hraðakstri og
stutt er síðan sorglegt bana-
slys varð í dalnum, þar sem
reiðhjól voru hvergi nærri.
Almennt gefur hlutfall reið-
hjóla í umferð um Mosfellsdal
og -heiði ekkert tilefni til
þessara gífuryrða og þyngd-
armunur reiðhjóls og rútu er
slíkur að rútu stafar aldrei
hætta af reiðhjóli. Slysa-
skýrslur Samgöngustofu
styðja heldur ekki þessar full-
yrðingar.
Vonandi verða úrbætur á
næstu mánuðum og árum en
þar til þær úrbætur verða að
veruleika er skýrt í lögum
hvað ökumönnum ber að
gera: Keyra hægar. Í 36. gr.
umferðarlaga segir: „Öku-
hraða skal jafnan miða við að-
stæður með sérstöku tilliti til
öryggis annarra.“ Þetta er
sérstaklega mikilvægt þegar
stórt farartæki, eins og rúta,
fer fram úr reiðhjóli. Það er
bæði nauðsynlegt að hafa gott
bil á milli við framúraksturinn
en einnig að hægja vel á svo
að sviptivindur feyki ekki
hjólreiðafólkinu út af. Ef rútu
stafar hætta af reiðhjóli er
það vegna þess að rútan er á
of miklum hraða miðað við að-
stæður. Hér er einfalt mál að
bæta úr.
Keyrið hægar
Eftir Erlend S.
Þorsteinsson
Erlendur S.
Þorsteinsson
» Skýrt er í lögum
hvað ökumönn-
um ber að gera:
Keyra hægar.
Höfundur er eigandi og öku-
maður dísiljeppa og hjólreiða-
maður.
Ennþá er
þjóðvegurinn að
valda ökumönn-
um og þjóðfélag-
inu tjóni með því
að skella tveim-
ur bílum hvorum
framan annan.
Er ekki kominn
tími á það að við-
urkenna að öku-
maðurinn er sá
sem stjórnar bílnum og ber
ábyrgð á því á hvaða hraða
bíllinn ekur og hvar hann er
staðsettur á akbrautinni.
Ég er búinn að vera á ferð-
inni í öllum landsfjórðungum í
sumar og hef ekki orðið var
við annað en vegirnir væru í
nothæfu ástandi, miðað við
það að hvergi er hámarks-
hraðinn hærri en 90 km. Þeg-
ar við setjumst upp í bíl þá er
það okkar skylda að aka sam-
kvæmt umferðarlögum og
ástandi vega. Aftur á móti var
mjög áberandi hversu rudda-
legir sumir bílstjórar voru
varðandi framúrakstur. Það
er ekki veginum að kenna.
Það eru sennilega fáir bíl-
stjórar sem átta sig á því að
það er engin þörf á að fara
fram úr bíl sem ekur á 90 km
hraða, nema að vera fyrir
framan hann. Í raunveruleik-
anum er það
þannig að þeir
sem aka fram
úr, hverfa á ör-
fáum mínútum,
segjast aldrei
fara yfir há-
markshraða.
Eru þó flestir á
110-125 km
hraða. Þennan
hraða bera veg-
irnir ekki.
Ég hef áður
bent á það að
sumir ökumenn eru farnir að
aka fram úr með þeim hætti
að keyra upp að hlið bílsins
sem þeir eru að aka framúr,
sveigja að honum og neyða
hann til að hægja á sér. Stórir
vöru- og flutningabílar eru al-
verstir í þessu lögbroti, þar að
auki eru þeir að aka fram úr
bíl á 90 km hraða. Það er orð-
ið nauðsyn að hafa myndavél í
bílnum til að taka myndir af
framúrakstrinum. Ástæðan
fyrir hraðakstri er að miklu
leyti afleiðing þess áróðurs að
menn eigi að halda sér á um-
ferðarhraðanum til að forðast
framúrakstur sem er algjör
mistök og hvati til hraðakst-
urs, því umferðarhraðinn er
langt yfir hámarkshraða.
Þeim mun hraðar sem bíllinn
ekur þeim mun meiri verður
áhættan við framúrakstur.
Á mörgum bílum er komin
stilling sem virkar þannig að
bíllinn heldur sér sjálfkrafa á
90 km hraða. Þessi stilling
hentar ekki íslenskum vegum
og er raunverulega stór-
hættuleg ungum ökumönn-
um. Það verður engin breyt-
ing á umferðinni fyrr en
lögreglan er orðin það sýnileg
að hún hægi á umferðarhrað-
anum og um leið dragi úr
ótímabærum framúrakstri. Í
Mosfellsdal er 70 km há-
markshraði og við þann hraða
ættu allir ökumenn að ráða.
Það er samt ekki þannig.
Ekki vegna vegarins, heldur
vegna ákvarðana ökumanna.
Við þurfum að stórbæta
okkar vegi, ekki til að fækka
slysum heldur vegna þess að
þeir verði greiðfærari, en um-
ferðarslysin munu verða al-
varlegri. Keflavíkurvegurinn
er með tvær akreinar í hvora
átt og enn kvarta menn undan
þeim vegi og þar verða alvar-
leg slys. Það sýnir okkur að
það er fyrst og fremst öku-
maðurinn sem þarf að bæta
sína hegðan.
Ökumaðurinn er
sá sem ber ábyrgðina
Eftir Guðvarð
Jónsson
Guðvarður Jónsson
»Engin þörf er á
að fara fram úr
bíl sem ekur á 90
km hraða.
Höfundur er eldri borgari.
Það er undarleg tilfinning gagnvart landinu
okkar ef það er oft sama fólkið sem ekki vill sjá
neinar virkjanir, helst ekki nýja vegi ef þeir
liggja um ísaldarkjarr og vilja takmarka sem
mest nútímarafvæðingu um landið, en láta sig
engu skipta þótt útlendir auðmenn kaupi upp
heilu sveitirnar til að nýta sér auðlindir og
setja íslenska menn sem leiguliða til að púla
upp á kúgras eða hlaupa uppi ljónstyggt fé.
Auðmaður sem hefur keypt 40 jarðir getur
hæglega keypt 40 í viðbót eða 40x40 jarðir.
Asni klyfjaður gulli kemst um hvaða borg-
arhlið sem er og líka í hvern þann dal sem
hann kýs.
Það er lítil föðurlandsást að hirða ekki um
hverjir erfa landið. Segja þeir ekki sem vilja
skila landinu „óskemmdu“ áfram, að það sé
fyrir afkomendurna, börn og barnabörn? Eig-
um við þá ekki að sammælast um það, Íslend-
ingar, að eiga þetta fallega land áfram saman
en ekki selja það til manna sem aldrei að eilífu
myndu ætla sér að búa hér og lifa af landsins
gæðum, eins og sagt er?
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Landið keypt – land selt
Föðurlandsást? Íslensk náttúra er fjölbreytt.