Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Amelia Rose Ferðamenn á Íslandi sækja í hvalaskoðun og fjöldi skipa sinnir þörfinni. Yfirleitt verða þeir ekki fyrir vonbrigðum enda flestir með augun opin og fylgjast vel með hverri hreyfingu. Eggert PARÍS – Enginn hörgull er á frásögn- um dagblaða af raun- um fjölskyldna í fólks- flutningum og mætti því ætla að orsökum flutninganna væru einnig gerð nokkur skil. Svo er hins vegar í fæstum tilvikum. Nú á dögum felast flestar lausnir í málefnum þeirra sem þvingaðir eru til að færa sig um set einkum í því að koma flóttamönnum til aðstoðar þegar þeir eru flúnir, frekar en að beina sjónum að ástæðum flóttans. Til þess að leysa flóttamannavanda heimsbyggðarinnar krefst orsökin sömu athygli og afleiðingin. Hvers vegna skyldu foreldrar hætta lífi sínu eða barna sinna til þess að yfirgefa heimkynni sín og ferðast á vit óvissunnar? Og hvað er til bragðs að taka til þess að fjöl- skyldur séu yfir höfuð ekki neyddar til að flosna upp? Þessar og fleiri spurningar eru meðal þeirra sem ég hef ásamt samstarfsmönnum freistað þess að svara í nýrri skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu, Viðkvæm ríki 2018. Niðurstöðurnar eru í senn upplýsandi og uggvænlegar. Árið 2030 munu yfir 80% fátækra í heiminum búa á svæðum skilgreindum sem „viðkvæmum“ – í ástandi sem vísað get- ur til hvers kyns stjórnmála-, félags-, öryggis-, efnahags- eða umhverfislegra þátta. Fari svo sem horfir verður allt of takmörkuð þróun- araðstoð látin í té til að vinna gegn þeim þáttum sem leiða til viðkvæmni. Árið 2016 var til dæmis aðeins tveimur pró- sentum þeirra 68,2 milljarða Bandaríkjadala sem veitt var til op- inberrar þróunaraðstoðar á við- kvæmum svæðum varið til fyr- irbyggjandi aðgerða gegn átökum og aðeins tíu prósentum til frið- arhvetjandi verkefna. Af þessu leið- ir aðeins ein ályktun: Við þurfum að gera breytingar á því hvernig opinberri þróunaraðstoð er ráð- stafað. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gefur út að árið 2017 hafi 68,5 milljónir manna verið neyddar til að flytjast búferlum, sem er hærri tala en nokkru sinni. Stór hluti þessa fjölda átti uppruna sinn í aðeins fimm löndum – Afganistan, Búrma, Sómalíu, Suður-Súdan og Sýrlandi. Þrátt fyrir að þau lönd sem taka á móti flóttamönnum hafi aðkallandi þörf fyrir fjármuni til að styðja við búsetulausnir til lengri tíma er opinber þróunaraðstoð mestmegnis sniðin að skamm- tímalausnum. Mannúðarúrræði á borð við fæði og húsnæði töldust um það bil þriðjungur allrar op- inberrar þróunaraðstoðar í fyrra, hlutfall sem farið hefur stighækk- andi í nær áratug. Á hinn bóginn færast fjárveit- ingar til byggingar skóla, sjúkra- húsa og annarra innviðaþátta æ aft- ar á merina. Skiljanlegt er að fjárveitendur hallist frekar að því að veita landflótta þurfandi flótta- mönnum tafarlausa aðstoð á kostn- að langtímaþarfa þeirra. Í stuttu máli þurfa áherslur alþjóða- samfélagsins í hjálparstarfi að snú- ast um annað og meira en að halda fólki á lífi; þær þurfa að búa fólki framtíð. Sé opinber þróunaraðstoð veitt svo hæfilegt sé nýtist hún sem öfl- ugt verkfæri til þess að fyrirbyggja átök og hrekja þá þróun sem elur á viðkvæmni. Auk þess vekja slíkar fjárveitingar gjarnan von í brjósti fólks á flótta þegar horft er til þess að á mörgum svæðum þar sem ófremdarástand ríkir er opinber þróunaraðstoð ein áreiðanlegasta fjárhagsstoðin. Ekki síst á það við þegar um langvarandi neyðar- ástand er að ræða og fjárstreymi rýrnar eftir því sem aðrar fjárveit- ingar þverr. Augljóst er að það verður ekkert áhlaupaverk að gjörbylta núverandi fjárveitingafyrirkomulagi opinberr- ar þróunaraðstoðar. Birtingar- myndir viðkvæmni eru mýmargar og mun krefjast nýs verklags í þró- unaraðstoð að takast á við áskor- anir á borð við ofbeldiskennda öfga- stefnu, loftslagsbreytingar, skipulagða glæpastarfsemi og kynjamisrétti. Aðgerða er orðin knýjandi þörf. Án inngrips munu átök, ofbeldi og aðrar birtingarmyndir viðkvæmni færa árangur þróunarstarfs áratugi aftur í tímann og verða vatn á myllu þeirra afla sem upphaflega sköpuðu óstöðugleikann. Breyti al- þjóðasamfélagið ekki nálgun sinni við fjárfestingar á viðkvæmum svæðum auðnast heimsbyggðinni ekki að ná einu helsta sjálfbæra þróunarmarkmiði Sameinuðu þjóð- anna: að skilja engan eftir. Fjárhagsleg hagkvæmni felst í því að verja fé til langtímalausna. Ef marka má SÞ og Alþjóðabank- ann mætti spara 70 milljarða Bandaríkjadala kostnað við búferla- flutninga flóttamanna ár hvert með því að auka fjárveitingar til fyr- irbyggjandi aðgerða gegn átökum. Þar sem heimsbyggðin hefur við- urkennt að spara megi í heilbrigð- iskerfinu með forvarnaaðgerðum (svo sem með reglubundnum skim- unum og eftirliti) mætti beita sömu heimspeki við stefnumörkun á sviði fólksflutninga. Þetta getur breyst og því ætti að breyta. Flóttamannavandi heimsbyggðar- innar – sá umfangsmesti frá lokum síðari heimsstyrjaldar – hefur kost- að óheyrilegar upphæðir fjár úr einka- og opinberum sjóðum. Til að knýja vandann til kyrrðar þarf þá áherslubreytingu að byggja megi upp stöðugleika, öryggi og von um betri framtíð á þeim svæðum sem flúin eru. Það þýðir að veitendur þróunaraðstoðar, einkum opinberir styrktaraðilar, þurfa að endurskoða stefnu sína og forgangsröðun. Eftir Jorge Moreira da Silva » Breyti alþjóða- samfélagið ekki nálgun sinni við fjárfest- ingar á viðkvæmum svæðum auðnast heims- byggðinni ekki að ná einu helsta sjálfbæra þróunarmarkmiði Sam- einuðu þjóðanna: að skilja engan eftir.Jorge Moreira da Silva Höfundur er þróunarsamvinnustjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evr- ópu og fyrrverandi umhverfis- og orkumálaráðherra Portúgal. © Proj- ect Syndicate, 2018. Forvarnir bestar gegn fólksflutningum Undanfarna mánuði hefur mátt lesa fréttir af fíkniefnaneyslu ung- menna og jafnvel dauða þeirra af hennar völdum. Foreldrar, fjölskyldur og vinir hafa syrgt og kallað eftir umræðu um málið og aðgerðum til að leysa ástvinina og þau öll sem orðið hafa eitr- inu að bráð undan ástandinu. Einnig hefur mátt lesa frásagnir af uppdópuðu fólki að fara inn á heimili fólks til að ná í verðmæti, væntanlega m.a. til að fjármagna neysluna. Fleiri fréttir hafa líka borist t.d. af árekstri bifreiða þar sem tjónvaldurinn hef- ur verið undir áhrifum fíkniefna. Eitt slíkt dæmi þekki ég per- sónulega og mátti ekki miklu muna að dauðinn kveddi dyra í því tilviki. Fréttin sem sögð var í fjölmiðlum af þeim árekstri var að ekki hefðu orðið slys á fólki. Annað hefur reyndar komið á daginn því áverkar koma oft í ljós eftir á. Slíkar fréttir draga athygli mína að því samfélagslega meini sem fíkniefnaneysla er. Af hverju þarf fólk að neyta fíkniefna til að öðlast frelsið en það er það sem margir sækjast eftir og finna þegar víman hefur tímabundið tekið völdin. Það er vitað að til lengdar endist slíkt frelsi ekki heldur setur fíkilinn í fjötra sem erfitt er að losna úr. Svokallað læknadóp gengur kaup- um og sölum. Upphaf þess má væntanlega rekja til lyfseðils sem skrifaður hefur verið og leystur út í lyfjabúð. Það er ekki einkamál viðkomandi hvort hann eða hún neytir eiturefna. Vandamálið sem af því hlýst er sam- félagslegt vandamál sem okkur ber skylda til að taka höndum saman um að leysa. Það hlýtur að vera mikið að í samfélaginu ef engin önnur leið er til vellíðunar en þessi. Það verður að finna aðrar leiðir heldur en dóma um sektir og fangelsisvist. Helsjúkir fíklar eru margir vistaðir í fang- elsum landsins. „Ég er líka dauðlegur maður eins og allir aðrir, niðji þess sem fyrstur var skapaður af jörðu. Líkami minn mót- aðist í móðurlífi á tíu mánuðum. Ég varð til í blóði hennar af sæði karls í unaðsvímu. Þegar ég fæddist dró ég að mér sama loft og aðrir, var lagður á sömu jörðina og ber alla menn. Eins og hjá öllum öðrum var grátur fyrsta hljóðið sem ég gaf frá mér. Vafinn var ég reifum og að mér hlúð með um- hyggju. Ekki einu sinni konungur hefur hafið feril sinn á annan hátt. Einn er vegur allra inn í lífið og söm er leiðin út. Þess vegna bað ég Guð og hann gaf mér hyggindi. Ég ákallaði Guð og andi spekinnar kom til mín.“ (Speki Salomons, 7. kafli) Verum hyggin og biðjum um anda speki. Tökum höndum saman og finnum leiðir til lausnar. Þjóðkirkjan skorast ekki undan þeirri samfélags- legu ábyrgð að taka þátt í þeirri veg- ferð. Frelsi eða fjötrar Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur Agnes M. Sigurðardóttir » Tökum höndum sam- an og finnum leiðir til lausnar. Þjóðkirkjan skorast ekki undan þeirri samfélagslegu ábyrgð að taka þátt í þeirri vegferð. Höfundur er biskup Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.