Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 með einkennandi glottið sitt og blikið í augunum. Auðvitað gerð- um við það og skáluðum í súkku- laðisjeik niðri á höfn áður en við hjóluðum heim. Einar ræktaði samband sitt vel við vini og fjölskyldu, hann notaði hvert tilefni til að hóa sam- an sínu fólki, eða einfaldlega bjó tilefnin til. Ég er honum þakklát fyrir ótrúlega margt en þakklátust er ég fyrir einmitt það, hans hlut í þessari góðu og nánu stórfjöl- skyldu sem hefur reynst mér svo vel. Elsku Einar, ég á eftir að sakna þín, það verður skrýtið að fara á skíði í vetur eða í Leiru- fjörð næsta sumar án þín. Það mun hjálpa að eiga nóg af minn- ingum til að rifja upp og sögur til að segja barnabörnunum þínum af afa Einari. Arna Sigríður Albertsdóttir. Lífið er eins og veðrið. Það snjóar. Það rignir. Kemur þoka. Það kemur sól og logn. Svo hvessir. Verður rok. Stöku sinn- um ofsaveður. Fréttin af andláti þínu var ofsaveður. Svo óvænt og svo óvægið. Slær mann niður og maður hniprar sig saman. Gang- an okkar frændanna saman er búin að vara frá því í æsku. Við vorum alltaf saman í sveitinni hjá ömmu og afa í Bæjum í barnæsku á sumrin. Síðan vinnumenn hjá Palla og Önnu. Eftir að við hætt- um vinnumennskunni komum við alltaf saman í leitir í Bæi ásamt fjölda fólks. Smöluðum saman Jökulfirði og Kaldalón. Eftir að við byrjum að búa í Hafnardal komst þú og frændur okkar í leit- ir til okkar líka. Elsku vinur, þegar við hitt- umst öll fyrir mánuði í giftingu Indriða og Svölu áttum við svo dásamlega stund saman. Ykkur smölunum úr sveitinni var raðað saman við eitt borð og koníaks- flaskan sett á borðið eins og var í sveitinni og fengið sér í tappa. Þessi kvöldstund var yndisleg. Minnti á ótal stundir heima í Hafnardal og Nauteyri í smala- mennskum. Stundir sem eru ógleymanlegar þegar þið frænd- urnir komu til okkar í heila viku á hverju hausti. Þá var smalað tvær helgar og í miðri viku vasast í fé. Slátrað og féð vigtað. Farið í pottinn á kvöldin og glaðst sam- an.. Það var alltaf tómlegt þegar þið fóruð og við urðum eftir tvö. En vinátta ykkar frændanna sem og tryggð ykkar við okkur var ómetanleg og við hefðum aldrei getað þetta án ykkar hjálpar. Svo hættum við að búa og fluttum suður og þótt við byggjum öll á sama svæðinu hittumst við ekki oft en samt var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þannig var þessi stund. Þegar við heyrðum í þér tveimur dögum áður en þú yfirgafst okkur var það til að full- vissa okkur um að við myndum hittast nokkrum dögum seinna þegar þú kæmir úr fjörðunum og við vestur. Við áttum ekki von á að við myndum hittast í kirkjunni yfir kistunni þinni næst. En svona er lífið stundum óútreiknanlegt. Elsku vinur, takk fyrir samfylgdina og alla hjálpina í þessu lífi og við eigum eftir að sakna þín mikið. Mjög mikið. Elsku Hanna Rósa, Inga Ósk og Eydís Eva. Ykkar missir er mikill og við samhryggjumst ykkur af öllu hjarta. Reynir og Lóa. Þegar ég heyri góðs manns getið þá mun ég minnast stóra bróður, Einars Rósa. Orðalaust var hann alltaf til staðar, tilbúinn að aðstoða, orða- laus, fumlaus og athugull, hæg- látur með stórt hjarta. Orðalaust er hann einnig farinn, hann kvaddi í sveitinni sinni enda var Einar Rósi sveitamaður. Fyrst var hann í sveitinni sinni í Bæjum hjá föðurfólkinu sínu og síðan á Dynjanda í Leirufirði þar sem við Albert, Einar Rósi og fjölskyldur byggðum upp sælureit. Einar var stoltastur okkar allra af þessu af- reki, fallegt hús á einstökum stað, byggt með stóru brosi. Húsbygg- ingin og samverustundir okkar þar hafa sameinað fjölskyldur okkar órjúfanlegum böndum. Þessara stunda eigum við eftir að minnast með gleði og þakklæti. Á pallinum klukkan fimm; hans staður, hans stund og lífið er núna. Þetta kennir okkur að njóta. Njóta hvert annars, njóta stundarinnar og muna að allar okkar ákvarðanir eru réttar á þeirri stundu sem þær eru tekn- ar. Einar Rósi var glaður og sátt- ur, hann var á sínum rétta stað í lífinu og naut þess að ferðast, dansa og vera með barnabörnun- um. Einar Rósi var svo margt og gat allt og gerði allt. Hann var sjóari og hann var sveitó, leið best í litríkum ferðafötum. Hann var góður skíðamaður, ratvís með eindæmum og fór fyrir hópnum. Fólk treysti á innsæi hans og fylgdi þessum rólega en ákveðna manni. Einar Rósi var líka mat- maður, verkaði sviðin fyrir sviða- messur og sauð skötu fyrir stór- fjölskylduna. En í okkar huga eru kótelettukvöldin í skíðaferðunum á Akureyri uppáhalds, nóg af rabarbarasultu og grænum baun- um, þetta var hans matur og hann bauð, og bauð vel. Koníak í eftirmat yfir notalegu spjalli, spilaður staur og hann sakaður um svindl og hann glotti. Takk Einar Rósi að þurfa ekki að nota orðin þín til að segja hve vænt þér þótti um okkur. Móðir hans, börn og barnabörn hafa misst mikið, stóran mann og traustan, klettinn sem sá um sína. Minning hans verður ljós í lífi okkar. Góða ferð já það er allt og síðan bros, því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér góða ferð, vertu sæll já góða ferð. (Jónas Friðrik) Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku besti. Lydía Ósk, Kristján, Lydía Hrönn og Iðunn Rún. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I. Korintubréf 13:13) Fallegur og sólríkur laugar- dagurinn rennur upp og Einar Rósinkar Óskarsson, fyrrverandi mágur minn, fer í gönguferð með fjölskyldu sinni norður í Leir- ufirði. Það reyndist hans síðasta gönguferð í þessu jarðneska lífi. Ég kynntist Einari fyrst þegar hann og systir mín byrjuðu að búa saman. Einar var ekki maður margra orða en hann var heil- lyndur og traustur maður til orðs og æðis. Ég varð aldrei var við að honum félli illt orð til nokkurs manns og það mátti alltaf treysta því að það sem hann sagði stæð- ist. Það sem var þó eftirtektar- verðast var það af hversu miklum kærleika og umhyggjusemi hann sinnti dætrum sínum. Þær hafa misst mikið og sakna hans sárt. Það er margs að minnast og þar á meðal ferðanna með honum í sumarbústaðinn í Hvammi í Leirufirði. Það var lærdómsríkt og um leið skemmtilegt að vera með honum þar. Við fórum í gönguferðir um nágrenni Dynj- anda og bátsferðir í næstu firði. Þá var tíminn einnig nýttur til að lesa með honum Grunnvíkinga- bækurnar en síðast en ekki síst var það spjallið og nærvera hans sem gaf ferðunum mest gildi. Leirufjörðurinn var sá staður sem hann hafði tekið mestu ást- fóstri við enda átti hann uppruna sinn að rekja þangað. Þar vildi hann helst vera og þar deyr hann. Að lifa er að elska, allt hitt er dauði, og allt sem lifir er fætt af ástinni, því veröldin er sköpun hennar. Það er hún sem vakti aflið, sem stjórnar viti og vilja mannsins og vefur örlagaþræði lífsins. Það er hún sem gerir veröldina fagra, því að hún er brosið á rúbínvörum kvöldsins og ljós hinnar ódauðlegu gleði í augum morgunsins. Að lifa er að elska, og sá sem einhver elskar getur aldrei dáið. (Gunnar Dal) Góður drengur er genginn. Einar var elskaður og hans er sárt saknað af ástvinum. Hann lifir samt áfram í hug og hjarta ættingja og vina. Blessuð sé minning hans. Emil Ingi Emilsson. Demantar þurfa ekkert að segja því þeir eru harðastir og fallegastir. Fyrir 25 árum síðan fór ég í mína fyrstu smala- mennsku upp á Hafnardalsfjall og þá varst þú á sama aldri og ég er núna á. Ég var látinn bíða uppi á „Leiðindatindi“ í heila öld eftir ykkur og átti að leggja af stað niður í gil þegar ég sá þig. Við vorum saman í gilinu í 10 ár og áttum alltaf heilaga stund saman við að drekka kókómjólkina og borða kleinurnar, á meðan við biðum eftir hinum smölunum að komast í beina línu við okkur. Þú sást alveg um mig þarna, ef ég kláraði þrúgusykurinn röltir þú til mín og gafst mér meira af hon- um. Þú kallaðir mig alltaf stígvél- aða köttinn því ég átti bara stíg- vél en enga skó á fjallið, það var reyndar það eina sem þú sagðir við mig í nokkur ár. Þú sagðir ekki mikið í orðum, þið kallarnir segið ekki mikið í orðum yfir höf- uð, en hlýjan í augunum, brosið og faðmlögin frá ykkur þegar við hittumst voru og eru það dýr- mætasta í tilverunni. Ég trúi ekki að þú sért farinn, við vorum sam- an á borði með hinum smölunum í giftingunni hans Indriða bara fyrir fjórum vikum. Þú sást um að allir sem vildu fengju koníak- stappa við borðið. Mér fannst glatað að missa ömmu í vikunni en alveg skelfilegt, hryllilegt og ömurlegt að missa þig í fram- haldinu. Ég öskraði af sársauka að heyra þetta og ég hef grátið þig hvern dag þegar þetta er rit- að. Þetta er allt of snemmt og þetta finnst mér ógeðslega ósanngjarnt. Ég vann eitt sumar í Samskipum og hittumst við reglulega í mötuneytinu og á planinu, það var svona stund þar sem við stóðum saman, heilsuð- umst, sögðum lítið, röltum í ró- legheitum í smá stund og kvödd- umst, tilveran með þér var dýrmæt og stundirnar líka. Inga Ósk sagði við mig að þú hefðir verið montinn þegar ég var í Samskipum á sama stað og þú, ég var líka glaður að hafa þig ná- lægt. Mér var boðið í pizzu heim til ykkar en Inga sagði að þú hefðir átt hugmyndina að bjóða mér. Ég er að skrifa þetta til þín og ég get ekki hætt að gráta. Hug- urinn minn er hjá Hönnu Rósu, Ingu Ósk, Eydísi Evu og öllu fólkinu okkar í stórfjölskyldunni frá Dynjanda í Jökulfjörðum. Þú varst demantur, frændi minn, hvíldu í friði. Páll Jens Reynisson. Þeir eru búnir að vera skrítnir dagarnir eftir að Einar Rósi frændi okkar og vinur fór svona óvænt og skyndilega. Einar hefur verið hluti af lífi okkar bræðra frá því að við fyrst munum eftir okkur enda bjó hann okkar uppvaxtarár í næsta húsi við okkur ásamt foreldrum sínum, Óskari föðurbróður okkar og Ludý og yngri systkinum Al- bert og Lydíu Ósk. Miklir kær- leikar voru alla tíð á milli pabba og Óskars og óhjákvæmilega smituðust þeir kærleikar á milli okkar bræðranna þriggja í Tún- götunni og þeirra systkinanna þriggja í Fjarðarstrætinu. Þannig munum við samskiptin öll okkar uppvaxtarár og allt fram til þessa dags og aldrei hef- ur borið neinn skugga þar á. Einar og Jói bróðir okkar voru fæddir á sama árinu og voru af- skaplega miklir vinir og félagar alla tíð allt þar til Jói lést árið 2010. Fráfall hans var Einari sárt eins og okkur öllum. Eftir að Jói lést tók Einar við „ferðatösk- unni“ sem þeir áttu saman og höfðu keypt á áttunda áratugnum og sá til þess að við sérstök tæki- færi væri úr henni tekið og Jóa minnst sérstaklega. Eftir fráfall Einars munum við systkini Jóa og Einars og afkomendur þeirra sjá til þess að tekið verði áfram úr töskunni og þeirra frænda og vina minnst og minningu þeirra viðhaldið. Nú þegar komið er að leiðar- lokum viljum við bræður þakka þér samfylgdina við okkur bræð- urna þrjá en sérstaklega viljum við þakka þér fyrir ræktarsemina sem þú sýndir foreldrum okkar alla tíð og nú pabba síðustu ár eftir að mamma féll frá. Milli pabba og þín var alltaf sérstakt samband og einlægur kærleikur þar á milli. Elsku Hanna Rósa, Inga Ósk, Eydís Eva, Ludý, Albert, Lydía Ósk, Jónas, Sissa, Kristján og afabörn og systkinabörn Einars Rósa. Söknuður ykkar er mikill en minningin um góðan mann lif- ir að eilífu. Okkur langar að kveðja þig með bæninni sem langa- langamma okkar Jóhanna á Dynjanda kenndi sínum börnum og barnabörnum og feður okkar lærðu síðar í sínum uppvexti á Dynjanda Jesú mér ljúfur lýsi leið þú mig Jesú kær. Jesú mér veginn vísi, vertu mér Jesú nær. Hafðu mig Jesú hýri handanna á milli þín. Jesú mér stjórni og stýri stoð Jesú vertu mín. (Höf. ókunnur) Þínir frændur, Brynjar og Elvar. Í dag kveðjum við kæran sam- starfsfélaga okkar, Einar Rós- inkar. Var okkur mjög brugðið við þá fregn að hann hefði orðið bráð- kvaddur því ekki áttum við von á því þegar við kvöddum hann að loknum vinnudegi 18. júlí síðast- liðinn að við værum að kveðja hann í síðasta sinn þar sem hann var að fara í sumarfrí. Einar Rósinkar var traustur og áreiðanlegur samstarfsfélagi sem ávallt var hægt að leita til og verður hans sárt saknað. Einar var ákveðinn maður og stóð á sín- um skoðunum, dugnaður ein- kenndi störf hans og átti hann mjög gott með að hrífa aðra með sér. Hann sá til þess að hans tæki væri snyrtilegt og í lagi. Í gegn- um árin var hent gaman að því að þegar Einar kom úr sumarfríi rétti hann afleysingamanni sín- um kústinn til að þrífa tækið því hann bar mikla virðingu fyrir sínu tæki. Á skemmtunum starfsmanna var ávallt stutt í glensið og gam- anið hjá Einari, jafnframt átti hann það til að sýna góða dans- takta. Við samstarfsfélagarnir vott- um dætrum Einars sem og allri fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og við minnumst hans með þakklæti fyrir góða viðkynningu. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson) Fyrir hönd starfsmanna Hafn- arsvæðis Samskipa, Ómar Örn Karlsson. Hjartkær föðursystir okkar, Lilja frænka, RAGNHEIÐUR LILJA ÞÓRÐARDÓTTIR LENNON, lést á heimili sínu í Colorado Springs, Colorado, Bandaríkjunum miðvikudaginn 15. ágúst, á 98. aldursári. Bálför fór fram í Colorado Springs. Lilja verður jarðsett síðar við hlið eiginmanns síns USAF Major Edward F. Lennon í Þjóðargrafreitnum í Arlington í Virginíu . Guðmundur Halldórsson Þórólfur Halldórsson Ágústa Halldórsdóttir Auðbjörg Halldórsdóttir Bróðir minn og mágur, JÓHANNES BORGFJÖRÐ BIRGISSON, Boggi, rennismíðameistari og starfsmaður Baader Ísland hf., Álfhólsvegi 129, Kópavogi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 26. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristján Sigurður Birgisson og Ingibjörg Jónasdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og tengdasonur, STEFÁN STEFÁNSSON, rafeindavirki, Hraunbæ 88, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. ágúst. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 23. ágúst klukkan 13. Stefanía L. Stefánsd. Waage Bjarki Stefánsson Stefán Valur Stefánsson Ásdís Halldóra L. Stefánsd. Helena Ásdís Brynjólfsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN HALLDÓR JÓHANNSSON, lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Margrét Alfreðsdóttir Alfa Björk Kristinsdóttir Magnús Björnsson Signý Þöll Kristinsdóttir Viktor Pálsson Jóhann Kristinsson Hulda Þórhallsdóttir og afabörn Látin er FRÚ ÁSTA STEINGRÍMSDÓTTIR SANCHEZ, San Antonio, Texas, USA. Útför fór fram ytra 3. ágúst. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.