Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 *NÝ R HYUNDAI IX35 2.0 CRDI PREMIUM PANORAMA 4x4, dísel, sjálfskiptur – í nokkrum litum, með leðri, glerþaki, leiðsögukerfi, bakkmyndavél o.fl. Verð aðeins kr. 3.990.000 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum *e ft ir ár sb íll fy rs ta sk rá ni ng 8. 20 15 Frammistaða Áskels ArnarKárasonar á Evrópumótiöldunga 65 ára og eldrisem lauk í Drammen í Noregi um síðustu helgi er sú besta sem íslenskur skákmaður hefur náð á þessum vettvangi. Áskell var einn fjögurra sigurvegara mótsins, hlaut 6 ½ vinning af níu mögu- legum ásamt Rússanum Vor- otnikov, Svíanum Renman og Þjóð- verjanum Ackermann en mótsstigin réðu því að andstæð- ingur Áskels í lokaumferðinni, Vor- otnikov, fékk sæmdarheitið Evr- ópumeistari öldunga 65 ára og eldri. Áskell Örn varð annar á stig- um og var sæmdur titlinum alþjó- legur skákmeistari fyrir frammi- stöðuna. Hann er vel að nafnbótinni kominn en meðfram taflmennsku hefur hann sinnt fé- lagsmálum skákhreyfingarinnar áratugum saman og var um skeið forseti Skáksambands Íslands. Jóhannes Björn Lúðvíksson vann sína síðustu skák í lokaumferðinni og náði einnig afbragðs árangri með 5 ½ vinning og varð í 13. – 16. sæti. Hann vann í síðustu umferð og hversu ánægjulegt sem það var fyrir hann persónulega, þá voru ör- laganornirnar samt að spinna sinn myrka vef, því að punkturinn sá tryggði Vorotnikov mikilvægt stig. Eins og fjallað var um um í síðasta pistli þá tefldi Jóhannes Björn við Vorotnikov í 1. umferð. Áskell tefldi af miklu öryggi á mótinu, tefldi rösklega og fékk oft betra út úr byrjuninni. Á Hauga- nesi í grennd við Dalvík, þar sem Baccalá-mótið var haldið í tengslum við Fiskidaginn mikla, fylgdust menn grannt með við- ureign hans við Nonu Gapr- indhasvili, heimsmeistara kvenna frá 1962 til 1978. Mikil spenna og hart barist. Margoft virtist Áskell ætla að sigra en Nona náði ein- hvern veginn alltaf að bægja hætt- unni frá. Eftir ítrekaðar tilraunir varð Áskell að sætta sig við jafn- tefli: EM öldunga 2018; 7. umferð: Nona Gaprindhasvili – Áskell Örn Kárason Kóngsindversk vörn 1. d4 d6 2. c4 e5 3. Rc3 exd4 4. Dxd4 Rc6 5. Dd2 Rf6 6. b3 Be6 7. e4 a5 8. f3 g6 9. Bb2 Bg7 10. Rge2 a4! Hrifsar til sín frumkvæðið en svartur getur opnað a-línuna á hentugu augnabiki. 11. Hd1?! axb3 12. axb3 O-O 13. g3? Hvítur á þegar við mikla liðs- skipunarörðugleika að etja og ekki bætir þessi leikur úr skák. 13. ... Rd7 14. Rb5 Rce5 15. Bxe5 Nona hefur örugglega ekki leikið þessu létt í lund – að gefa svart- reitabiskupinn er nánast dauða- synd í svona stöðum. En ekkert betra bauðst. 15. ... dxe5 16. Rc1 c6 17. Rc3 Db6 18. Ra4 Da7 19. Df2 Da5+ 20. Dd2 Dxd2+ 21. Kxd2 21. ... Hfd8 Tangarsókn kemur úr báðum áttum! 21. ... f5! hefði rústað vörn- um Nonu. 22. Kc3 Bf8 23. Be2 Rc5 24. Hxd8 Hxd8 25. Rd3 Rxa4 26. bxa4 Ha8 27. Hb1 Hxa4 28. Hxb7 Hxc4+ 29. Kd2 f6 30. Bd1 Hd4 31. Kc3 c5 32. Bc2 c4 33. Rf4! Nona er ekki af baki dottin. Nú er orðið erfitt að vinna stöðuna. 33. ...Bf7 34. Rd5 Bxd5 35. exd5 Bh6 36. Hd7 Bd2+ 37. Kb2 Bb4 38. h4 Be1 Bæði hér og leik fyrr átti svartur að leika f6-f5. 39. h5 gxh5 40. Bxh7 Kf8 41. Bg6 c3 42. Kb3 42. ... Hb4+ Smá glenna í lokin, Nona má ekki taka hrókinn vegna 43. ... c2+ og síðan 44. ... c1(D). ) 43. Ka3 Hc4 44. Kb3 Hb4+ 45. Ka3 Hb6 46. d6 c2 47. Bxc2 Bb4 48. Ka4 Hxd6 49. Hxd6 Bxd6 50. Bg6 Kg7 – Jafntefli. Áskell ætlar ekki að láta staðar numið við þetta og mun tefla á HM öldunga sem fram fer í Bled í Slóv- eníu í árslok. Tangarsókn kemur úr báðum áttum Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Morthen Auke. Andstæðingar Nona Gaprindhasvili og Áskell Örn takast í hendur við upp- haf viðureignar sinnar. Laugardaginn 18. ágúst 2018 verður kosið um skipulagstil- lögu fyrir nýjan miðbæ á Selfossi. Það er margt athugavert við tillöguna og hér er bent á nokkur at- riði. 1. Á fyrsta upp- drætti af Selfossi, sem gerður var af Jóni Víðis 1935-36, má sjá að Selfoss er bara nokkur býli. Það er ekki fyrr en með smíði Ölfusárbrúar 1891 að uppbygging byrjar og komst á skrið með stofn- un Mjólkurbús Flóamanna árið 1927 og Kaupfélags Árnesinga árið 1930. Upp úr því fór að myndast fyrsta þorp í sveit á Íslandi. 2. Það fer því vel á því að reisa safn um skyr- og mjólkurfram- leiðslu á Selfossi, því það er ná- tengt sögu staðarins, frekar en að reisa byggingar sem eru eftirlík- ingar af gömlum húsum sem stóðu í öðrum kaupstöðum á Íslandi, þar sem þau eiga sína sögu. Að búa til ímyndaðan gamlan kaupstað má líkja við sögufölsun. 3. Það er í rauninni sérkennilegt að þetta sé til umræðu í Árborg þar sem er einn elsti þéttbýlis- staður landsins, Eyrarbakki. Blómaskeið Eyrarbakka var frá því um miðja 19. öld og fram til 1920. Eyrarbakki hefði getað þróast og stækkað, ef ekki hefði verið fyrir slæma hafnaraðstöðu. Á Eyrarbakka er sagan og þar svífur enn andrúmsloft gamla tímans milli gömlu húsanna. Það væri því miklu nær að styrkja Eyrarbakka og gera sögunni þar hærra undir höfði. Selfoss er aftur á móti ungur bær. Hanna þarf miðbæjarsvæði sem er örvandi fyrir fólk og ýtir undir þörf þess á að uppgötva eitt- hvað nýtt og spennandi. 4. Nútímaborgir eru flestar með marga kjarna og það myndi styrkja Árborg að vera fjölkjarna sveitarfélag þar sem hver kjarni hefði sína sérstöðu. 5. Umræðan um að það þurfi að fylla upp sár í bænum er sérstök, þar sem þetta svæði hefur staðið óbyggt lengi. Að vísu var lítil búð sem stóð við hring- torgið og ekki sást inn á það frá veginum fyrr en hún var rifin. Það er engin ástæða til þess að drífa þetta af núna og byggja bara eitthvað til að loka einhverju sári í bæn- um. 6. Þegar verið er að skipuleggja svæði inni í miðjum bæ þarf að vanda vel til verka. Mikilvægt er að greina einkenni bæjarformsins. Hvernig er skipulaginu háttað á aðliggjandi svæðum og hvað ein- kennir mynstrið sem göturnar, lóðirnar og húsin mynda? Í raun má líkja þessu við bútasaumsteppi þar sem öllu er lokið nema miðj- unni. Miðjan þarf að passa við restina af teppinu. Borgar- formfræðin fjallar ítarlega um þetta og innan hennar er bent á mörg dæmi um vel heppnaðar lausnir. Árið 2006 voru uppi á borði tillögur um að byggja glerháhýsi á þessu svæði. Það var skömmu fyrir hrun en sennilega eru flestir fegnir því í dag að ekki varð af þeim framkvæmdum. Nú höfum við tillögu sem gengur út í öfgar, að vísu í hina áttina, en öfg- ar eru aldrei af því góða. 7. Að lokum þurfum við að spyrja okkur að því hvernig Sel- foss mun þróast í framtíðinni. Nú þegar er fyrirhuguð brú ofar á Ölfusá sem leiðir umferð framhjá bænum en ekki í gegnum Selfoss eins og verið hefur. Ef rýnt er í söguna þá eltir verslunin veginn, og byggðarþróunin í Hveragerði er gott dæmi um það. Væntanlega mun verslun elta samgönguleiðina og flytjast að nýjum þjóðvegi. Byko og Bónus hafa nú þegar fært sig á svæðið þar sem vegtengingin við brúna mun verða. Þar eru verslunarrýmin nýtískuleg og næg bílastæði. 8. Ef fólksfjöldinn á Selfossi hef- ur ekki verið nægur hingað til til að standa undir blómlegum kaffi- húsum og rekstri í heimabyggð þá mun þessi uppbygging ekki verða til þess. Er þá bara verið að byggja þetta svo að ferðamenn geri lykkju á leið sína til að upplifa sýndarveruleika þessa nýja gamla bæjar? 9. Það er fagnaðarefni að íbúar fá að kjósa í dag um breytt aðal- og deiliskipulag og að niðurstaðan verði bindandi fari þátttökuhlut- fallið yfir 29 prósent. Þá er nýtt skref stigið í átt að auknu íbúa- lýðræði á Íslandi. Ég vil í fyrsta lagi hvetja fólk til að fara og nýta atkvæði sitt til að hafa áhrif á þróun umhverfisins sem það býr í. Í öðru lagi vil ég biðja fólk að staldra við og hugsa um þetta út frá stærri myndinni; miðbærinn er andlit bæjarins sem endurspeglar samfélagið og lýsir sögu þess og þróun. Gerir þessi til- laga það? Selfoss í framtíð eða fortíð? Eftir Sigríði Kristjánsdóttur Sigríður Kristjánsdóttir »Endurspeglar skipu- lagstillagan fyrir nýjan miðbæ á Selfossi samfélagið og lýsir sögu þess og þróun? Kosið verður um tillöguna í dag. Höfundur er dósent í skipulagsfræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.