Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum 18. ágúst 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 107.8 108.32 108.06 Sterlingspund 136.95 137.61 137.28 Kanadadalur 81.91 82.39 82.15 Dönsk króna 16.444 16.54 16.492 Norsk króna 12.673 12.747 12.71 Sænsk króna 11.704 11.772 11.738 Svissn. franki 108.11 108.71 108.41 Japanskt jen 0.9746 0.9804 0.9775 SDR 149.47 150.37 149.92 Evra 122.66 123.34 123.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.1714 Hrávöruverð Gull 1179.65 ($/únsa) Ál 1993.5 ($/tonn) LME Hráolía 70.65 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagnaður Landsvirkjunar var 54,5 milljónir bandaríkjadala, jafngildi 5,8 milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn er 37,3% meiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Rekstrar- tekjur námu jafngildi 28,6 milljarða og hækkuðu um 16,0% á milli ára. Haft er eftir Herði Arnarsyni forstjóra í tilkynn- ingu að þetta sé tekjuhæsti árshelm- ingur í sögu fyrirtækisins, meðal ann- ars vegna aukinnar orkusölu og hækkandi álverðs. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta var 21 milljarður króna og var EBITDA-hlutfall 73,4% af tekjum. Hagnaður Landsvirkj- unar jókst um 37% STUTT WOW air væri fullfjármagnað út ár- ið 2019. Tvær vélar frá 2017, báðar af gerð A321-200, eru í eigu fjárfestinga- félagsins Jin Shan 20 Ireland Comp- any Limited. Samkvæmt vefsíðu Bloomberg sérhæfir félagið sig í fjárfestingum meðal annars í hrá- vörusamningum og öðrum áhættu- fjárfestingum. Jessica Leasing DAC, skráð á Ír- landi, á tvær vélar af gerðinni A320- 200 og starfar félagið á sviði sér- hæfðra fjárfestinga samkvæmt Bloomberg. Fjórar í eigu félaga á Bermúda CIT Aerospace International frá Írlandi á tvær vélar af gerð A330- 300 sem framleiddar voru 2015. Eru það breiðþotur sem taka 350 far- þega hvor samkvæmt loftfaraskrá. Starfar félagið á sviði flugvélafjár- mögnunar og útleigu. Sky High IV Leasing Designated Activity Comp- any frá Írlandi á eina vél af gerð A330-300 og tekur hún 336 farþega. Skyway Bermuda Limited á tvær vélar af gerðinni A321-200 sem skráðar eru á Bermúda. Rosewind Bermuda Limited á tvær vélar af gerðinni A321-200 sem skráðar eru á Bermúda. Ungverskur milljarðamær- ingur leigir WOW sjö vélar Skráðir eigendur flugvéla WOW air Heimild: Samgöngustofa ****Alls sjö félög sem heita ALC A320 7560, LLC, ALC A321 7127, LLC, ALC A321 7237, LLC, ALC A321 7433 LLC, ALC A321 7650, LLC, ALC A321 7694, LLC og ALC A321 8085, LLC  Átta félög skráð í Bandaríkjunum, Írlandi og Bermúda eiga vélar WOW air BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Flugfélagið WOW air er með allan flugflota sinn á leigu eins og fram hefur komið í fréttum. Flugvélarnar eru 20 talsins og eru þær flestar í eigu félaga sem sérhæfa sig í flug- vélafjármögnun og útleigu. Sam- kvæmt upplýsingum úr loftfaraskrá, sem haldið er utan um af Sam- göngustofu, er flugvélaflotinn í heild sinni leigður út til WOW air af átta félögum. ALC á sjö vélar Stærstan hluta á Air Lease Cor- poration (ALC) sem á sjö vélar, en stofnandi þess og starfandi stjórn- arformaður er hinn ungverskættaði Steven Udvar-Házy, sem nánar er greint frá hér á síðunni. ALC á fjór- ar af átta nýjustu vélum í flugvéla- flota WOW air. Þrjár þeirra voru framleiddar árið 2017 en ein árið 2018. Þrjár þeirra eru af gerð Air- bus 321-200 og taka 200-220 farþega en ein af gerð Airbus 320-200, sem tekur 180 farþega að því er fram kemur í loftfaraskrá. Sjö af átta eignarhaldsfélögum ALC sem eiga vélarnar eru skráð í Delaware í Bandaríkjunum en eitt þeirra er skráð í Los Angeles. Írskir eigendur níu véla Eigendur níu af þeim 20 flugvél- um sem WOW air er með á leigu eru með félög sín skráð á Írlandi. Sky Aircraft A8104 Limited, sem er í eigu Sky Leasing, sem skráð er á Ír- landi, á tvær af þremur nýjustu þot- um WOW Air, Airbus 321-200, sem framleiddar voru árið 2018. British Airways, Emirates og Delta eru á meðal þeirra flugfélaga sem leigja af Sky Leasing. Í tilkynningu frá WOW air frá því í nóvember á síð- asta ári, þegar greint var frá endur- leigusamningi við Sky Leasing um þessar tvær vélar, kom fram að ● Liv Bergþórs- dóttir hefur ákveðið að láta af starfi for- stjóra Nova og tekur Margrét B. Tryggva- dóttir við starfinu. Margrét var áður aðstoðarforstjóri Nova og hefur verið einn af lykilstjórn- endum fyrirtækisins allt frá stofnun fyrir tólf árum. Margrét hefur tæplega tuttugu ára reynslu sem stjórnandi í fjarskiptageiranum en áður en hún kom að stofnun Nova starfaði hún meðal annars fyrir Tal og Vodafone. Liv mun verða nýjum forstjóra innan handar á næstu mánuðum en segist í samtali við mbl.is ekki vera búin að ráða sig í annað starf. Margrét tekur við af Liv sem forstjóri Nova Margrét Tryggvadóttir ● Verslunarfyrir- tækið S4S ehf. sem meðal annars rekur fjölda skóverslana, netverslana og verslunina Ell- ingsen, hagnaðist um liðlega 102 milljónir króna á síðasta ári. Það er um 57 milljónum króna minni hagnaður en árið á undan. Rekstrartekjur á árinu 2017 námu liðlega tveimur milljörðum króna og jukust um 6% á milli ára. Umtalsverður kostnaðarauki var á milli ára, einkum í launakostnaði sem jókst um 88 millj- ónir, eða 22%. Ellingsen er fært sem dótturfélag S4S og var hlutdeild í af- komu verslunarinnar neikvæð um 4,6 milljónir. Eignir S4S námu 1,3 milljörðum króna um áramótin og eigið fé var 580 milljónir króna. Meðal verslana S4S eru Steinar Waage, Ecco, Skechers og Kaupfélagið, auk skor.is og air.is. Stærstu eigendur félagsins eru Pétur Þór Halldósson og Sjávarsýn, í eigu Bjarna Ármannssonar, með 40% hlut hvor. Hermann Helgason og Georg Kristjánsson eiga svo 10% hvor. S4S hagnaðist um 102 milljónir króna í fyrra Skór S4S á m.a. Steinar Waage. Steven Udvar-Házy er 572. ríkasti maður heims sam- kvæmt lista Forbes sem metur eignir hans á fjóra millj- arða bandaríkjadala, rúmlega 430 milljarða íslenskra króna. Er hann stofnandi og starfandi stjórnarformaður ALC sem leigir WOW air sjö farþegaþotur og er hermt að Skúli Mogensen, eigandi flugfélagsins, hafi komið sér í góðan kunningsskap við Házy. Hann fæddist í Ungverja- landi árið 1946 og flutti til Bandaríkjanna 1958. Hann stofnaði ALC árið 2010, sem sett var á markað árið 2011 og er fyrirtækið næststærsta flugvélaleigufélag í heimi. Sjálfur er Házy með 35 ára reynslu af því að fljúga og hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín í geiranum. Á eignir metnar á 430 milljarða STEVEN UDVAR-HÁZY Steven Udvar-Házy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.