Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Verð 29.980 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Nýjar haustvörur gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Studio Stafn, Hátúni 6B, sími 552 4700, studiostafn.is/listaverkasala Opið um helgina kl. 12-17 Viltu eignast listaverk? Sölusýning á listaverkum Jón Stefánsson Nína Tryggvadóttir Valtýr Pétursson Karl Kvaran Jóhannes S. KjarvalÁsgrímur Jónsson ÚTSÖLUVÖRUR 70% - REYFARKAUP GERRY WEBER haustfatnaður Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 NÝTT Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það er mjög svekkjandi hvernig þetta fór allt saman. Mig langaði að gefa heimabæn mínum stórt og fal- legt listaverk,“ segir listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Frið- riksson, í samtali við Morgunblaðið, en menningar- og nýsköpunarnefnd Fjarðabyggðar hafnaði gjöf hans til bæjarins, állistaverkinu Jötun- heimar, eftir hann sjálfan. Til stóð að verkið yrði sett upp á vegg Sundlaugar Eskifjarðar, en málið hafði verið hjá bænum í um tvö ár, að sögn Odds Eysteins. „Ég fer í sundlaugina og íþrótta- miðstöðina daglega, og hef gert í mörg ár. Mig langaði að gefa af mér, fegra umhverfið og leyfa bænum að njóta þess, en andvirði verksins nú er um tvær og hálf milljón króna,“ segir Oddur Eysteinn. Skv. Austur- frétt hafði komið fram í umræðum að flutningur og uppsetning á verk- inu kostaði um 600 þúsund krónur. Meðferð málsins langdregin „Það var aldrei gefið sem skýring, alla vega ekki við mig, og ég hefði verið tilbúinn að hjálpa til við að leysa það, t.d. með því að finna styrktaraðila,“ segir Oddur Ey- steinn, en á þessum tveimur árum hafi nokkrum sinnum verið haft samband við hann um að málið yrði afgreitt, en svo hafi það alltaf verið „flækt aftur,“ t.d. með fyrirspurn til Myndstefs og stofnun listaverka- ráðs, en ákvörðunin var ekki borin undir umrætt ráð þegar gjöfinni var hafnað af nefndinni. „Ég er auðvitað mjög sár, þetta er fallegt verk sem myndi sóma sér vel og ég undrast lengd og meðferð málsins. Ég er þó ekki alveg af baki dottinn, ef eitthvað breytist,“ segir Oddur Eysteinn. „Verkið hlaut jákvæða umsögn frá öllum, þar á meðal arkitektum húss- ins og fagaðilum í greininni, en menningarnefnd Fjarðabyggðar ákvað samt að hafna gjöfinni,“ segir Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Fjarðabyggð, í samtali við Morgunblaðið. Eftirsóttur listamaður „Það var búið að stofna listaverka- ráð í sveitarfélaginu til taka faglegar ákvarðanir í málum sem þessum en það var ekki gert. Okkur finnst þetta miður, Odee er þekktasti listamaður Fjarðabyggðar í dag og hefur verið með sýningar hérlendis og erlendis. Verkin hans eru eftirsótt,“ segir Jens Garðar, sem finnst skorta rök- stuðning og faglegt hlutleysi í ákvörðunina, sem í hans huga er gerræðisleg. „Nefndin ákvað að nýta fjár- munina í að skrásetja og fara yfir þau listaverk sem bærinn á, áður en farið verður að bæta við nýjum verkum,“ var það sem Magni Þór Harðarson, formaður menningar- og nýsköpunarnefndar Fjarðabyggðar, vildi láta hafa eftir sér samtali við Morgunblaðið. Samsett mynd/Odee Gjöf til bæjarbúa Myndin er samsett og sýnir hvernig verkið Jötunheimar gæti litið út á sundlaugarveggnum. Fjarðabyggð hafnaði gjöf Odee Ljósmynd/Ólöf Þóra Sverrisdóttir Sárnar ákvörðunin Oddur Eysteinn Friðriksson með eitt verka sinna. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.