Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr. • Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir. • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Þekkt herrafataverslun með góð merki. Veltan hefur verið stöðug undanfarin ár og afkoma ágæt. Veltan árið 2017 var um 90 mkr. og EBITDA mjög góð eða um 20 mkr. Félagið er skuldlétt. • Spennandi hótelverkefni á góðum stað í Reykjavík. • Skypark, trampólíngarðurinn var opnaður á síðasta ári og hefur fengið góðar viðtökur. Hann er um 900 fermetrar að stærð í leiguhúsnæði, vel hannaður og flottur á allan hátt. Mikil tækifæri felast í að taka til í rekstri og markaðssetja betur. • Einn vinsælasti og þekktasti veitingastaður landsins sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður. Langur leigusamningur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is VEIÐI Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Veiði í aflahæstu ám landsins er á pari við það sem hún var á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum veiðitölum sem birtar voru á vef Landssambands veiðifélaga. Það sem vekur hins vegar at- hygli er að hægt er að merkja mjög greinilegan mun á veiði milli landshluta. Veiði í nokkrum ám norðan heiða hefur verið mjög dræm og er að mörgu leyti frá- brugðin veiði í öðrum landshlutum þar sem margar ár hafa skilað meiri veiði en í fyrra. Í tveimur aflahæstu ám landsins, Eystri- og Ytri-Rangá, hefur veiðin verið gjör- ólík því sem hún var á sama tíma í fyrra. Einar Lúðvíksson, staðarhaldari við Eystri-Rangá, segir að vel hafi veiðst það sem af er sumri. Þá ráð- gerir hann að veiðin í ár verði um tvöfalt betri en hún var í fyrra. „Hún hefur verið mjög góð hingað til og gæti orðið um tvöfalt betri en hún var í fyrra,“ segir Einar og bætir við að í síðustu viku hafi veiðst 649 laxar í ánni. „Það er enn talsvert að ganga í ána og það er kominn mikill lax í hana þannig að ég á von á að veiðin muni halda sér ágætlega. Það hafa reyndar Spán- verjar verið í ánni sem eru alltaf mjög duglegir en í fyrradag veidd- ust 116 laxar. Það er mjög mikil veiði en ég býst við að veiðin minnki eitthvað eftir að þeir hættu í gærkvöldi,“ segir Einar. Spurður um hvort enn sé að koma inn nýr fiskur í ána kveður Einar já við. Til marks um það sé góð veiði á bátssvæði á svæði 1 í ánni. „Það voru að veiðast ein- hverjir 15 laxar á bátssvæðinu og ef það veiðist þar þá er nýr fiskur að koma inn,“ segir Einar. Dræm veiði í Ytri-Rangá Í Ytri-Rangá hefur veiði verið af- ar dræm það sem af er sumri og allt eins búist við því að hún muni helmingast samanborið við síðasta ár. Jóhannes Hinriksson, staðar- haldari við Ytri-Rangá, segir að veiðin hafi ekki verið eins dræm í þrjú ár. „Það er bara allt í lagi gangur í þessu en ekkert meira en það. Þetta er meira en helmingi minna en síðustu ár. Við höfum fengið mjög stórar göngur síðustu þrjú ár en veiðin í ár er á pari við það sem hún var árunum 2011 til 2014. Veiðin stefnir í svona 4-5000 laxa en svo veit maður aldrei hvernig síðsumarsgöngurnar verða,“ segir Jóhannes. Spurður um hlutfall stórlaxa í veiðinni í ár segir Jóhaness það hafa verið um 15%. Enn gengur fiskur í ána og ráðgert er að veitt verði eitthvað fram eftir hausti. Ytri-Rangá Veiði hefur verið afar dræm það sem af er sumri og er allt eins búist við því að hún muni helmingast samanborið við síðustu ár. Mikill munur á aflahæstu ám eftir landshlutum  Tvöfalt betri veiði í Eystri- Rangá það sem af er sumri Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 Staðan 15. ágúst 2018 Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 16. 8. 2017 17. 8. 2016 Eystri-Rangá 18 2.651 1.401 2.627 Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 2.288 3.746 5.467 Þverá - Kjarrá 14 2.202 1.600 1.567 Miðfjarðará 10 1.863 2.386 3.005 Norðurá 15 1.455 1.302 1.130 Haffjarðará 6 1.287 980 1.040 Langá 12 1.209 1.149 963 Urriðafoss í Þjórsá 4 1.139 706 * Selá í Vopnafirði 6 1.029 685 670 Blanda 14 848 1.331 2.217 Elliðaárnar 6 811 705 601 Grímsá og Tunguá 8 758 844 386 Laxá í Dölum 4 739 379 801 Laxá í Kjós 8 735 532 341 Laxá í Leirársveit 6 523 390 286 Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skóla- stjóri við Réttarholtsskóla, hefur ver- ið ráðinn annar aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menning- armálaráðherra. Fram kemur í tilkynningu frá ráðu- neytinu að aðalverksvið Jóns Péturs í ráðuneytinu verði á sviði menntamála og stefnumótunar. Jón Pétur hefur unnið að skólamálum um árabil, nú síðast sem skólastjóri Réttarholts- skóla, en hann lét af störfum þar í vor. Jón Pétur lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og hefur lagt stund á M.Ed.-nám í stjórnun menntastofnana við HÍ. Hann hóf að kenna við Réttarholts- skóla árið 1998 og starfaði síðar einn- ig sem aðstoðarskólastjóri og skóla- stjóri. Þá hefur Jón Pétur tekið virkan þátt í ýmsum félagasamtökum kennara og skólastjórnenda, s.s. með samninganefnd FG og í stjórn Kenn- arafélags Reykjavíkur. Hann hefur kennt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, komið að endurskoðun nám- skrár í náttúrufræði og auk þess unn- ið að fjölbreyttum æskulýðs- og íþróttamálum. Jón Pétur tjáði sig í viðtali við Morgunblaðið í vor um starfslokin þar sem hann gagnrýndi borgar- yfirvöld og sagði skeytingarleysi borgarinnar í garð skólanna meðal annars eiga þátt í því að hann ákvað að stíga til hliðar frá skólamálum í bili. Hafþór Eide Hafþórsson hefur starfað sem aðstoðarmaður Lilju frá því í desember. ninag@mbl.is Jón Pétur aðstoðar Lilju Morgunblaðið/Valli Reynsla Jón Pétur var skólastjóri Réttarholtsskóla um árabil. Áfengisneysla eldra fólks er að aukast og vímuefnaneysla hefur dregið allt of mörg ungmenni til dauða á þessu ári. Þetta kom fram á fundi IOGT á dögunum þar sem sér- fræðingar í rannsóknum á afleiðing- um tengdum áfengisneyslu kynntu sér það sem er efst á baugi í forvörn- um hér á landi. Sérfræðingar þessir voru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Svíþjóð og Kanada og var þeim meðal annars kynnt það forvarnastarf sem IOGT á Íslandi hefur sinnt í 134 ár. Sterkur lagarammi og samstaða Á fundinum kynnti Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu erindi um íslenska módelið; hvernig fólk tók saman höndum í forvörnum meðal annars út frá rannsóknum um líf ung- menna í hverju sveitarfélagi um sig. Slíkt gerði forvarnir markvissari. – Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna, sagði svo frá því að sterkur lagarammi og sam- staða í samfélaginu hefðu haft mest að segja um hversu góð staðan væri hjá okkur. Nauðsynlegt er að samfélagið fylki sér með grasrótinni til að auka lýð- heilsu og heilbrigði í landinu, segir í frétt frá IOGT. Miklar umræður fóru fram á fundinum þar sem gestirnir spurðu nánar út í hvernig mætti sporna við gríðarlegri aukningu dauðsfalla vegna neyslu vímuefna. Aðalsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri IOGT á Íslandi, sagði að einfalda lausnin væri alltaf sú sama. Til að minnka neikvæðar af- leiðingar neyslu áfengis og annarra vímuefna þyrftu þeir sem væru í neyslu að draga úr henni og þeir sem væru ekki í neyslu ættu ekki að byrja. „Leiðir fyrir samfélagið til að draga úr neyslu eru að takmarka að- gengi að því, banna auglýsingar, hafa háan áfengiskaupaaldur og hátt verð. Mikilvægt er fyrir samfélagið að verjast gríðarlegum ágangi áfengis- iðnaðarins,“ segir í tilkynningu. Samfélagið fylki sér með grasrótinni  Forvarnir og neysla rædd hjá IOGT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.