Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég varð fyrst var við Bag-dad Brothers í gegnumsafnplötuna Drullumall 1 sem Listbandalagið post-dreifing gaf út á Bandcamp-vefsíðunni í mars á þessu ári. Hljóðheimurinn í lagi þeirra þar, „Sjálfbær elskhugi“, er kunnuglegur, hin svokallaða C86- stefna í hávegum höfð, „indí“-rokk frá níunda áratugnum sem hafði á að skipa mektarsveitum á borð við Pastels, Primal Scream (fyrri tíma) og Wedding Present, dagskipunin klingjandi melódískt gítarrokk; næmt og viðkæmnislegt með vísun í hetjur eins og Velvet Underground. Sköpun umfram skotsilfur Bagdad Brothers spila svona tónlist, hvort sem þeir gera sér grein fyrir vísuninni eða ekki. Þessi stefna, C86, var áhrifarík og allt fram á þennan dag hefur mel- ódískt neðanjarðarbundið gítarrokk verið nýtt reglubundið, eins og sann- ast á vinum okkar. Ég náði að rekja mig að heilli plötu með Bagdad Brothers, jazz kids summer project (með litlum stöfum að sjálfsögðu), sem kom út síðasta haust. Níu laga plata, einkar áhlýðileg og með áreynslulausan sjarma. Minnir smá á það sem hin stórgóða Nolo var að gera, smá sýrukeimur af þessu einn- ig. Fimm laga stuttskífa kom þá út fyrir stuttu en á henni, sem ber tit- ilinn JÆJA, sigla þeir félagar um svipuð mið en meðlimir eru annars þeir Sigurpáll Viggó Snorrason og Bjarni Daníel Þorvaldsson. Bagdad Brothers eru hluti af neðanjarðarsenu Reykjavíkur eins og hún er í dag (þó að meðlimir komi úr Kópavogi) en áðurnefnd post- dreifing hefur verið dugleg við að halda utan um starfsemina með safnplötum, tónleikahaldi og allra handa útgáfu. Hljómsveitir og tón- dæmi má nálgast í gegnum Band- camp t.d., en post-dreifing er þar með sérstakt setur. Meðlimir lýstu því í útvarps- þættinum Lestinni (RÚV) að þeir hefðu verið í hljómsveitinni Vára, en orðið þreyttir á dimmunni þar yfir og ákveðið að vinna markmiðs- bundið með léttleika og kímnigáfu. Íslenskir kjörgripir eins og Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum hafi þá m.a. verið áhrifavaldur (það heyrist) en Einnig Mannakorn og Brunaliðið, áttunda áratugar sveitir sem nú eru orðnar móðins hjá „hipsterunum“. Í viðtali við Grapevine nefndu þeir svo Ísak Harðarson og Gyrði Elíasson sem innblástur að textum. Bæði í Lestinni og Grapevine lögðu þeir Sigurpáll og Bjarni ríka áherslu á þátt listamannabandalags- ins post-dreifingar í þessu öllu sam- an. Markaðs- og gróðahyggju er þar alfarið neitað (það er von) og hug- sjónirnar fallegar og ríkar. Sena sé í kringum fyrirbærið, sem er opið öll- um og án yfirstjórnar, en þeir fé- lagar sýna talsvert innsæi með því að gera sér grein fyrir elítuhætt- unni, nokkuð sem þeir vilji forðast fyrir alla muni. Hugmyndin sé, í sem skemmstu máli, að búa til annars konar og heilnæmara umhverfi en bransinn á alla jafna að venjast. Út- gangspunkturinn sé ekki sá að selja eða troða sér inn á nýja markaði heldur fyrst og síðast að stuðla að umhverfi þar sem fólk geti skapað. »Klingjandi mel-ódískt gítarrokk; næmt og viðkvæmn- islegt með vísun í hetjur eins og Velvet Und- erground. Bagdad Brot- hers spila svona tónlist, hvort sem þeir gera sér grein fyrir vísuninni eða ekki. Bagdad Brothers Sigurpáll Viggó Snorrason og Bjarni Daníel Þorvaldsson. Bagdad Brothers er nýbylgjusveit sem ger- ir út frá Reykjavík. Tvær plötur liggja nú eftir mannskapinn. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Tónlistarhátíðin New Music for strings (NMFS) hefst á mánudags- kvöld en þemað á hátíðinni er, eins og nafnið gefur til kynna, ný tónlist fyrir strengi. Þrennir tón- leikar verða haldnir, ásamt fjölda af fyrir- lestrum, vinnu- stofum og „mast- erklössum“ sem margir verða opnir almenningi. „Í grunninn er þetta samstarfs- verkefni milli tón- skálda og strengjaleikara. Þetta eru aðallega ný verk,“ segir Þórunn Vala Valdi- marsdóttir, einn af skipuleggjendum NMFS, í samtali við Morgunblaðið. Hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti á Íslandi en hún hefur verið haldin beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og Danmörku, sl. tvö ár. Hátíðin var í síðustu viku haldin í Árósum og Kaupmannahöfn og lýk- ur á morgun. Því mun, að sögn Þór- unnar, fjöldi hæfileikaríkra tónlist- armanna koma beint frá Danmörku. Í þessu samhengi nefnir Þórunn sem dæmi Eugene Drucker, fyrsta fiðluleikara Emerson-strengja- kvartettsins, og hina kínversku Du Yun. „Drucker er að fara að halda „masterklassa“ fyrir fiðlunemendur í Listaháskólanum. Svo er að koma mjög áhugaverð kona, Du Yun, sem er svona múltí- listamaður og Pulitzer-verðlauna- hafi. Hún er með námskeið líka,“ segir Þórunn en Du Yun og Páll Ragnar Pálsson tónskáld munu sam- an halda þrjár vinnustofur í húsnæði Listaháskólans og í Veröld – húsi Vigdísar sem opnar eru almenningi. Þá mun Judy Lockhead, prófessor í tónlistarsögu við Stony Brook Uni- versity, halda fyrirlestur í LHÍ á miðvikudag. Degi síðar heldur japanski fiðlu- leikarinn og tónsmiðurinn Mari Kimura fyrirlestur, einnig í LHÍ. Frítt á lokatónleikana „Fyrstu tónleikarnir verða haldn- ir í Mengi á miðvikudagskvöld. Þeir einblína á einleikstónlist fyrir strengjahljóðfæri. Þar verða t.d. Una Sveinbjarnardóttir, Mari Kim- ura og Borgar Magnason með sín eigin verk. Þar verður alveg glæný tónlist. Næstu tónleikar verða í Hörpu á fimmtudagskvöld klukkan 18. Þeir verða stærri en þar verðum við með strengjasveit og einnig munu Guðný Guðmundsdóttir og Eugene Druck- er spila dúetta eftir Béla Bartok. Einnig verða flutt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Hafliða Hall- grímsson. Svo verður fluttur nýr strengjakvartett eftir Eugene Drucker.“ Lokatónleikar hátíðarinnar verða haldnir í Veröld – húsi Vigdísar á föstudagskvöld. „Þar verður m.a. flutt verk eftir Pál Ragnar Pálsson,“ segir Þórunn. Miða á tónleikana er hægt að nálgast á heimasíðum Mengis og Hörpu en ókeypis verður inn á loka- tónleikana í Veröld. Verðlaunafólk á leið til landsins Emerson-kvartettinn, sem Eug- ene Drucker hefur verið hluti af frá stofnun árið 1976, hefur unnið til níu Grammy-verðlauna, þar af tvisvar fyrir bestu klassísku plötuna. Sjö sinnum hefur kvartettinn hlotið Grammy-verðlaun fyrir besta flutn- ing á kammertónlist. Þá hlaut Du Yun Pulitzer- verðlaunin í fyrra fyrir óperu sína, Angel’s Bone, en Du Yun hefur einn- ig verið þekkt fyrir raddlistir sínar og sviðsframkomu. Ný tónlist fyrir strengi mun óma í Reykjavík í vikunni  Þrennir tónleikar og fjöldi fyrirlestra og „masterklassa“ Fiðla Eugene Drucker, fyrsti fiðlu- leikari í Emerson-kvartettinum. Verðlaunahafi Du Yun fékk í fyrra Pulitzer-verðlaun fyrir óperu sína. Þórunn Vala Valdimarsdóttir Tónskáld Páll Ragnar Pálsson heldur þrjár vinnustofur í vikunni. ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.