Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari kemur fram á næstu stofu- tónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16 og flytur tvær af sellósvítum Bachs. Svíturnar eru meðal þekktustu einleiksverka tón- listarsögunnar, en Johann Sebast- ian Bach var einmitt í sérstöku uppáhaldi hjá Halldóri Laxness. Alltaf jafn skemmtilegt Árið 2015 lék Bryndís Halla allar sellósvíturnar sex á tónleikum í Hörpu, hljóðritaði og gaf út á plötu. „Á morgun ætla ég að spila svít- ur nr. 1 og 2, sú fyrri er í G-dúr og sú seinni í d-moll. Ég valdi þær m.a. vegna þess að þær passa inn í tímarammann, en í staðinn fyrir að spila bara eina langaði langaði mig frekar að spila tvær ólíkar svítur,“ segir Bryndís Halla. „Það er alltaf jafn skemmtilegt að spila þessar svítur af því að í rauninni er lítið skrifað, fyrir utan nóturnar, þannig að það er frjálst hvernig maður túlkar þetta að mörgu leyti. Margir hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig eigi að túlka þessi verk, en fyrir mér er þetta opið og visst frelsi sem fylgir því. Þótt maður spili þetta aftur og aftur getur maður alltaf breytt túkun sinni og spilað eitthvað öðruvísi,“ segir Halla Bryndís, sem finnst hún alltaf verða að endur- hugsa þetta, annars verði hún kannski leið á því. Túlkun fyrir minna rými „Ég hef ég líka hlustað á svo marga spila þetta á svo ólíkan hátt og mér finnst bara svo margt koma til greina þannig að það er um að gera að prófa eitthvað nýtt.“ Seinast lék Bryndís Halla svít- urnar í Hörpu fyrir fjölda manns og nú leikur hún þær á stofu- tónleikum fyrir mun færri áheyr- endur. „Ég hef einmitt verið að hugsa hvernig ég myndi nálgast verkið á annan hátt, af því að þetta er svona nánara rými, og fyrir utan það að þegar tónleikar eru í stærra rými þarf tónlistin að berast bet- ur.“ – Þú getur kannski sýnt fínlegri hliðar á verkinu? „Það er nefnilega aldrei að vita nema ég geri það. Ég hef einmitt verið að hugsa á þeim nótum.“ – Þurftirðu að æfa þig? „Sko, þetta er alveg í puttunum og kerfinu mínu, en maður æfir sig samt alltaf, sérstaklega ef maður ætlar að vera með nýja nálgun,“ segir Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, sem hlakkar til að tak- ast á við Bach-svíturnar á Glúfra- steini á morgun. Morgunblaðið/Ómar Frelsi Bryndís Halla Gylfadóttir segir að sellóleikaranum sé frjálst að túlka svíturnar á margan hátt. „Svíturnar eru í puttunum“  Bryndís Halla túlkar sellósvítur Bachs á nýjan hátt á Gljúfrasteini Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Sálmafoss nefnist fjölbreytt tónlist- ardagskrá sem verður í boði á Menningarnótt í Hallgrímskirkju og stendur frá kl. 15-21. Fram koma kórar, einsöngvarar, orgel- leikarar og djassarar. Á heila tím- anum verða sálmar sungnir og allir hvattir til að syngja með. Áhersla á nýsköpun sálma Hörður Áskelsson er listrænn stjórnandi í Hallgrímskirkju og hef- ur séð um Sálmafossinn frá upp- hafi. „Hugmyndin að Sálmafossinum fæddist með þessa áherslu á sálm- inn. Ég hef verið í sálmabókanefnd lengi og við sáum vettvang til að vekja athygli á sálminum og á sálmasöng á annan hátt en annars,“ útskýrir Hörður. „Aðalmálið var að stuðla að ný- sköpun sálma, sem tengdist tón- menntasjóði kirkjunnar, sem er ætlað að stuðla að nýsköpun í kirkjutónlist, bæði texta og tónlist. Það var því upplagt að panta sálma hjá skáldum og tón- skáldum til að frumflytja á Sálmafossi. Síðan þá hafa annað hvert ár verið pantaðir sálmar. Stundum hafa textahöfundar og tónskáld mæst í sömu persónunni, eins og tónlist- armaðurinn KK sem samdi bæði texta og lag, sem fór inn í sálmabók og er býsna mikið sungið í kirkjum. Á næsta ári kemur út ný stór sálmabók á vegum kirkjunnar og þar verða mjög margir af þeim sálmum sem hafa orðið til og frum- fluttir á Menningarnótt, en þeir eru komnir á fjórða tug.“ Þúsundir manns mæta Í ár verða ekki frumfluttir nýir sálmar en sálmahefti verður í kirkj- unni með nokkrum sálmanna, sagt verður frá þeim og þeir sungnir. „Stundum hafa verið fleiri kórar en í ár. Við erum með djassspuna og raftónlistarspuna með orgelinu. Á Sálmafossi getum við leyft okkur að leika okkur svolítið með þetta þema. Það eru ekki bara sálmar sem eru sungnir, heldur líka kórlög og orgeltónverk sem verða spiluð,“ segir Hörður. „Saxófónleikarinn Sigurður Flosason mun leika með Schola Cantorum úrval af þeim 26 sálmum sem hann og ljóðskáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sömdu saman og kórinn gaf síðan út á plötu. Siggi ætlar að spinna á saxófóninn og búa til brýr á milli laganna; leikur að sálmum.“ – Er Sálmafoss alltaf vel sóttur? „Já, það eru þúsundir manns sem koma í kirkjuna þennan dag, það er streymi út og inn. Fáir sitja alla klukkutímana samfellt en þó eru dæmi um það,“ segir Hörður Ás- kelsson, sem býður alla velkomna í Hallgrímkirkju á Menningarnótt til að syngja og hlusta. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kór og sax Schola Cantorum syngur úrval sálma eftir Sigurð Flosason saxófónleikara og ljóðskáldið Aðalstein Ásberg Sigurðsson á tónleikum í Hallgrímskirkju dag. Sigurður byggir brýr milli sálmanna með saxófóninum.  Sálmar, kórverk, orgelverk og djass í Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson „Á Sálmafossi leikum við okkur svolítið með þemað“ Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Laugardagur 18.8. Menningarnótt - fjölbreytt dagskrá. Opið til 22 Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Laugardagur 18.8. Menningarnótt - fjölbreytt dagskrá. Opið til 22 Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 17.7 - 16.12.2018 ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu – 18.5. – 31.12.2018 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 15.5. - 15.9.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.