Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvalveiðarhafa lengiverið um- deildar í hvaða mynd sem þær hafa verið stund- aðar og umræðan oft orðið hávær. Í hita umræð- unnar hefur rökum af ýmsu tagi verið slengt fram, þar á meðal að álitshnekkirinn yrði slíkur að enginn ferðamaður gæti hugsað sér að stíga fæti á landið væri hvalveiðum haldið til streitu. Þar með væri verið að fórna meiri hagsmunum fyr- ir minni. Ferðamönnum hefur reyndar fjölgað svo um munar og virðast hvalveiðarnar því ekki hafa þau áhrif í þessum efnum sem óttast var. Í þessari umræðu hefur ekki verið deilt um umfangið, heldur hvort veiða eigi hvali yfirhöfuð. Í maí setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Við- reisnar, fram fyrirspurn á Al- þingi til umhverfis- og auð- lindaráðherra um rannsóknir á mengun í Hvalfirði vegna hval- skurðar og vinnslu á lang- reyðum í hvalstöðinni. Svar Guðmundar Inga Guðbrands- sonar barst á miðvikudag og kemur þar fram að það hafi ekki verið gert svo kunnugt sé en ráðherra telji að ástæða væri til þess verði áframhald á hvalveiðum og starfseminni í hvalstöðinni. Ekki er ástæða til að slá þessum þætti svarsins upp, en svar ráðherrans við spurning- unni hvort hvalveiðistefna Ís- lendinga verði endurmetin er öllu forvitnilegra. „Stefna Ís- lands í hvalveiðimálum hefur byggst á því að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins,“ segir í svarinu. „Um- hverfis- og auðlindaráðherra er ekki sannfærður um að um- ræddar veiðar hér við land séu sjálfbærar.“ Þetta er furðulegt innlegg í umræðuna. Umfang hvalveið- anna byggist á stofnmati Haf- rannsóknastofnunar. Í mati hennar frá því í fyrra fyrir tímabil- ið 2018 til 2025 er ráðlagt að árlegar veiðar á langreyði verði ekki meiri en 161 dýr. Í matinu kemur fram að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987 og fjöldinn 2015 í síðustu talning- unni áður en matið var gefið út sá mesti frá því talningar hóf- ust. Samkvæmt leiðréttu mati var fjöldinn þá að segja má með 95% vissu 40.788 lang- reyðar. Almennt er miðað við að veiðar teljist sjálfbærar sé aflmark lægra en 1% af stofn- stærð. Ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar er vel undir því marki. Það er því ekki að furða að Gísli Víkingsson, sjávarlíf- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, telji engan vafa leika á um sjálfbærni hvalveiða Ís- lendinga. Gísli er einn helsti sérfræðingur okkar í hvölum. Í samtali við mbl.is bendir hann á að mikil úttektarvinna liggi að baki hvalveiðikvótum stofn- unarinnar og nefnir bæði vís- indanefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafsspendýra- ráðsins, Nammco. „Þetta er mjög varfærnislegt módel þar sem tekið er tillit til veikustu forsendnanna í hverju tilvelli. Af þeim stofnum sem við veit- um ráðgjöf er þetta með því varfærnislegasta sem við ger- um,“ segir Gísli. Það er því undarlegt að Guð- mundur Ingi skuli hafa efa- semdir um að veiðarnar skuli sjálfbærar. Hann lætur þess í engu getið á hverju hann bygg- ir þetta mat sitt í svarinu, þótt full ástæða hafi verið til fyrst hann er ósannfærður um það sem hingað til hefur verið óum- deilt. Hann hlýtur hins vegar að hafa svör á reiðum höndum, því varla byggir hann efasemd- ir sínar á tilfinningum, eða í það minnsta að láta uppi hvað þurfi til að sannfæra hann. Þótt deilt hafi verið um hvalveiðar hefur ráðgjöf Hafró verið óumdeild} Ósjálfbær sannfæring? Skólakerfið erlykill að því að skapa þjóðfélag þar sem allir eiga jöfn tækifæri í líf- inu. Stundum geta þó útgjöldin verið meiri en foreldrar grunn- skólabarna ráða við. Það getur verið erfitt þegar foreldrar geta ekki veitt börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrarnir búa við. Hjálparstarf kirkjunnar stendur nú fyrir söfnun undir yfirskriftinni Ekkert barn út- undan! Í fyrra var söfnunin notuð til að styrkja 300 börn. Í frásögn af söfnuninni í Morgunblaðinu í gær er rætt við móður sem lýstir því hvernig aðstoðin hafi hjálpað henni að ná endum saman vegna skólagöngu sonar síns. „Ef þessi aðstoð væri ekki til staðar hefði strákurinn minn ekki náð svona langt,“ segir hún. Safnað til að auð- velda skólagöngu}Mikilvæg aðstoð U nnendur frjálsræðis glöddust þegar haft var eftir Katrínu Jak- obsdóttur forsætisráðherra að hún fagnaði hamingjunni og frelsinu. Flokkur hennar hefur aldrei litið á sig sem fulltrúa frjálsræðis heldur þvert á móti forsjárhyggju á flestum sviðum. VG er til dæmis á móti fjölbreytilegu rekstr- arformi í skólum og heilbrigðisþjónustu. Flokk- urinn vill ekki að fólk fái sjálft að ráða því hver hugsar um heilbrigði þess eða menntun og leggur stein í götu vel menntaðra einstaklinga sem vilja opna hér læknastofur. Þá er ekki spurt um getu læknisins eða hag almennings heldur boðað að ríkið eitt skuli leysa allan mannanna vanda. Nú leynist engum að forsætisráðherra er af- ar vel máli farinn og íhugull stjórnmálamaður. Því væri helst að vænta víðsýni úr þeim ranni VG og ekki útilokað að framsækinn pólitíkus af þessum armi stjórn- málanna gæti viljað söðla um, frá forsjá til frelsis. Því mið- ur reyndist þetta tálsýn. Að vísu boðaði ráðherrann að á Alþingi yrði lagt fram og samþykkt frumvarp um „framsækið lagaumhverfi“ vegna þess að Íslendingar hefðu „dregist aftur úr öðrum löndum í Evrópu hvað varðar lagaleg réttindi“. Illu heilli var ráð- herrann þó ekki að boða víðtækt frelsi á öllum sviðum, þjóðfélag þar sem allir einstaklingar fengju að njóta sín án þess að ríkið reisti stöðugt hindranir gegn framtaki þeirra. Ræðan var nefnilega ekki um frelsi og hamingju al- mennt heldur var aðeins rætt um að fólk skyldi hafa jöfn réttindi á öllum sviðum, óháð kynhneigð, kyn- vitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Auðvit- að er frábært að berjast fyrir því sjálfsagða jafnrétti, en ræðan endurspeglar viðhorfið um að á sumum sviðum eigi jafnrétti og frelsi að ríkja, en annars staðar viti ríkið og VG hvað öllum er fyrir bestu. Flokkurinn hefur aldrei viljað frelsi almenn- ings til þess að borða það sem hann vill og svík- ur jafnvel gefin loforð um aukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Flokkurinn hefur aldrei stutt frelsi í sjávarútvegi heldur þvert á móti viljað sérmerkja „kvótapotta“ til valinna hópa. Nú síðast hefur flokkurinn forystu um að lækka gjöld á stórútgerðarmenn. Á leiðtoga- fund NATO, sem í nær sjötíu ár hefur verið brjóstvörn friðar í Evrópu, mættu tveir svarn- ir andstæðingar bandalagsins: Katrín Jak- obsdóttir og Donald Trump. Katrín veit samt vel hver er kjarni málsins, en sér hann bara þröngt: „Það hefur líklega sjaldan verið mikilvægara en nú að standa fast í fætur og taka áfram þátt í að ryðja brautina. Réttindi hafa aldrei fengist án baráttu. Réttindi hafa aldr- ei fengist gefins. Og á síðustu misserum höfum við séð stjórnvöld í ýmsum ríkjum afnema réttindi sem lengi hef- ur verið barist fyrir.“ Mikið væri gaman að fá VG í lið með frelsinu almennt og setja svo á fulla ferð áfram. Benedikt Jóhannesson Pistill Frelsisstríðum lýkur aldrei Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Í búar Árborgar ganga til íbúakosningar í dag um breytingar á aðal- og deili- skipulagi miðbæjar Selfoss með misvísandi upplýsingar um hvernig fylla eigi út kjörseðilinn. Í kynningarbæklingi um íbúa- kosninguna sem dreift var á Árborg- arsvæðinu kemur fram að til þess að kjörseðill teljist gildur þurfi kjós- andi að svara báðum spurningum á kjörseðli og þurfi þar af leiðandi að að taka bæði þátt í atkvæðagreiðslu um deiliskipulag miðbæjar Selfoss og aðalskipulag miðbæjar Selfoss. Á heimasíðu Árborgar hefur nú verið sett leiðrétting þar sem fram kemur að kjósendur þurfi ekki að svara báðum spurningunum til þess að kjörseðill teljist gildur. Kröfðust íbúakosninga Bæjarstjórn Árborgar sam- þykkti á fundi sínum 13. júlí sl. að efna til íbúakosninga um skipulag miðbæjarins á Selfossi eftir að rúm- lega 29% íbúa kröfðust þess. Íbúa- kosningin fer fram í dag í sex kjör- deildum og stendur yfir frá kl. 09.00 til 18.00. Einnig er hægt að kjósa ut- ankjörfundar hjá sýslumönnum. All- ir íbúar Árborgar 18 ára og eldri á kjördag geta tekið þátt í kosning- unum. Ef kjörsókn verður meiri en 29% verður niðurstaða kosninganna bindandi fyrir bæjarstjórn en verði hún minni verða niðurstöður hennar leiðbeinandi fyrir bæjarstjórnina. Helsta breytingin á að- alskipulaginu sem kosið er um er breytt landnotkun við Sigtúnsgarð, fjölgun tenginga úr hringtorgum við Tryggvatorg og breyting á þróun þéttbýliskjarna á miðbæjarsvæði Selfoss. Gert ráð fyrir menningarhúsi Meðal breytinga á deiliskipu- lagi í miðbæ Selfoss sem kosið er um er ný skilgreining á lóðamörkum og að nýbyggingar í miðbænum verði áberandi dráttur í bæjarmynd Sel- foss sem marki jafnframt jaðar mið- bæjarins. Byggingarnar verði vand- aðar í útliti og hafi fjölbreytt yfirbragð hvað varðar form, lögum, hæð og efnisval. Byggingar skuli að- laga sig vel að gróðri og opnu svæði við bæjargarð. Ekki er gert ráð fyrir í nýju deiliskipulagi að hús við Eyrarveg 3, 5 og 7 standi áfram, né Kirkjuvegur 11 og spennistöð. Heimilt verður að byggja menningarhús sem ætlað er að tengja saman starfsemi á miðbæj- arsvæðinu við bæjargarðinn í því skyni að hvetja til aukins mannlífs á svæðinu. 35 metra turn og tvö torg Nýja skipulagið gerir ráð fyrir tveimur torgum sem ætluð eru sem samkomustaður og dvalarsvæði fyr- ir bæjarbúa og gesti. Einnig er gert ráð fyrir 35 m háum útsýnisturni sunnan Tryggvatorgs. Kosið um miðbæjar- skipulag Selfoss í dag Í íbúakosningum um aðal- og deili- skipulag miðbæjar Selfoss verður kosið í sex kjördeildum Kjördeildir eitt til fjögur eru í Vallaskóla á Selfossi. Kjördeild fimm í Barnaskólanum á Eyjarbakka en það er nýr kjör- staður. Kjördeild sex er í Barnaskól- anum á Stokkseyri. Til stóð að bjóða íbúum sem búa „utan ár“ akstur á kjördag ef Ölf- usárbrú yrði lokuð en fram- kvæmdum við brúna lauk fyrr en áætlað var. Akstur verður því ekki í boði á kjördag. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og skráðir eru með lögheimili í Árborg þremur vikum fyrir kjördag. Íslenskir ríkisborg- arar sem hafa þurft að flytja lög- heimili sitt til Norðurlanda vegna ákvæða samnings þeirra um al- mannaskráningu halda kosninga- rétti sínum vegna kosninganna. Íslenskir ríkisborgarar 18 ára og eldri mega kjósa í Árborg ÍBÚAKOSNING Gildandi deiliskipulag Mörk deiliskipulags Ný tillaga Austurvegur Tr yg gv ag at a Vallaskóli Sundhöll Selfoss Eyr ave gu r Kirkjuvegur Tillaga að nýju deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.