Morgunblaðið - 03.08.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 03.08.2018, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Ástralska leikkonan Margot Robbie er sögð eiga í viðræðum um að leika í kvikmynd með Nicole Kid- man og Charlize Theron um kyn- ferðislega áreitni innan sjónvarps- fréttastöðvarinnar Fox News í Bandaríkjunum sem verið hefur mikið til umfjöllunar undanfarið. Frá þessu segir á vef Hollywood Reporter. Kidman mun að öllum líkindum leika fréttaþulinn fyrrver- andi Gretchen Carlson, sem greindi fyrst frá ítrekaðri kynferðislegri áreitni innan stöðvarinnar og karl- rembu. Hún og á þriðja tug annarra kvenna sökuðu stofnanda stöðvar- innar og fyrrverandi forstjóra, Ro- ger Ailes, um kynferðislega áreitni og var hann látinn taka pokann sinn í kjölfarið. Hann andaðist í fyrra. Theron mun leika annan fréttaþul, Megyn Kelly, og Robbie líklega aðstoðarframleiðanda stöðvarinnar. Tilnefnd Margot Robbie var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir I, Tonya. Robbie í mynd um Fox News-hneykslið Listahátíð RÖSK hefst kl. 17 í dag við samkomuhúsið Sæborg í Hrísey. Tólf listamenn sýna verk sín og verður gengið á milli listaverk- anna, sem flest eru utandyra og af ýmsum gerðum; skúlptúrar, mál- verk, dans, gjörningur og tónlist. Listhópurinn RÖSK er að ljúka dvöl sinni í Hrísey, þar sem hann hefur dvalist við vinnu sína og haldið listasmiðjur fyrir börn og full- orðna. Listaverkin eru til sýnis alla næstu viku. Fleira er um að vera í Hrísey í dag því kl. 18 verður Snorri Ás- mundsson myndlistarmaður með guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju. Í tilkynningu segir að hann muni spila guðdómlega tóna á kirkju- orgelið á milli þess sem hann pred- ikar úr altari. Hrísey Skúlptúr úti í náttúrunni. 12 listamenn sýna á listahátíð RÖSK Forsetafram- bjóðandinn fyrr- verandi Hillary Clinton og kvik- myndaleikstjór- inn virti Steven Spielberg hafa tekið höndum saman um fram- leiða fyrir sjón- varp þætti sem byggja á marg- lofaðri bók Elaine Weiss The Woman’s Hour: The Great Fight to Win the Vote. Bók Weiss er nýkomin út en hef- ur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Í bókinni er fjallað um baráttu kvenna vestanhafs við að öðlast kosningarétt. Samkvæmt The Hollywood Re- porter hyggjast Spielberg og Clinton vera framleiðendur þátt- anna sem fyrirtæki Spielbergs, Amblin Television, útfærir og kvikmyndar. Síðan er ætlunin að selja sýningaréttinn til streymis- veitu eða kapalsjónvarpsstöðvar, í formi þátta eða sjónvarps- kvikmyndar. Handritshöfundur hefur enn ekki verið ráðinn en Hillary Clinton er sögð ætla að vera þar með í ráðum. „Kjörkassinn er í kjarna lýðræð- isins og ógleymanleg frásögn Elaine Weiss segir sögu for- ystukvenna sem – þrátt fyrir öfl- uga efnahagslega, kynþáttalega og pólitíska mótspyrnu – börðust fyr- ir og tryggðu bandarískum konum rétt til að kjósa,“ er haft eftir Clin- ton. Spielberg vinnur með Clinton Hillary Clinton Í löndum sem eiga sér langa sögu koma iðulega upp forvitnilegar minjar þegar fornleifafræðingar rannsaka væntanleg fram- kvæmdasvæði. Síðustu daga hafa fjölmiðlar í Ísrael birt myndir af merkum gripum af ýmsu tagi og rústum sem hafa fundist við upp- gröft í bænum Gedera. Þar hafa meðal annars komið í ljós rústir umfangsmikillar leirkerasmiðju sem talið er að hafi verið starfrækt þar um aldir en verið lögð af fyrir um 1.500 árum. Skúrað Fornleifafræðingur þrífur fornt mósaíkgólf sem kom í ljós við viðamikinn upp- gröft í ísraelska bænum Gedera. Fjöldi allrahanda forvitnilegra gripa hefur fundist. Forvitnilegar minjar og rústir Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.00 Undir trénu 12 Agnes grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífs- myndband og hendir honum út. Atli flytur þá inn á for- eldra sína, sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 20.00 Adrift 12 Bíó Paradís 22.00 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm Bíó Paradís 18.00 Hearts Beat Loud Bíó Paradís 18.00 The Terminator 16 Bíó Paradís 20.00 Personal Shopper 16 Aðstoðarkona í tískubrans- anum lendir í kröppum dansi þegar halla fer undan fæti í vinnunni. Metacritic 77/100 IMDb 6,2/10 Bíó Paradís 22.15 Studniówk@ (The Prom) Bíó Paradís 20.00 Mamma Mia! Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 14.00, 17.20, 19.50, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.30, 22.00 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30 Smárabíó 16.20, 17.10, 19.50, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 21.50 Mission: Impossible Fallout 16 Metacritic 86/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 16.40, 19.45, 22.40 Sambíóin Álfabakka 15.00, 16.30, 18.00, 19.30, 21.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 23.00 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.30, 20.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 16.30, 19.30, 22.30 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.30 Smárabíó 16.30, 19.00, 19.40, 22.10, 22.50 Hereditary 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 22.15 Sambíóin Egilshöll 22.30 Sambíóin Akureyri 22.30 The Equalizer 2 16 Myndin fjallar um fyrrver- andi lögreglumann sem er nú leigumorðingi. Metacritic 50/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 19.45, 22.15 Smárabíó 19.40, 22.30 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 22.00 Hotel Artemis 16 Myndin gerist í framtíðinni þegar óeirðir geisa í Los An- gelis. Nunna rekur leynilega slysavarðsstofu fyrir glæpa- menn. Háskólabíó 18.10 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Smárabíó 17.30 Háskólabíó 20.30 Tag 12 Sambíóin Álfabakka 15.00, 20.00 Ocean’s 8 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Kringlunni 19.40 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Þegar eldfjallið á eyjunni vaknar til lífsins þurfa Owen og Claire að bjarga risaeðl- unum frá útrýmingu. Morgunblaðið bbmnn Metacritic 51/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 14.00 Sambíóin Álfabakka 17.15 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.00 Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjöl- skylduferð á lúxus skrímsla skemmtiferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Metacritic 54/100 IMDb 6,4/10 Laugarásbíó 14.00, 16.40 Smárabíó 15.00, 17.20 Háskólabíó 17.50 Borgarbíó Akureyri 17.30 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Prinsinn upplifir þær breytingar að verða talinn ómótstæðilegur af flestum eftir að álfadís hellir á hann töfradufti í miklu magni. Smárabíó 15.20 Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd- armál úr fortíðinni. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 70/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 20.00 Ant-Man and the Wasp 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Ís- lands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Háskólabíó 18.20, 21.10 Bíó Paradís 18.00 Skyscraper 12 Myndin fjallar um fyrrum aðal samn- ingamann alríkis- lögreglunnar í gísla- tökumálum, sem Johnson leikur, en hann vinnur nú við öryggisgæslu í skýjakljúfum. Metacritic 51/100 IMDb 6,2/10 Smárabíó 20.00, 22.30 Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.