Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 skattur.is Álagning opinberra gjalda á lögaðila árið 2018 vegna rekstrarársins 2017 fer fram í september nk. Athugið að álagningin er nú mánuði fyrr á ferðinni en áður. Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa ekki staðið skil á skattframtali 2018 ásamt ársreikningi, eru hvattir til að annast skil hið allra fyrsta. Skráður lögaðili skal ætíð skila skattframtali vegna undangengins reikningsárs þrátt fyrir að engin eiginleg starfsemi eða rekstur hafi átt sér stað á reikningsárinu. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Skattframtali og ársreikningi ber að skila rafrænt á skattur.is. Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2018 Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 442 1000 rsk@rsk.is Áminning um framtalsskil lögaðila Morgunblaðið/Ómar Skólabækur Mikill verðmunur eftir verslunum samkvæmt verðkönnun. Töluverður verðmunur er á skóla- bókum fyrir framhaldsskólanema á milli verslana ef marka má nýja verðkönnun ASÍ. Nemendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að vera vel með á nótunum enda var verðmunurinn allt að 5.349 krónur á einstakri bók í könn- uninni. Verðkönnun ASÍ var gerð hinn 15. ágúst og var verð á nýjum bók- um kannað í verslunum A4, Skeif- unni, Heimkaup.is, Bókabúðinni Iðnú Brautarholti, Pennanum/ Eymundsson í Austurstræti og For- laginu Fiskislóð, en verð á notuðum bókum var kannað í A4 og Heim- kaup.is. Heimkaup var oftast með lægsta verðið í könnuninni, bæði á not- uðum og nýjum skólabókum. For- lagið var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum en A4 á notuðum bókum. Forlagið var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða í 13 tilfellum af 34 en Bókabúð Iðnú í Brautarholti næstoftast eða í 10 til- fellum af 34. Töluverður verðmunur var á nýj- um bókum í verðkönnuninni en í 17 tilfellum af 34 var yfir 1.000 kr. munur á hæsta og lægsta verði og í 11 tilfellum yfir 1.300 kr. munur. Heimkaup var oftast með lægsta verðið á nýjum bókum eða í 44% til- fella, en A4 var næstoftast með ódýrustu bækurnar eða í 26% til- fella. Notaðar bækur voru í öllum til- fellum, nema einu, dýrari í A4 en hjá Heimkaup eða í 12 af 13 til- fellum. Tekið er fram að aðeins sé um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki sé lagt mat á gæði, úrval eða þjónustu söluaðila. Verð breytist einnig ört vegna ýmiskonar tilboða. Mál og menning hafi til að mynda verið með 20% afslátt á öllum sínum bókum þegar könnunin var fram- kvæmd en verð í könnuninni er með afslætti. Mikill verðmunur á skólabókum  Hægt að spara allt að fimm þúsund á einstakri bók samkvæmt könnun ASÍ Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlíloka losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð. Ef fram heldur sem horfir má ætla að umframafli strandveiðibáta verði töluvert meiri en undanfarin ár, segir á heimasíðu Fiskistofu. Vegna júlímánaðar fengu 314 bátar tilkynningu um meðferð máls vegna álagningar vegna ólögmæts sjávarafla. Alls nam álagningin rúmlega átta og hálfri milljón króna sem renna í Verk- efnasjóð sjávarútvegsins. Þetta er um 30% hærri upphæð en lögð var á vegna umframafla í júní. Í sumar hafa 544 bátar stundað strandveiðar. Þeir eru 205 á svæði A frá Arnarstapa í Súðavík, 108 á svæði B Norðurfirði til Grenivíkur, 121 á svæði C frá Húsavík til Djúpavogs, og 123 á svæði D frá Höfn í Borgarnes. Aflinn er kominn í tæp 8.320 tonn en heimilt er að veiða allt að 10.200 tonnum af kvótafiski öðr- um en ufsa. Um 300 tonn af ufsa hafa verið veidd og sett í VS-sjóðinn skv. reglum þar um. Heildarheimildin til að ráðstafa ufsa með þeim hætti er fyrir 700 tonn. aij@mbl.is Greiða 20 milljónir vegna umframafla Smábátar hafa fyrir nokkru hafið makrílveiðar og hafa 37 smábátar landað afla. Aflinn var um miðjan dag í gær orðinn 1.062 tonn. Með millifærslu frá síðasta ári eru afla- heimildir smábáta alls um átta þús- und tonn. Helstu veiðisvæði eru þau sömu og undanfarin ár, þ.e. við Reykjanes, Snæfellsnes og í Stein- grímsfirði, að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands smá- bátaeigenda. Herja ST er aflahæst smábátanna með 105 tonn, en nokkrir bátar eru komnir með yfir 50 tonn. Afli Herju hefur fengist á Steingrímsfirði og verið landað á Hólmavík. Mestu hefur hins vegar verið verið landað í Keflavík, 765 tonnum. „Að sögn sjómanna er makríllinn brellinn, stundum gýs upp veiði og bátarnir fylla sig á örskömmum tíma þess á milli sem menn verða ekki varir klukkutímunum saman,“ segir á vef LS. aij@mbl.is Smábátar komnir með yfir þúsund tonn af makríl Morgunblaðið/Árni Sæberg Vertíð Smábátar búnir til makrílveiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.