Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  193. tölublað  106. árgangur  TÚLKAR SELLÓ- SVÍTUR BACHS Á NÝJAN HÁTT MATTHÍAS SÝNIR HÖGG- MYNDIR ÁSMUNDARSAFN 45GLJÚFRASTEINN 42  Flugvélafloti WOW air saman- stendur af 20 flugvélum sem flest- ar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og út- leigu. Samkvæmt upplýsingum úr loftfaraskrá er flugvélaflotinn í heild sinni leigður út til WOW air af átta félögum. Stærstan hluta á Air Lease Corporation (ALC) sem á sjö vélar, en sex þeirra eru skráðar í Delaware. Stofnandi þess og starfandi stjórnarfor- maður er hinn ungverskættaði Steven Udvar-Házy. Er hann í 572. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eru eignir hans metnar á 430 milljarða króna. »22 Morgunblaðið/Árni Sæberg WOW air Ein af vélum félagsins í Keflavík. Í eigu félaga á Írlandi, Delaware og Bermúda  Pálína Bjarna- dóttir, elsti þátt- takandinn í Reykjavíkur- maraþoni Ís- landsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kíló- metra skemmti- skokk með fjöl- skyldu og vinum. Pálína er 92ja ára gömul, en hún tekur þátt í fyrsta sinn og safnar um leið áheitum til styrktar góðu málefni. »3 Aldrei of seint að byrja að vera með Pálína Bjarnadóttir  Íbúakosningar verða á Selfossi í dag. Greidd verða atkvæði um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins. Kosningin er bind- andi ef fleiri en 29% íbúa taka þátt í henni. Ákvörðun um kosningarnar var tekin í bæjarstjórn fyrr í sumar eft- ir að nær 30% íbúa kröfðust hennar í undirskriftasöfnun. »24 Kosið um skipulag á Selfossi í dag Breiðablik tryggði sér nú í gærkvöld bikarmeist- aratitil kvenna í knattspyrnu þegar liðið hafði bet- ur gegn Stjörnunni, 2:1, í úrslitaleik Mjólkur- bikarsins á Laugardalsvelli. Þetta er 12. bikar- meistaratitill Breiðabliks og er nú liðið aðeins einum titli á eftir Val í kvennaflokki. Mikil gleði braust út meðal leikmanna Breiða- bliks í leikslok og m.a. fékk Heiðdís Lillýardóttir yfir sig væna mjólkurgusu í fögnuðinum. » íþróttir Morgunblaðið/Valli Breiðablik varð bikarmeistari kvenna í tólfta sinn Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur sam- þykkt endurskoðaða fjárfestingar- áætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir „stóru línurnar þær að nokkur verkefni hafa gengið hraðar en áætl- anir gerðu ráð fyrir“. „Sérstaklega í Úlfarsárdal. Bæði er þar meiri fram- kvæmdahraði við skólann og búið að taka grunn að sundlauginni. Það er því verið að auka fjárveitingar þar. Við erum líka að klára af krafti við- byggingu við Vesturbæjarskóla og ekki síður nýjan Klettaskóla. Síðan bera nokkur verkefni merki þenslu á verktakamarkaði,“ segir Dagur. Skuldir aukast um 24 milljarða Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borginni, segir ljóst að rekstur borgarinnar sé ósjálfbær. „Rétt er að geta þess að um er að ræða 20 milljarða fjárfestingar borgarsjóðs á þessu ári. Það er ekki lítil fjárhæð fyrir borgarsjóð sem samkvæmt áætlun skilar tveimur milljörðum í afgang. Samkvæmt fjár- hagsáætlun munu skuldir hækka um sjö milljarða og hafa þá skuldir borg- arsjóðs hækkað um 24 milljarða á 24 mánuðum; úr 84 milljörðum í árslok 2016 í 108 milljarða í lok þessa árs. Á sama tíma lækkar handbært fé úr um 8,7 milljörðum í tvo milljarða. Það er því ljóst að rekstur borgar- sjóðs er ekki sjálfbær með þessum fjárfestingum, enda hafa skuldir vaxið um 60 milljarða frá árslokum 2010, þegar skuldir og skuldbindingar borgarsjóðs voru 48 milljarðar.“ Skuldir í borginni aukast  Meirihlutinn í Reykjavík samþykkir breytta fjárfestingaraáætlun fyrir 2018  Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir áætlunina sýna að reksturinn sé ósjálfbær Skorið niður á móti » Endurskoðuð fjárfestingar- áætlunin fyrir 2018 hljóðar upp á rúma 20 milljarða króna og er heildartalan óbreytt. » Mest er skorið niður hjá Bílastæðasjóði, eða um 1.125 milljónir króna, og vegur nið- urskurðurinn á móti auknum útgjöldum í aðra málaflokka. MSkólar reyndust mun dýrari »18 ÁMenningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika. Fjölskyldutónleika kl. 15 og Sinfóníutónleika kl. 17. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgastmiða í miðasölu Hörpu frá kl. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.