Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 39
inörum í kennimannlegri guðfræði um þriggja mánaða skeið við Lut- heran Seminary, St. Paul, Minne- sota, í Bandaríkjunum og var við nám í trúarlífssálfræði í Uppsölum í Svíþjóð 1997-98. Tómas tók prestsvígslu 30.6. 1968 og var sóknarprestur í Norðfjarð- arprestakalli 1968-71, Sauðárkróks- prestakalli 1971-76 og Háteigs- prestakalli í Reykjavík 1976-2013. Tómas! Þú lagðir áherslu á kyrrð- arbænir og kristilega íhugun með söfnuði þínum. Þessi þáttur safn- aðarstarfs hefur ekki verið áberandi hér á landi, er það? „Nei, en hann er samt hefðbund- inn og mikilvægur þáttur kristins trúarlífs. Sumum hentar þessi nálg- un við guðdóminn en öðrum ekki. Við vorum með svo kölluð Taizé- kvöld í Háteigskirkju í hverri viku. Þar var lesið upp úr ritningunni, farið með kyrrðarbænir, sungnir íhugunarsöngvar, sem byggjast á léttum laglínum og endurteknum texta, og leitað eftir kyrrð og ró í þögninni. Orðið Taizé er dregið af þorpi í Frakklandi. Þar hefur verið starf- rækt kristilegt bræðrasamfélag, menn frá mismunandi kirkjudeild- um, til að sýna fram á að ólíkar trúarskoðanir geta lifað undir sama þaki. Íhugun og íhugunarsöngv- arnir, sem þaðan eru sprottnir, eru hluti af sáttargerðarferlinu milli einstaklinga, sem greinir á í skoð- unum.“ Fjölskylda Tómas kvæntist 15.11. 1969, Unni Önnu Halldórsdóttur, f. 1.11. 1942, djákna og leikskólakennara. For- eldrar hennar: Halldór Sigurðsson, f. 27.8. 1893, d. 30.11. 1981, beykir, og k.h., Kristólína Þorleifsdóttir, f. 12.9. 1898, d. 21.3.1962, húsfreyja. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Tómasar og Unnar eru 1) Kristín Þórunn, f. 16.11. 1970, prest- ur í Genf í Sviss en maður hennar er Árni Svanur Daníelsson, yfirmaður samskipta- og upplýsingasviðs Lút- erska heimssambandsins í Genf og eiga þau sex börn; 2) Dagný Halla, f. 23.3. 1972, skrifstofustjóri á Flæð- issviði LHS í Fossvogi, búsett í Reykjavík en maður hennar er Gunnar Páll Jónsson, deildarstjóri hjá Actavis og eiga þau þrjú börn; 3) Sveinn Bjarki, f. 19.11. 1975, deild- arstjóri við Melaskólann, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Unnur Helgadóttir, hárgreiðslumeistari á Papillu og eiga þau þrjú börn; 4) Gunnfríður Katrín, f. 15.11. 1983, nemi í LHÍ, búsett í Reykjavík en maður hennar er Ólafur Bjartmar Jónsson, nemi í vélstjórn við Tækni- skólann, og 5) Jóhannes Þorkell, f. 5.2.1986, tölvunarfræðingur hjá Advania, búsettur í Reykjavík. Bróðir Tómasar er Hreinn Sveinsson, f. 13.4. 1938, fyrrv. skatt- stjóri á Hellu, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Tómasar: Sveinn Jóns- son, f. 10.7. 1899, d. 27.5. 1980, verk- stjóri hjá Hafnarmálastofnun í Reykjavík, og k.h., Jónasína Tóm- asdóttir, f. 5.6. 1913, d. 20.10. 1994, húsfreyja. Þau bjuggu í Reykjavík. Úr frændgarði Tómasar Sveinssonar Tómas Sveinsson Sigríður Guðrún Þorláksdóttir húsfr. í Ósbrekku, Lónkoti og víðar Þorkell Dagsson b. í Ósbrekku í Ólafsfirði, Lónkoti og víðar Ólöf Sigfríður Þorkelsdóttir húsfr. á Miðhóli og Hofsósi Tómas Jónasson oddviti á Miðhóli í Sléttuhlíð, síðar kaupfélagsstj. á Hofsósi Jónasína Tómasdóttir húsfreyja í Rvík Guðrún Tómasdóttir lengst af húsfr. á Miðhóli í Sléttuhlíð Jónas Árnason b. í Beingarði í Hegranesi Hreinn Sveinsson fv. skattstj. á Hellu, nú í Rvík Margrét Tómasdóttir fv. bókari í Rvík Ólöf S. Jóhannsdóttir kennari og ritar í Rvík Björg Tómasdóttir kennari og húsfr. í Rvík og í Hlíð í Grafningi Tómas Gunnarsson hrl. Ebba Guðrún B. Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Skúli Sigurður Ólafsson pr. í Neskirkju Tómas Sigurðsson rafeindaverkfr. í Rvík Sigurður Tómasson kaupfélagsstj. á Siglufirði og framkv.stj. í Rvík Oddur Jónsson útvegsb. í Prests- húsum í Garði Sigrún Oddsdóttir húsfr. í Garði Jón Hjálmarsson forstöðum. Íþrótta- miðstöðvarinnar í Garði og í Sandgerði Ásgeir Magnús Hjálmarsson skipstj. og útgerðarm. í Garði og síðar forstöðum. Byggðasafnsins á Garðskaga Ragnheiður Hjálmarsdóttir kennari á Akranesi Sóley Oddsdóttir úsfr. í Keflavíkh Oddur Sæmundsson skipstj. og stórútgerðarm. í Keflavík Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Núpi undir Eyjafjöllum Ólafur Jónsson b. á Núpi undir Eyjafjöllum, bróðursonur Þorsteins, afa Jóhannesar Kjarval Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Keldunúpi á Síðu Jón Jónasson b. á Keldunúpi á Síðu Þuríður Jónsdóttir húsfreyja á Þykkvabæ syðri og víðar Jónas Oddsson b. í Þykkvabæ syðri og víðar, bróðursonur Þórunnar, ömmu Jóhannesar Kjarval listmálara Sveinn Jónsson verkstj. í Rvík ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Fallegar vörur fyrir falleg heimili Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Ágúst Einarsson fæddist íReykjavík 18.8. 1949 og ólstþar upp í Vesturbænum. Foreldrar hans voru Einar Gunnar Guðmundsson, aðalgjaldkeri og k.h., Margrét Sigríður Ágústsdóttur hús- freyja. Eftirlifandi eiginkona Ágústs er Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, sagnfræðingur og framhaldsskóla- kennari. Fyrri kona Ágústs var Eva Hreinsdóttir viðskiptafræðingur. Sonur Ágústs og Evu er Hreinn kerfisfræðingur, en sonur Ágústs og Guðríðar Jóhannesdóttur er Jó- hannes, kaupmaður í Tólf tónum. Fósturdóttir Ágústs er Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo Model. Ágúst lauk stúdentsprófi frá MR 1969 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1973. Hann var fulltrúi fram- kvæmdastjóra LÍÚ um árabil, var forstjóri Lýsis hf. í Reykjavík og jafnframt framkvæmdastjóri dótt- urfélaga þess, Lýsis og mjöls hf. og Hydrols hf. Hann varð síðar for- stjóri Stálsmiðjunnar hf. í Reykja- vík. Ágúst sat í fjölda nefnda um ýmis málefni sjávarútvegsins sem fulltrúi LÍÚ og kom m.a. að samninga- viðræðum vegna fiskveiðideilunnar 1974. Hann var um skeið varafor- maður Félags viðskiptafræðinga, sat í verðlagsráði sjávarútvegsins í rúm- an áratug, í stjórn aflatryggingar- sjóðs sjávarútvegsins og stjórn Sam- ábyrgðar Íslands á fiskiskipum. Hann sat í sambandsstjórn Vinnu- veitendasambands Íslands, Félags íslenskra iðnrekenda, Samtaka iðn- aðarins, í stjórn Verslunarráðs Ís- lands og í stjórn landsnefndar Al- þjóða verslunarráðsins. Ágúst var stjórnarformaður Björgunar hf. um árabil, stjórnar- formaður Faxamjöls hf., Tækniþró- unar hf. og Stálverktaks hf. og sat í stjórnum ýmissa annarra fyrir- tækja, s.s. Olís hf., Lifrarbræðslu ÁB ehf. í Grindavík, Tólf tóna, Nor- dic Photos og Eskimo Model. Ágúst lést 24.12. 2011. Merkir Íslendingar Ágúst Einarsson Laugardagur 102 ára Stefán Þorleifsson 90 ára Sverrir Gunnarsson 85 ára Atli Pálsson Erla Hlín Hjálmarsdóttir Hilmar Jónsson Ingibjörg Pálsdóttir Jóna H. Pétursdóttir Leifur Jónsson 80 ára Hróbjartur Hróbjartsson Sigurjón Hannesson Sverrir Valdimarsson 75 ára Ásdís Sigurborg Jónsdóttir Bjarni Guðmundsson Gréta K. Guðvarðardóttir Kristján Ingólfsson Kristján Kristjánsson 70 ára Árni Gunnarsson Erna Guðlaugsdóttir Erna Nilssen Hallgrímur Hróðmarsson Helga Rós Jóhannesdóttir Hermann H. Huijbens Ida Ellertsson Sveinsdóttir Lára Berndsen Margrét Guðmundsdóttir Nanna S. Jóhannsdóttir Sigurður K. Lúðvíksson Sigurlaug Stefánsdóttir Stella Petra Hálfdánardóttir Sævar Ingi Jónsson 60 ára Arnór Guðmundsson Guðmundur Magnússon Guðrún Kristmannsdóttir Gunnar Már Antonsson Halla Snorradóttir Hallfríður Jóna Hauksdóttir Ingibjörg Á. Magnúsdóttir Sigurður Viðar Ottesen Svava Helgadóttir Valdimar S. Hólmsteinsson 50 ára Danuta Bradtke Guðlaugur Már Unnarsson Sigurlína H. Steinarsdóttir Þórir Kristjánsson 40 ára Benedikt Bjarnason Bryndís Ásta Bragadóttir César A. Matias Pereira Egill Örn Egilsson Elena Einisdóttir Eyþór Guðmundsson Filippa Guðmundsdóttir Gunnar Páll Pálsson Jacek Slawomir Smetek Jóhann S. Þorsteinsson Jóhann Ævar Grímsson Karl Axel Kristjánsson Michael Gottschlich Sigríður I. Kristmannsdóttir 30 ára Adda María Ólafsdóttir Auður Elva Vignisdóttir Ása Rut Garðarsdóttir Ásgeir Erlendsson Dagný Ósk Ragnarsdóttir Gunnsteinn Finnsson Haraldur Þórir Hugosson Henný Úlfarsdóttir Ingibjörg H. Arnþórsdóttir Iryna Holubova Urubkova James Björn Watkins Joao L.L.B.C. Esteves Jón Atli Hermannsson Katrín Kristjánsdóttir Pawel Madejski Róbert Sveinn Lárusson Sóley B. Guðmundsdóttir Urszula Kosiak Sunnudagur 95 ára Hildur Hermannsdóttir 90 ára Guðrún Sigurmundardóttir Ragna G. Ragnarsdóttir 85 ára Anna Benónýsdóttir Jósef Hilmar Gunnlaugsson Kristín Halldórsdóttir María Guðmundsdóttir Örlygur Þór Helgason 80 ára Finnbogi Jónsson Gréta Óskarsdóttir Guðjón Guðmundsson Kristján Pétursson 75 ára Aake Olof Johansson Bára Margrét Eiríksdóttir Elsa Björk Kjartansdóttir Gestur A. Bjarnason Guðmundur Þ. Tulinius Jórunn Sörensen Rögnvaldur Gíslason Þórunn Ólafsdóttir 70 ára Bjarndís Markúsdóttir Björn Friðþjófsson Guðmundur Karl Ólafsson Margrét J. Stefánsdóttir Pétur Mogens Lúðvíksson Sturlaugur Albertsson 60 ára Anna Margrét Carteciano Blængur Elfar Alfreðsson Edda G. Ríkharðsdóttir Esther Hjálmarsdóttir Guðlaugur Gunnarsson Gunnhildur Knútsdóttir Mariska van der Meer Sveinn Tómasson 50 ára Bjarni Ólafur Birkisson Dirk Schulte-Kellinghaus Friðbjörn Jónsson Inga Ósk Ásgeirsdóttir María Ósk Haraldsdóttir Markús H. Pétursson Óvína A. Margrét Orradóttir Ragnheiður Eðvarðsdóttir Trausti Sigurgeirsson Véný Xu Þórdís Guðmundsdóttir 40 ára Eygló Sigurðardóttir Finnur Þór Gunnlaugsson Grzegorz S. Wlodarczyk Guðfinnur G. Sigurvinsson Guðjón Þór Ólafsson María Jónsdóttir Ragnar Örn Möller Ragnhildur Pétursdóttir Sina Lauche Sólveig M. Kjartansdóttir 30 ára Árni Magnússon Brynjar Birgisson Elísabet Rós Kolbeinsdóttir Hildur Jónsdóttir Hilmar Ævar Hilmarsson Jakob Valby Unnarsson Katrín Helga Guðjónsdóttir Matsupha Brynjulfsson Ómar Berg Rúnarsson Rebekka Blöndal Róbert Mikael Gunnarsson Sigurrós Jónsdóttir Skarphéðinn F. Kjartansson Sólveig Hauksdóttir Sólveig Rut Magnúsdóttir Stefán Már Thorarensen Þór Líni Sævarsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.