Morgunblaðið - 03.08.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2018
✝ Helga Katrín
Tryggvadóttir
fæddist á Landspít-
alanum 21. júní
1984. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 26.
júlí 2018.
Foreldrar henn-
ar eru Tryggvi
Steinarsson, fædd-
ur 9. mars 1954, og
Anna María Flygenring, fædd
6. ágúst 1956. Systur hennar
eru Jóhanna Ósk Tryggvadótt-
ir, fædd 12. ágúst 1981, og á
hún þrjú börn, Kolbrá Köru,
Val Ísak og Þorkel Breka, og
Guðný Stefanía, fædd 16. jan-
úar 1991.
Eiginmaður Helgu er Jón
Levy Guðmundsson, fæddur 19.
ágúst 1981. Dætur þeirra eru
Árún Emma, fædd 29. mars
2011, og Sivía Lára, fædd 1.
janúar 2014.
Helga Katrín ólst upp á
heimili foreldra sinna í Hlíð í
Gnúpverjahreppi. Hún lauk
stöðu flóttamanna á Íslandi.
Doktorsritgerðin var nær því
fullkláruð þegar hún lést.
Áhugamál Helgu Katrínar
voru fjölbreytt, sveitin togaði
alltaf, hvort sem var hesta-
mennska, smalamennskur, hey-
skapur og önnur bústörf. Hún
var með græna fingur og rækt-
aði grænmeti fyrir sig og sína.
Hún prjónaði og heklaði án
uppskrifta hvort sem það voru
slæður, leikföng, peysur eða
útiföt. Hún var um skeið
trommari í rokkhljómsveit og
tók þátt í að koma á verkefni
sem heitir Stelpur rokka!, sem
eru sjálfboðaliðasamtök til að
efla ungar stelpur í tónlistar-
sköpun. Helga kom einnig sam-
an hópnum Stelpur í uppi-
standi. Umhverfismál og
náttúruvernd voru henni einnig
mjög hugleikin og tók hún full-
an þátt í slíku starfi.
Frá unga aldri skrifaði Helga
bréf, sögur og bækur og tók
hún m.a. þátt í stofnun róttæka
tímaritsins Róstur ásamt fleiri
stjórnleysingjum og sat í rit-
stjórn vefritsins Hugsandi.
Helga skrifaði einnig reglulega
pistla í blöð og tímarit.
Útför Helgu Katrínar verður
frá Skálholtskirkju í dag, 3.
ágúst 2018 klukkan 13, og jarð-
sett verður á Stóra-Núpi.
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Hamrahlíð haustið
2003 og hélt að því
loknu til Suður-
Afríku, þar sem
hún starfaði sem
sjálfboðaliði á
munaðar-
leysingjahæli um
skeið. Að því loknu
hóf hún nám í
mannfræði við Há-
skóla Íslands og var í skipt-
inámi í Sydney í Ástralíu. Árið
2008 kom út BA-ritgerð hennar
Þær fiska sem róa: Ímynd og
staða sjókvenna á Íslandi. Árið
2011 kláraði hún meistaranám í
mannfræði með ritgerðinni
Orðræða þróunar og andóf
gegn henni. Að því loknu vann
hún við ýmis rannsóknarstörf í
faginu en vorið 2016 hóf hún
doktorsnám í Gent í Belgíu en
kaus að færa sig um set hingað
heim vegna veikinda. Dokt-
orsritgerðin heitir í íslenskri
þýðingu: Að velja hina verðugu:
Rannsókn á ákvarðanatöku um
Elsku hjartans Helga. Svona
fallega byrjuðu nú ekki öll bréfin
sem við sendum okkar á milli í
gegnum árin, fyrst með bréfpósti
og síðar tölvupóstum. Ég man
eftir þér frá upphafi, lítil og hár-
laus fram eftir öllum aldri. Já ég
hélt þá að þú yrðir bara alltaf
hárlaus en svo fékk svo hálfgert
áfall þegar hárið fór að vaxa og
það var eldrautt. Rauða litnum
bjóst ég ekki við en alla tíð síðan
öfundaði ég þig svo mikið af
rauða fallega makkanum. Ég
mun líka muna eftir þér að eilífu.
Meira og minna öll okkar bar-
næska er samofin, allt frá því að
við lékum okkur í barbie saman, í
hestaleikjunum úti í garði, á fjós-
loftinu, við umfangsmikla gerð
ættartrjáa hesta og kúa og svona
mætti telja upp endalaust.
Stundum fékk Guðný minnsta
systir að vera með, en kannski er
ekki skrýtið að hún hafi beint
sjónum sínum að risaeðlum, því
ekki fannst okkur það skemmti-
legt þegar hún skemmdi fyrir
okkur leikina.
Óeigingjarnari og heilsteypt-
ari manneskju en þig er vart
hægt að finna á jarðríki og því er
skarðið svo stórt. Skapið þitt var
mikið sem betur fer því það bar
þig í gegnum þetta allt, ég mun
aldrei gleyma því þegar þú bara
smá stelpukrakki flippaðir svo-
leiðis á vinnumennina að þeir
þorðu varla að anda í kringum
þig.
Ég mun alltaf muna hvernig
þú hjálpaðir öllum endalaust án
þess að kvarta (nema kannski
helst í bréfaskriftunum) og mér
hefur þú hjálpað út í hið óend-
anlega. Síðar meir þegar börnin
mín komu til sögunnar varstu
alltaf til í að passa þau og alltaf til
í að hlusta á mig röfla yfir mjög
svo misalvarlegum vandamálum.
Ég er endalaust þakklát fyrir
allar góðu minningar sem eftir
sitja, ekki síst þær sem við áttum
saman síðasta árið. Það er skrýt-
ið að hugsa til þess að ég held
svei mér þá að við höfum bara
aldrei rifist. Þeirri orku sem
sumir nota í rifrildi, beindir þú á
aðrar brautir sem baráttuvinir
ykkar Nonna kunna betur að
skýra frá. Ég þakka fyrir að eiga
mikið af góðum minningum af
hversdagslegum stundum sem
við áttum með börnunum okkar,
meðal annars við piparkökugerð,
af sleðaferð á Víðistaðatúni, reið-
túrinn frá Reykjum í fyrra, úr
réttunum og ég þakka fyrir að við
höfum verið saman síðustu jól.
Kveðja frá Kolbrá, Val og Þor-
keli hljómar svona: Takk fyrir að
vera æðisleg og fyndin frænka.
Því ó, já, fyndin varstu. Ég
veltist svo oft um af hlátri bæði
að þér og með þér, yfir bréfun-
um þínum, kaldhæðni og hnyttni
og ég get ennþá heyrt þig breyta
röddinni þinni yfir í fornaldar-
stílinn. Það var alveg kostulegt.
Ég trúi því að þú fylgir okkur
áfram og eins og Dante Alighieri
skrifaði „Ég er ekki dáinn; um
bústað þó ég breyti, ég bý með
þér og lifi, sem manst mig enn og
grætur. Sál mín sú þú unnir,
saman þinni er runnin“.
Minningin um snilling lifi.
Baráttan lifi.
Þín stóra systir,
Jóhanna.
Við kveðjum í dag Helgu
Katrínu, okkar ástkæru systur-
dóttur. Fátækleg orð lýsa ekki
vanmætti þeim og sorg sem
maður upplifir við fráfall ungrar
frænku sem hrifin er í burtu í
blóma lífsins.
Helga sýndi strax í æsku þann
dugnað sem í henni bjó og var
ekki gömul þegar hún var farin
að hjálpa til við sveitastörfin.
Hún fór ung að heiman eins og
algengt er með sveitakrakka
sem afla sér menntunar. Hún
var alla tíð sjálfstæð og dugleg.
Hún var bráðgáfuð og gekk vel í
námi. Hún fór í mannfræði í Há-
skóla Íslands og kláraði þar
meistaranám. Á námsárum sín-
um fór hún m.a. í sjálfboðavinnu
til Suður-Afríku og sem skipti-
nemi til Ástralíu. Hún kynntist
Nonna sínum og þau hófu saman
búskap og brátt kom Árún
Emma í heiminn og rúmum
tveimur árum seinna Sivía Lára.
Yndislegar stelpur sem nú hafa
misst mömmu sína allt of ungar.
Helga ákvað að hefja doktors-
nám og bera saman móttökur,
aðbúnað, lagaumhverfi og allt
sem sneri að hælisleitendum í
Belgíu og á Íslandi. Litla fjöl-
skyldan tók sig því upp og flutti
til Belgíu en dvölin þar varð
styttri en áætlað var því vágest-
urinn barði að dyrum, kolkrabb-
inn í hausnum á Helgu (eins og
hún sjálf orðaði það) tók sér ból-
festu. Helga og Nonni fluttu því
heim með stelpurnar og Helga
fór í meðferð með öllu sem því
fylgdi. Hún hélt samt áfram
verkefni sínu, bara með nýju
skipulagi. Ljóst var að löng og
erfið barátta væri fram undan.
Hún tók meðferðinni af miklu
æðruleysi og styrk og saman
héldu þau Nonni sínu striki eins
og hægt var og bjuggu dætrum
sínum ástríkt heimili. Þau vildu
halda öllu eins venjulegu og eðli-
legu og mögulegt var. Því miður
tapaðist baráttan eftir allt of
stuttan tíma.
Helga var ákveðin og fylgin
sér en alltaf á hógværan og ljúf-
an hátt. Hún fór að mörgu leyti
óhefðbundnar leiðir. Hún spilaði
t.d. á trommur í hljómsveit; tók
þátt í stelpuuppistandi; var með í
verkefninu Stelpur rokka; skrif-
aði greinar í blöð og bloggaði um
þjóðfélagsmál; tók virkan þátt í
fatasöfnun handa flóttafólki og
margt, margt fleira. Hún hafði
mikla samkennd með þeim sem
minna mega sín. Sérstaklega
voru henni hagir og velferð
flóttamanna og hælisleitenda
hugleiknir. Hún fylgdist vel með
stjórnmálum og þjóðfélagsmál-
um bæði hér heima og í útlönd-
um. Hún var femínisti, umhverf-
issinni og baráttukona sem lagði
sitt á vogarskálarnar til að bæta
heiminn. Hún var mannvinur
með stórt hjarta. Orð ömmu
hennar, Níníar, þegar hún frétti
af andláti hennar lýsa henni
best: „Hún var alltaf svo góð
stúlka.“
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Systkinin Súsanna
og Sigurður.
Okkur brestur orð og það er
eins og allt missi tilgang sinn.
Spurningarnar leita á hugann,
margar og áleitnar. Helga Katr-
ín frænka okkar er ekki lengur
meðal okkar. Hvernig getur það
verið? Þetta er svo óraunveru-
legt og ótrúlegt. Þrátt fyrir bar-
áttu við illvígan sjúkdóm var
engan bilbug á henni að finna.
Helga var alla tíð gædd miklum
innri viljastyrk og sjálfsaga. Allt
fas hennar og yfirvegun minnti
okkur á að lífið er núna og gaf
okkur vonir um að hún gæti sigr-
ast á þessum veikindum.
Helga var frá fyrstu stundu
hvers manns hugljúfi. Hún var
ekki að trana sér fram, var hæg
og hlédræg sem barn en sýndi
fljótt að hún var gædd mikilli
skapfestu og styrk. Hún var líka
hamhleypa til vinnu meðan allt
lék í lyndi. Nám var henni aldrei
fyrirstaða og hún lét erfið-
leikana ekki stoppa sig í dokt-
orsnámi sínu í mannfræði. Því
miður reyndist tíminn sem henni
var gefinn of skammur til að
ljúka því.
Helga var heilsteypt, heiðar-
leg, jákvæð, hjálpsöm og óeig-
ingjörn. Hún var einstakur bar-
áttumaður fyrir betri heimi og
þau Nonni létu sig miklu varða
málefni flóttafólks og hælisleit-
enda. Hún var skemmtileg, oft
fyndin og hugmyndarík. Hún
stofnaði hljómsveit með vinkon-
um sínum. Magnað var að sjá
hana á bak við trommusettið
þegar þær spiluðu saman. Þar
geislaði af henni orka og per-
sónutöfrar sem einkenndu hana
svo mjög. Hún dreif í að safna
hlýjum fötum fyrir flóttamenn í
Frakklandi sem bjuggu við erf-
iðar aðstæður og vetur nálgað-
ist. Þetta var ekki auðvelt verk
en það tókst að lokum eins og
flest sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Uppgjöf var ekki til í orða-
bókinni hennar.
Helga var þeirrar gæfu að-
njótandi að eignast góðan mann
og yndislegar, efnilegar dætur.
Nonni stóð með henni eins og
klettur í þungbærum veikindum
hennar og hjúkraði henni fram á
síðasta dag. Þau voru einstak-
lega samhent með dætur sínar.
Þau áttu líka dýrmætan stuðn-
ing hjá nánustu ættingjum og
vinum. Við vottum Nonna,
Árúnu Emmu, Sivíu Láru, for-
eldrum, systrum, ömmu og öðr-
um nánum ættingjum og vinum,
okkar dýpstu samúð.
Með kærum kveðjum og
þakklæti fyrir dýrmæt kynni.
Elín Erna, Indriði, Steinar,
Birgir og Árni.
Erfitt er að ímynda sér að
hversdagslegir hlutir geti orðið
að svo dýrmætum minningum.
Biðin eftir kaffinu við helluborð-
ið, tuðið yfir veseninu í börnun-
um, matarstúss, spjall um allt og
ekkert og bara allt sem manni
finnst venjulegt og sjálfsagt
þegar maður er 34 ára. Ég
kynntist Helgu fyrir sirka 15 ár-
um og varð fljótt ljóst að Helga,
sem ég upplifði fyrst um sinn
sem rólega sveitastelpu, var
uppfull af orku og einhverjum
áhugaverðum krafti. Hún hefur
í ófá skipti komið mér á óvart í
gegnum árin og veitt mér inn-
blástur og fyrsta minning mín
um það er þegar Helga var í
hljómsveitinni Viðurstyggð. Ró-
lega Helga var villt og tryllt á
trommunum. Ég var svo heppin
að Nonni bróðir minn og Helga
smullu síðar saman og úr varð
einhver svakaleg orka. Voru
alltaf með margt spennandi á
prjónunum, einhver hugðarefni
eða verkefni sem fangaði þau.
Framkvæmdu ótrúlegustu hluti.
Helga gat búið til ótrúlegustu
hluti úr engu og algerlega upp
úr sjálfri sér. Gat t.d. gert
geggjaða máltíð úr einni gulrót
og afgangs hrísgrjónum og hekl-
að falleg tuskudýr úr afgangs
garni, fyllt með frágangsspott-
um. Það var aldrei neitt mál,
bara gekk í verkið og leyfði hlut-
unum að vera eins og þeir voru,
ekkert minna eða meira. Hún
leyfði manni að fylla í eyðurnar
út frá eigin forsendum og upp-
lifa sjálfur úr því sem var í
gangi. Hún hlustaði og virti upp-
lifanir/hugmyndir fólks og nýtti
sér þær til að sjá heiminn í víð-
ara samhengi. Helga barðist
fyrir réttlæti í heiminum. En
þrátt fyrir að vera að berjast
fyrir heimsmálunum voru hvers-
dagsleg baráttumál annarra
ekkert smávægilegri og hún
hlustaði alltaf af mikilli alúð.
Takk fyrir að kynna okkur fjöl-
skyldunni lífið í Hlíð og mögn-
uðu fjölskylduna þína. Takk fyr-
ir svo margt. Ég skrifa meira
seinna. Hvet alla til að skrifa
niður sögur og minningar um
Helgu og afhenda Nonna eða
foreldrum hennar. Segjum
stelpunum sögur af mömmu
þeirra og höfum hana þannig ná-
lægt þeim áfram.
Þú ert yndisleg mamma og
mér þykir svo leitt að þið fenguð
ekki meiri tíma saman. Þú nýttir
þann tíma sem þú hafðir með
stelpunum vel. Þið Nonni eruð
ofurgengi og mér þykir svo sárt
að þið séuð ekki saman áfram að
bralla eitthvað. Mér þykir svo
vænt um þig, Helga. Þín verður
saknað.
Þín vinkona og mágkona,
Selma.
Mannshöfuð er nokkuð þungt
en samt skulum við standa uppréttir
og sumarið bætir fyrir flestar syndir
okkar.
Svo segir í ljóði Sigfúsar
Daðasonar. Og þó óboðinn gest-
ur, mannýgur og miskunnarlaus,
hafi íþyngt höfði Helgu Katrínar
síðustu árin — til viðbótar við hið
sammannlega farg — gerði hún
einmitt það: hún stóð upprétt.
Fyrir ekki svo löngu stóð
Helga keik á Austurvelli og flutti
ræðu á mótmælum gegn innrás
Tyrklandshers í Afrin, sjálf-
stjórnarhérað Kúrda í Sýrlandi.
Stuttu áður hafði borist sú
harmafregn að Haukur Hilmars-
son — ástkær vinur okkar og
bróðir í baráttunni — hefði að
öllum líkindum fallið í umrædd-
um árásum, en þar barðist hann
með alþjóðaherdeild byltingar-
sveita Kúrda. Ræða Helgu var
samhljóma grein hennar, sem
birst hafði skömmu áður, þar
sem hún sagði meðal annars að
Hauki hefði þarna tekist að rífa
hana upp úr hægindastóli hugs-
ananna — ekki í fyrsta sinn.
Þannig var Helga: eldklár og
næm, iðin og óeigingjörn, en allt-
af efins um eigið framlag — allt-
af sannfærð um að hún gæti gert
betur, ætti að gera betur, líka
þegar hún sjálf atti kappi við
dauðann.
Og þar lágu hugur hennar og
hjarta: í baráttunni gegn rán-
yrkju og fyrir lífum og réttindum
þeirra sem allra minnst mega sín
— þeirra sem oftast og verst
verða fyrir barðinu á ógnarstjórn
víggirts ríkisvalds og landa-
mæralauss auðmagns.
Störf hennar á vettvangi þró-
unar- og mannfræða voru sam-
ofin andófinu, frjáls undan þeirri
víðförlu blekkingu að aðgerða-
leysi jafngildi hlutleysi — og að
velgengni fylgi undirgefni. Þau
voru og verða áfram liður í átök-
um sannleikans við lygaveldið.
Óhjákvæmilegt er að ímynda sér
umfang, gæði og mikilvægi frek-
ari verka Helgu á þessu sviði,
hefði henni gefist til þeirra heil
mannsævi. En um leið felst
huggun í því efni sem eftir hana
liggur og mun blása öðrum kjark
í brjóst, sé því haldið á lofti.
Sjálf hefði Helga líkast til ekki
viljað kannast við slíkt, gert sem
minnst úr eigin starfi og vísað at-
hyglinni annað. En eins og fram
kom í nýlegu viðtali við móður
hennar um fyrirhugaðar virkjan-
ir í Þjórsá opnuðu einmitt Helga
og Jón Levý annarra augu fyrir
þeim fjandsamlega fáránleika
sem knýr slík áform.
Í greininni um Hauk sagði
Helga það einkennandi fyrir kar-
akter hans að hann hefði haft
meiri áhyggjur af henni en sjálf-
um sér — samt kominn hálfa leið
til Sýrlands með hjálp hugans.
En á sama hátt lýsir það mann-
gerð Helgu í hnotskurn hversu
lítið hún lét bera á átökunum við
boðflennuna, en var undantekn-
ingarlaust viljug til að leggja lífs-
baráttu annarra lið.
Helga hvatti okkur til að gráta
ekki Hauk, en halda baráttu
hans frekar lifandi: „Við skulum
aldrei aftur leyfa okkur að horfa í
hina áttina.“
En auðvitað grátum við Hauk,
sé hann farinn fyrir víst.
Og nú grátum við Helgu Katr-
ínu, ástkæra vinkonu, jafnvel þó
við reynum einnig héðan í frá að
stinga höfðinu aldrei í sandinn —
halda þannig minningu hennar
og baráttu lifandi og heiðra hana
um leið.
Og jafnvel þó við féllum
þá leysti sólin okkur sundur í frumefni
og smámsaman yrðum við aftur ein
heild.
Snorri Páll.
Okkur sló hljóð þegar okkur
var greint frá því að baráttukon-
an og eldhuginn Helga væri fall-
in frá. Þótt víða væri leitað er
erfitt að finna klókari, staðfast-
ari og sterkari konu en hana.
Orðsnilld hennar og skarpar
greiningar á pólitík og þjóð-
félagsmálum voru einstakar og
er nú stórt skarð höggvið í rót-
tæka baráttu á Íslandi, en það
bliknar í samanburði við skarðið
sem myndast hefur hjá fjöl-
skyldu hennar og vinum. Við
kynntumst Helgu fyrst fyrir tíu
árum þegar hún bjó á Hrísateigi
með sameiginlegum vinum okk-
ar. Þá var greinilegt að þarna
væri á ferð réttsýn manneskja
sem fór sínar eigin leiðir. Eftir
því sem árin liðu unnum við í þó
nokkrum verkefnum með henni
og manninum hennar Jóni Leví.
Atorkan og vinnugleðin gerði
það að verkum að alltaf var hægt
að treysta á þau og okkur virtist
sem svo að allt sem Helga gerði
léki í höndunum á henni. Leiðir
okkar lágu aftur saman með
Helgu nýverið þegar við ásamt
henni og fleirum, skipulögðum
mótmæli gegn árás Tyrklands-
hers á Afrín. Það voru fjölmenn
mótmæli sem heppnuðust vel, en
Helga var einn af ræðumönnun-
um. Eins og alltaf var orðsnilld
hennar framúrskarandi, hún hélt
þrumandi ræðu sem var skörp og
full innsæis. Við kveðjum kæran
félaga og minnumst Helgu með
virðingu og hlýju og óskum
hennar nánustu alls hins besta í
þeim erfiðu tímum sem eru fram
undan.
Anna Kristín og Pontus.
Ég trúi varla að ég sé að skrifa
um Helgu í þátíð. Ég er ekki
ennþá búin að ná þessu. Líður
eins og unglingi æðislega pirruð
út í almættið fyrir að taka hana
af öllum. Helgu sem tileinkaði
allan sinn lausa tíma því að
bjarga heiminum og þetta er
bara ógeðslega ósanngjarnt. Ég
kynntist henni sem nýrri kær-
ustu vinar. Hún var trommari í
pönkhljómsveit, smágerð, eld-
rauðhærð, ómáluð og með falleg-
ustu hendur og neglur sem ég
hafði séð. Ég féll fyrir henni við
fyrstu sýn og með árunum fór ég
að bera mikla virðingu fyrir
henni en ég held ég hafi gleymt
að segja henni það. Stundum er
fólk bara svo stórkostlegt að
manni finnst eins og maður þurfi
ekki að segja því það. Vikuna áð-
ur en hún dó var ég á leiðinni að
senda henni skilaboð og fá frétt-
ir. En þar sem ég hélt hún væri í
bata ýtti ég því alltaf frá mér til
að gera eitthvað sem skiptir al-
gjörlega engu máli í dag.
Hún vildi voðalega lítið tala
um sjálfa sig, útskrifaður
mannfræðingur í doktorsnámi
sem hún hætti náttúrlega ekki í
eftir greiningu. „Af hverju ætti
ég að gera það?“ Þetta var bara
verkefni sem hún dílaði við eins
og öll önnur og þau voru mörg.
Helga sá um að ala upp pönkið í
unglingsstúlkum í verkefninu
Stelpur rokka, hún barðist enda-
laust fyrir hælisleitendum, hún
Helga Katrín
Tryggvadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku vinkona og félagi,
Takk fyrir kraftinn, inn-
blásturinn, baráttuna, vin-
skapinn, hugrekkið, feg-
urðina.
Jórunn Edda.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Kæra fjölskylda,
Við sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja ykk-
ur á erfiðum stundum.
Blessuð sé minning Helgu
Katrínar.
Erna S. Mathiesen
og fjölskylda.