Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sofandi í hengirúmum við … 2. Milla Ósk og Einar skrá sig í … 3. Júlíus Vífill ákærður 4. Þetta var bara brandari  Á Menningarnótt fá gestir Hörpu tækifæri til að sjá brot úr dagskrá áttunda starfsárs Hörpu sem var vígð á Menningarnótt árið 2011. Hlusta má á Sinfóníuhljómsveit Íslands, kóra, djass og blús um allt hús, auk þess sem heilmikið verður í boði fyrir börnin, og allir geta mátað skóinn hans Páls Óskars á Hörputorgi. Opið hús í Hörpu á Menningarnótt  Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson mun í dag, laugar- dag, á Menning- arnótt, afhjúpa nýtt listaverk og kynna ilmvatn sem hann hefur sett á markað, í Madison ilmhúsi, Aðalstræti 9. Egill afhjúpar lista- verk og ilmvatn  Jim Black trommuleikari frá New York, Óskar Guðjónsson saxófónleik- ari og Skúli Sverrisson bassaleikari leika saman lög og sjálfsprottin verk í Mengi sunnudagkvöld kl. 21. Óskar og Skúli hafa mikið leikið saman og gefið út plötur. Black hefur leikið með Skúla seinasta aldarfjórð- unginn í New York og víðar, og Óskar og Black eru í kvartettinum Mala- mute. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn sem þeir leika allir þrír saman. Tríó leikur saman í Mengi í fyrsta sinn FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-13 m/s og áfram væta á NA-verðu landinu, en léttir til þar seinni partinn. Hægari vindur og yfirleitt bjart veður í öðrum landshlutum. Á sunnudag Hæg suðvestanátt, skýjað og stöku skúrir en þurrt A-lands. Hiti 10 til 15 stig. Á mánudag Sunnan 3-10 og dálítil rigning en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, leikur til úrslita við Svía á Evr- ópumeistaramótinu sem lýkur í Kró- atíu á morgun. Íslenska liðið vann lið heimamanna örugglega, 30:26, í undanúrslitum í gærkvöld þar sem Haukur Þrastarson fór á kostum og skoraði 10 mörk. Leikmenn segja ár- angurinn ekki koma á óvart. »1 Ísland leikur til úrslita á Evrópumótinu í Króatíu „Þetta er geggjað spenn- andi verkefni sem við erum að fá. Fyrst við fengum eitt af þessum toppliðum var skemmtilegt að fá alvöru leik á móti einu af bestu lið- unum,“ sagði Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, sem dróst í gær á móti þýska stórliðinu Wolfs- burg í 32 liða úrslitum í Meistaradeildinni í knattspyrnu. »1 Skemmtilegt að fá alvöru leik „Það eru allt önnur gæði á körfubolt- anum hér en heima. Þetta minnir mig smá á þegar ég var í háskólabolt- anum í Bandaríkjunum. Þá var haldið svakalega vel utan um allt. Það var allt annar bragur á æfingum og allt utanumhald er til fyrirmyndar,“ segir Kári Jónsson meðal annars í samtali við Morgun- blaðið í dag um fyrstu kynni sín af körfubolta- liði Barcelona. »4 Allt annar bragur á æfingum en hér heima Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyr- ir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. „Ég er allavega ekkert þreytt eftir þetta,“ segir Gerður og hlær. Hún var hluti af stórum hópi sem æfði á vegum Ferðafélags Ís- lands fyrir þrautirnar, en um níu mánaða undirbúningsferli er að ræða. „Ég hef þekkt ýmsa sem hafa verið í þessu. Svo var einhver sem benti mér á þetta, að ég væri líkleg til að geta þetta, svo ég sló til. Það er líka voða gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gerður, en hún býr að mikilli reynslu af útivist og hefur t.a.m. gengið á alla tinda úr bókinni Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind. 80 manna æfingahópur Þrátt fyrir göngureynsluna var Landvættaverkefnið ærin áskorun að sögn Gerðar. „Ég hafði auðvitað hjól- að á götuhjóli en að vera á fjallahjóli er allt annað,“ segir hún hlæjandi. „Af þessum fjórum þrautum hef ég mesta reynslu af gönguskíðum. Fossavatnsgangan er svona það sem ég þekkti best af þessu,“ segir Gerð- ur, en hún hefur einnig tekið þrisvar þátt í Vasa-göngunni í Svíþjóð, einu sinni hálfri og tvisvar sinnum fullri göngu, sem er 90 kílómetrar. Utanumhald æfinganna var í hönd- um hjónanna Róberts Marshall og Brynhildar Ólafsdóttur, en þau bjuggu til dagskrána fyrir hópinn um hvernig skyldi æfa yfir vikuna. Auk þess hittist hópurinn einu sinni í viku og æfði saman. Segir Gerður hópinn upphaflega hafa átt að vera fjörutíu manns en aðsóknin hafi verið það mikil að fjöldinn hafi endað í yfir átta- tíu. „Við tókum oftast eina helgi í hverja þraut. Fórum t.d. á yndis- legum degi á skíði inn í Landmanna- laugar og á Snæfellsnes þar sem æft var í bland sund og hlaup.“ Gerður er 74 ára og var að eigin sögn langsamlega elst í Landvætta- hópnum. „Það voru nokkrir þarna sem voru um sextugt en flestir í kringum fimmtugt. Annars var ég ekki að spekúlera mikið í þessum aldri.“ Hún hefur ekki ákveðið hvort hún fer aftur í Landvættirnar en seg- ist þó búin að skrá sig aftur í 50 kíló- metra í Fossavatnsgöngunni á Ísa- firði. Hún telur mikilvægt að huga að heilsunni og finna sér hreyfingu við hæfi. „Ég veit þó hreinlega ekki hver er lykillinn að þessu hjá mér. Ég borða hollt og hreyfi mig mikið, svo hef ég bara gaman af lífinu.“ „Hef bara gaman af lífinu“  Kláraði allar Landvættaþraut- irnar 74 ára Ljósmynd/Gerður Steinþórsdóttir Gleði Gerður komin í mark eftir 50 kílómetra Fossavatnsgöngu. Gangan er fyrsta af fjórum Landvættaþrautum. Landvættaþrautirnar eru fjórar og þarf að ljúka þeim öllum á innan við 12 mánuðum til að bera heitið Landvættur. Sú fyrsta er Fossavatnsgangan, sem er 50 km skíðaganga á Ísafirði. Önnur er Bláalónsþrautin, sem er 60 km fjallahjólskeppni frá Hafnarfirði í Bláa lónið. Þriðja er Urriðavatnssundið, en þar synda keppendur 2,5 km útisund í Urr- iðavatni, skammt frá Fellabæ. Í síðustu þrautinni, Jökulsárhlaup- inu, er hlaupið 32,7 km frá Dettifossi til Ásbyrgis. Samkvæmt viðmiðum Land- vættahóps Ferðafélags Íslands er miðað við að fólk geti að minnsta kosti skíðað og hlaupið 10 km á undir 1 1/2 klst., hjólað 10 km á undir 40 mínútum og synt 1 km á undir 50 mínútum til að hafa burði í að taka þátt í þrautunum. Landvættaþrautirnar fjórar ÓLÍKAR ÞRAUTIR Í HVERJUM LANDSFJÓRÐUNGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.