Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Samhliðaþví sem meirihlutinn í borg- arstjórn er að missa öll tök á stjórn borgarinnar og rökstuddar að- finnslur við hin aðskiljanlegustu mál vekja furðu og óöryggi meðal borgara og borgarstarfsmanna virðast borgarfulltrúar meirihlut- ans líka vera að missa tökin á sjálf- um sér og hafa látið óvenjulegustu hluti út úr sér að undanförnu.    Þar er ekki aðeins átt við tungu-takið, heldur tunguna sjálfa, sem nú er farið að ota framan í póli- tíska andstæðinga á hitafundum.    Minnihlutanum þótti þettaverra og þar bókuðu ein- hverjir mótmæli við ullinu og flokk- uðu sem dónaskap. Erfitt er að mæla gegn slíkri flokkun ef horft er til almennra samskiptareglna fólks, en þar er þó að vísu aðeins um að ræða óskráðar reglur og þess vegna ekki nema von að ein- hverjum verði hált á svellinu. Úr þessu mætti eflaust bæta með því að skrá óskráðu samskiptaregl- urnar að hætti Pírata.    En stöku ull borgarfulltrúa ersvo sem ekki stórmál þó að það sé ekki heldur uppbyggilegt. Verra er hvernig embættismenn borgarinnar eru farnir að blanda sér í karp meirihluta og minnihluta hjá borginni og senda borgar- fulltrúum minnihlutans aðfinnslur og jafnvel hótanir.    Hvað ætli þingmenn stjórnar-andstöðunnar segðu ef starfs- menn Alþingis færu að taka afstöðu með stjórnarliðum á þingi og setja ofan í við þingmenn stjórnarand- stöðu? Og hvernig yrði opinber um- ræða um svo fjarstæðukennda framgöngu starfsmannanna? Ullið er fjarri því það versta STAKSTEINAR Landsfundur Flokks fólksins verður haldinn helgina 8. – 9. sept. nk. á Center Hotel Plaza Aðalstræti 4, 101 Reykjavík og hefst kl. 13.00. Einungis fullgildir félagsmenn Flokks fólksins eiga þáttökurétt. Skráningu vegna framboða til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn, ásamt skráningu til þáttöku á fundinn lýkur kl. 13.00 þann 5. sept. Skráning fer fram með því að senda vefpóst á flokkurfolksins@ flokkurfolksins.is eða með því að hringja í síma 831 6200 á almennum skrifstofutíma. Nánar auglýst síðar á heimasíðu flokksins. Stjórnin Landsfundur Flokks fólksins www.flokkurfolksins.is | s 831 6200 | flokkurfolksins@flokkurfolksins.is Veður víða um heim 17.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 8 alskýjað Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 11 rigning Ósló 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 19 þrumuveður Helsinki 23 léttskýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Brussel 21 heiðskírt Dublin 16 rigning Glasgow 15 skúrir London 20 léttskýjað París 24 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 19 skýjað Berlín 31 heiðskírt Vín 30 heiðskírt Moskva 21 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Barcelona 20 þrumuveður Mallorca 21 rigning Róm 28 þrumuveður Aþena 29 léttskýjað Winnipeg 8 léttskýjað Montreal 20 alskýjað New York 29 þoka Chicago 22 þoka Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:29 21:35 ÍSAFJÖRÐUR 5:21 21:53 SIGLUFJÖRÐUR 5:04 21:36 DJÚPIVOGUR 4:55 21:08 Dagurinn í dag, 18.08.18, er vinsæll dagur til brúðkaupa í Garðakirkju eins og þeir dagar sem ber upp á dagsetningar þar sem sama talan kemur fram í degi, mánuði og ári, að sögn Snævars Jóns Andréssonar, kirkjuhaldara í Garða- og Vídal- ínskirkju. „Ég held að dagsetningin sé að hluta til gerð fyrir brúðgumana svo að þeir muni betur hvenær þeir giftu sig,“ segir Snævar hlæjandi og bætir við að þrjár giftingar verði í Garða- kirkju og ein í Vídalínskirkju í dag, en meðalfjöldi giftinga er ein til tvær um helgar. Bjarni Jónsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Siðmenntar, segir að 10 veraldlegar giftingar verði á veg- um Siðmenntar í dag. „18.08.18 er vinsæll brúðkaups- dagur eins og á öðrum flottum dag- setningum. Athafnir á vegum Sið- menntar eru margar á sumrin og hefur fjölgað mikið. Það sem af er þessu ári hafa farið fram 214 hjóna- vígslur hjá okkur en þær voru 213 allt árið í fyrra. Æ fleiri Íslendingar gifta sig hjá Siðmennt en fjölgunin er mest hjá erlendum ferða- mönnum,“ segir Bjarni. Jón Konráð Guðbergsson, kirkju- vörður í Hallgrímskirkju, segir að ekki verði brúðkaup í kirkjunni í dag, þar sem Sálmafoss í tengslum við Menningarnótt verði í kirkjunni. Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju í Vestmannaeyjum, segir 18.08.18 vinsælan og tvær giftingarathafnir fari fram í kirkj- unni í dag. „Það er þrælvinsælt að gifta sig 18.08.18. Það verða tvær giftingar í Akureyrarkirkju og ein í Bægisárkirkju í dag,“ segir Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Ak- ureyrarkirkju, sem bætir við að brúðkaup verði einnig í öðrum kirkjum á Akureyri í dag. ge@mbl.is 18.08.18 vinsæll brúðkaupsdagur  10 veraldlegar giftingar hjá Siðmennt í dag  Þrælvinsæl dagsetning til gift- inga á Akureyri  Betra fyrir brúðguma að muna auðveldar dagsetningar Morgunblaðið/Árni Torfason Brúðarterta Mörg pör kjósa eftirminnilegar dagsetningar til að gifta sig. Fjölmörg brúðkaup fara fram í dag með dagsetninguna 18.08.18. Sjónvarpsstöðin Stöð 2 mun senda þættina Kóra Íslands út frá stúdíói RÚV í Efstaleiti en það er í fyrsta sinn sem það er gert. Þættirnir eru framleiddir af Saga Film og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 í vetur. Eva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, segir að ákveðið hafi ver- ið að leigja stúdíó RÚV til að geta sent þættina út beint. RÚV muni þó ekki sjá um útsendinguna heldur einungis fá leigutekjur fyrir að leggja til húsnæðið. „Þeir sjá ekki um útsendingu á þáttunum heldur leigjum við bara húsnæðið þeirra,“ segir Eva og bætir við að aldrei áð- ur hafi önnur sjónvarpsstöð en RÚV sent beint frá Efstaleiti. Um tímabundna lausn sé þó að ræða enda er fyrirtækið með eigið stúdíó í smíðum. „Þeir eru með góða að- stöðu sem við munum nýta á meðan við klárum að gera okkar eigið stúdíó,“segir Eva. Þetta er í annað sinn sem Kórar Íslands verða á dagskrá Stöðvar 2 en þeir voru einnig sýndir síðasta vetur. Þá voru þættirnir teknir upp í stúdíói í Ásbrú í Keflavík. Spurð hvers vegna ekki hafi verið notast við sama stúdíó í ár segir Eva það ekki hafa staðið til boða. „Þetta stúdíó er ekki lengur til og af þeim sökum þurftum við að finna nýja lausn. Líkt og ég sagði áður mun þetta leysa vandann þar til stúdíóið okkar verður tilbúið,“ segir Eva. ar- onthordur@mbl.is Stöð 2 með beina út- sendingu frá Efstaleiti  Stúdíó RÚV notað fyrir Kóra Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.