Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 16

Morgunblaðið - 03.08.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018 Mögnuð rafmagnsverkfæri og frábært verð ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Fyrirvari er settur vegna hugsanlegra ritvillna. Bútsög - LS1019L Kr. 150.000,- með VSK Bútsög - LS1216FLB Kr. 160.000,- með VSK Mótor 1510 W Sagarblað Ø 260 mm / 30 mm 90° Sagdýpt/Breidd 91 mm / 310 mm 45° Sagdýpt/Breidd 58 mm / 218 mm Gráðufærsla vinstri/hægri 60° Gráðuhalli vinstri/hægri 45° Þyngd 26,1 kg Borð fyrir sögina fylgir með Mótor 1650 W Sagarblað Ø 305 mm / 30 mm 90° Sagdýpt/Breidd 102 mm / 382 mm 45° Sagdýpt/Breidd 69 mm / 268 mm Gráðufærsla vinstri/hægri 45° Gráðuhalli vinstri/hægri 52° / 60° Þyngd 26,6 kg Borð fyrir sögina fylgir með 3. ágúst 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.46 106.96 106.71 Sterlingspund 139.21 139.89 139.55 Kanadadalur 81.63 82.11 81.87 Dönsk króna 16.592 16.69 16.641 Norsk króna 12.955 13.031 12.993 Sænsk króna 12.013 12.083 12.048 Svissn. franki 107.07 107.67 107.37 Japanskt jen 0.9542 0.9598 0.957 SDR 148.95 149.83 149.39 Evra 123.65 124.35 124.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.9494 Hrávöruverð Gull 1222.75 ($/únsa) Ál 2060.5 ($/tonn) LME Hráolía 74.93 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á STUTT 62,3% á öðrum ársfjórðungi, en var 38,2% fyrir ári. Hefja lækkun eigin fjár Arion banki var skráður á aðal- markaði kauphallanna á Íslandi og í Stokkhólmi um miðjan júní í kjölfar almenns útboðs á 28,7% hlut í bank- anum. Höskuldur segir það ljóst að eitt af því sem vakti áhuga fjárfesta á bankanum var sterk eiginfjárstaða og möguleikar bankans til að lækka hana í nokkrum skrefum á næstu ár- um með arðgreiðslum eða endur- kaupum á eigin bréfum. „Stjórn bankans hefur nú samþykkt að leggja fyrir hluthafafund bankans, sem fram fer í september, að greiða Sigurður Nordal sn@mbl.is Hagnaður Arion banka á öðrum árs- fjórðungi nam 3,1 milljarði króna, samanborið við 7,1 milljarð króna á sama tímabili 2017. Höskuldur Ólafsson bankastjóri segir í afkomu- tilkynningu til Kauphallar að afkom- an á öðrum ársfjórðungi sé í takt við væntingar eftir fremur erfiðan fyrsta ársfjórðung. Vaxtatekjur námu 7,6 milljörðum króna á fjórðungnum og lækkuðu um 7% miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Vaxtamunur af meðalstöðu vaxtaberandi eigna nam 2,8%, sam- anborið við 3,1% á öðrum ársfjórð- ungi 2017. Þóknanatekjur námu 4,5 milljörð- um kóna og hækkuðu um 28% frá öðrum ársfjórðungi í fyrra. Það skýrist einkum af auknum umsvifum í greiðslukortum og greiðslulausn- um, sem jukust um 62% milli ára, sem og auknum umsvifum á fjárfest- ingabankasviði, að því er fram kem- ur í afkomutilkynningunni. Rekstrarkostnaður Arion banka nam samtals 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 5,8 milljarða í fyrra, sem er 55% aukning. Hækkun milli ára má meðal annars rekja til 2,7 milljarða tekju- færslu á árinu 2017 vegna bakfærslu skuldbindingar við Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta. Kostnaðarhlutfall Arion banka var 10 milljarða króna í arð til hluthafa fyrir lok þriðja ársfjórðungs, sem samsvarar 5 krónum á hvern hlut.“ Hann segir fjárfesta einnig hafa haft áhuga á stöðu og þróun greiðslumiðlunarfyrirtækisins Val- itors. „Hefur bankinn nú fengið alþjóðlega ráðgjafa til liðs við sig til að meta hvernig best sé að haga framtíðareignarhaldi félagsins.“ Hagnaður hefur helmingast Sé litið til fyrstu sex mánaða árs- ins nemur hagnaður samstæðu Arion banka 5,0 milljörðum króna, en til samanburðar var hann 10,5 milljarðar á fyrri helmingi síðasta árs. Arion banki greiðir út 10 milljarða til hluthafa Arion banki Höskuldur Ólafsson segir að sterk eiginfjárstaða og mögu- leikar til að lækka hana hafi vakið áhuga fjárfesta á kaupum í bankanum.  Hefja undirbúning á sölu Valitor  Hagnaður dregst saman Morgunblaðið/Eggert Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta nam 5,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og arðsemi eigin fjár var 11,6%. Um er að ræða mjög sam- bærilegar tölur frá því á sama tíma- bili í fyrra en þá var hagnaður eftir skatta 5,0 milljarðar og arðsemi eig- in fjár 11,3%. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam tæpum 4,0 milljörðum króna en var 3,9 milljarðar á öðrum ársfjórðungi á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 7,6 milljarðar króna á öðrum árs- fjórðungi en voru 7,8 milljarðar í fyrra. Hreinar þóknanatekjur voru 3 milljarðar króna sem er litlu minna en á sama tímabili í fyrra er þær námu 3,5 milljörðum. Vaxtamunur var 2,8% en 3% á sama tímabili í fyrra. 7,1 milljarður á árshelming Á fyrstu sex mánuðum ársins var hagnaður Íslandsbanka 7,1 milljarð- ur króna en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 8,0 milljörðum. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 6,8 milljarðar á fyrri árshelmingi en var 7,4 milljarðar í fyrra. Hreinar þóknanatekjur voru 5,8 milljarðar sem er 15% lækkun milli ára, sem að mestu leyti má rekja til lækkunar á þóknanatekjum í tveim- ur dótturfélögum bankans að því er fram kemur í afkomutilkynningu til Kauphallar. Stjórnunarkostnaður án einskipt- isliða jókst um 3% á milli ára og nam 13,7 milljörðum króna miðað við 13,2 milljarða í fyrra. Segir bankinn að hækkunin skýrist að mestu leyti af samningsbundnum launahækkunum og kostnaði vegna innleiðingar nýs grunnkerfis bankans. Útlán til viðskiptavina jukust um 5,9%, eða 44,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi, í samtals 800 milljarða króna. Ný útlán á fyrri árshelmingi voru 98,5 milljarðar og dreifðust vel á milli viðskiptaeininga bankans, að því fram kemur í afkomutilkynning- unni. Innlán frá viðskiptavinum hækkuð um 2% eða um 11,4 millj- arða. Heildarinnlán námu 578 millj- örðum króna. Kostnaðarhlutfall Íslandsbanka, að undanskildum bankaskatti og ein- skiptiskostnaði, var 67,3% á fyrri árshelmingi en var 59,2% á sama tímabili í fyrra. Er það yfir 55% lang- tímamarkmiði bankans. Heildareignir bankans námu 1.112 milljörðum og eiginfjárhlutfallið var 21,6% í lok júní samanborið við 21,4% í lok mars á þessu ári. Birna Einarsdóttir, bankastjóri, segir í afkomutilkynningunni að rekstur bankans á fyrri helmingi ársins hafi verið umfram væntingar stjórnenda. „Móðurfélagið heldur áfram að skila stöðugum þóknana- og vaxtatekjum auk þess sem hag- stætt efnahagsumhverfi hefur leitt til jákvæðrar virðisrýrnunar á eigna- safni bankans sem stendur vel í al- þjóðlegum samanburði.“ Morgunblaðið/Ófeigur Íslandsbanki Birna Einarsdóttir segir rekstur bankans og 7,1 milljarðs króna hagnaður á fyrri helmingi ársins hafi verið umfram væntingar. Hagnaður Íslands- banka 5 milljarðar  Reksturinn umfram væntingar að sögn Birnu Einarsdóttur ● Bókun ehf, fyrir- tæki sem sérhæfir sig í þróun á hug- búnaði fyrir ferða- þjónustuna, tapaði tæplega 29 millj- ónum króna í fyrra, samanborið við 4 milljón króna tap árið áður. Tekjur félagsins jukust um 40% milli ára eða úr 114 milljónum króna árið 2016 í 160 milljónir í fyrra. Laun og launatengd gjöld jukust um tæp 53% milli ára úr 38 milljónum í 59 milljónir króna, en starfsmenn Bókunar voru að meðaltali fimmtán í fyrra. Eigið fé Bókunar jókst milli ára og stóð í tæplega 159 milljónum króna um áramótin, samanborið við 39 milljónir króna ári áður. Í fyrra fór félagið í hluta- fjáraukningu og voru greiddar 148,5 milljónir króna inn sem nýtt hlutafé. Helstu eigendur Bókunar um áramót voru stofnendur félagsins, Hjalti Bald- ursson forstjóri með um 45% hlut og Ólafur Gauti Guðmundsson með tæp- lega 32% hlut, og Norvik hf með tæp- lega 24%% hlut. Í apríl á þessu ári var greint frá því að alþjóðlegi ferðaþjón- usturisinn TripAdvisor hefði keypti allt hlutafé félagins fyrir ótilgreinda fjár- hæð. Hjalti Baldursson Tap á rekstri Bókunar 29 milljónir í fyrra Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.