Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Elsti skráði þátttakandinn í 35. Reykjavíkurmaraþoni Íslands- banka, sem fram fer í dag, er hin 92 ára Pálína Bjarnadóttir, sem skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk. Morgunblaðið sendi henni fyrirspurn um þátttöku hennar og hvað hún gerði til að undirbúa sig. Pálína fæddist í Hrauni í Land- broti í Vestur-Skaftafellssýslu en hefur búið í Reykjavík frá árinu 1950. Pálína á eina dóttur, Sig- rúnu Önnu Einarsdóttur, og tólf afkomendur. Hefurðu stundað hlaup eða ein- hverjar íþróttir áður? „Ég hef aldrei stundað neinar íþróttir en var dugleg að ganga.“ Hefurðu tekið þátt í Reykjavík- urmaraþoni áður? „Nei, og átti ekki von á að taka nokkurn tímann þátt í því, en ég vildi sýna samstöðu og því þótti mér mikilvægt að vera með.“ Hvernig hefurðu undirbúið þig fyrir þriggja kílómetra skemmti- skokkið? „Það hef ég ekki gert, ég verð keyrð í hjólastól þar sem ég á erf- itt með gang.“ Tekurðu þátt í maraþoninu fyr- ir góðan málstað og hvernig gengur að safna áheitum? „Ég tek þátt fyrir minningar- sjóð Einars Darra og til að heiðra minningu elsku langömmudrengs- ins míns, hans Einars Darra, sem fór allt of fljótt frá okkur.“ Ætlarðu að hlaupa ein eða með vinum og vandamönnum? „Ég verð með fjölskyldunni minni og vinum okkar.“ Hefurðu sett þér eitthvert markmið í hlaupinu sjálfu? „Að komast í mark.“ Langar þig að segja eitthvað að lokum, öðrum til hvatningar? „Að njóta, vera glaður og vera góð hvert við annað.“ 92 ára og tekur þátt í maraþoni  Elsti þátttakandinn að þessu sinni Ljósmynd/Bára Tómasdóttir Mæðgur Pálína og Sigrún Anna að sækja númerin fyrir hlaupið. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Fyrst er rétt að þakka fyrir viðbrögð ykkar fjögurra á vettvangi borgarráðs (og í fjölmiðlum) við dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 5. júní sl. í máli Sigurðar Páls Óskarssonar, fjármála- stjóra Ráðhúss, gegn Reykjavíkur- borg. Niðurstaða dómsins er áfellis- dómur yfir stjórnunarháttum í Ráðhúsi Reykjavíkur og stjórnsýslu borgarinnar,“ segir í upphafi tölvu- bréfs frá Kjarafélagi viðskiptafræð- inga og hagfræðinga (KVH) til odd- vita minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur, þeirra Ey- þórs Laxdal Arnalds, Kolbrúnar Baldursdóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Vigdísar Hauksdótt- ur. Hallur Páll Jónsson, fram- kvæmdastjóri KVH ritaði bréfið í nafni félagsins. Bréfið var sent þann 9. ágúst sl. Kjarafélagið sendi ofangreindum borgarfulltrúum annað bréf í fyrra- dag. Vigdís Hauksdóttir, borgar- fulltrúi Miðflokksins, lagði bæði bréf- in fram á fundi forsætisnefndar í gær og gerði bókun þar sem segir m.a.: „Erindin eru lögð fram í því skyni að varpa ljósi á málatilbúnað embættis- manna í kjölfar dóms héraðsdóms Reykjavíkur... Þar kemur m.a. fram: ,,Það er raunar fordæmalaust að skrifa þurfi borgarfulltrúum bréf til að upplýsa um stjórnunarvanda í Ráð- húsi Reykjavíkur og áframhaldandi aðför að starfsmanni þar.“ Ærumeiðandi framganga Í fyrra bréfi KVH segir einnig orð- rétt: „Því miður virðist dómurinn og dæmdar skaðabætur vegna ærumeið- andi framgöngu, ekki hafa haft þau áhrif að skrifstofa borgarstjóra og borgarritara ætli að læra af honum. Þvert á móti á að halda áfram aðför að fjármálastjóra Ráðhúss, í stað þess að láta kyrrt liggja og biðja viðkomandi afsökunar á málinu öllu. Því tel ég mér skylt að upplýsa ykkur um eftirfar- andi: Borgarritari hefur orðið við ný- legri beiðni síns undirmanns, skrif- stofustjóra borgarstjóra, að halda áfram svokallaðri rannsókn á meintu einelti skrifstofustjórans í garð fjár- málastjórans, þrátt fyrir að fjármála- stjórinn hafi ekki óskað eftir því og aldrei lagt fram kvörtun eða kæru um slíkt, eins og fram kom í réttarhöldum fyrir Héraðsdómi. Hann getur þar með ekki verið aðili slíks stjórnsýslu- máls.... Fjármálastjóri ráðhúss taldi eins og fleiri að þessu leiðindamáli væri lokið og hann gæti um frjálst höfuð strokið og sinnt sínum störfum fyrir Reykja- víkurborg eins og hann hefur gert með sóma undanfarin rúm 12 ár. Borgarritari og skrifstofustjóri hans virðast hins vegar ekki af baki dottnir, þrátt fyrir nýfallinn dóm Héraðsdóms og hafa nú tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið...“ Seinna bréf KVH, sem dagsett er 16. ágúst, var sent oddvitum borgar- fulltrúa minnihlutans til þess að benda á „rangfærslu skrifstofustjórans“. Það er af og frá Þar segir m.a.: „Skrifstofustjórinn heldur því fram og lætur líta út í bréf- inu að einhverjar nýjar yfirlýsingar hafi komið fram í málflutningi við að- almeðferð um að fjármálastjórinn hafi sakað hana um einelti. Það er af og frá.... Í málflutningi lögmanna kom ekk- ert nýtt fram í þessum efnum frá því sem fram kom í gögnum málsins.“ Og síðar segir: „Að auki kemur fram í bréfi skrifstofustjórans að „rannsóknin hafi ekki verið sett af stað“. Það er einnig rangt. KVH hefur þvert á móti fundargögn um að fjár- málastjórinn var boðaður á fyrsta fund rannsóknar eineltisteymis skóla- og frístundasviðs, þ. 18. maí s.l. Með fjármálastjóranum á þeim fundi var fulltrúi hans stéttarfélags. Þar lagði fjármálastjórinn fram bókun þess efn- is að hann hafi ekki lagt fram kvörtun um einelti. Auk þess væri mál rekið fyrir héraðsdómi milli hans og borg- arinnar og var þess krafist af hans hálfu að fundi yrði slitið, sem var gert. Afvegaleiðing umræðunnar birtist einnig í bréfi skrifstofustjóra til for- sætisnefndar með ósk um að fram fari önnur allsherjar „rannsókn á fram- komu hennar í garð undirmanna sinna með það að leiðarljósi að kanna hvort sú lýsing sem dómurinn setur fram eigi við rök að styðjast“ !! Hér vill skrifstofustjórinn ekki una niðurstöðu héraðsdóms heldur reyna að hnekkja henni með eigin rannsókn og halda áfram aðför sinni að fjármálastjóran- um. Til að kóróna verkið er síðasta smjörklípan sú að saka borgarfulltrúa um meiðandi og alvarlega umræðu um sig, og leggja fram beiðni um enn aðra rannsókn, þ.e. hvort borgar- fulltrúi hafi brotið ákvæði sveitar- stjórnarlaga og hvort málið skuli sent siðanefnd Sambands íslenskra sveit- arfélaga.“ Stefán Eiríksson borgarritari sagði, þegar álits hans var leitað, að hann hefði ekki heimild til að ræða starfsmannamál á opinberum vett- vangi. Áfellisdómur yfir stjórnarháttum  Hörð gagnrýni á stjórnendur í Ráðhúsi Reykjavíkur í tveimur bréfum til borgarfulltrúa frá Kjara- félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga Bréfin lögð fram á fundi forsætisnefndar borgarinnar í gær Morgunblaðið/Valli Ráðhús Reykjavíkur Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga gagnrýnir stjórnunarhætti embættismanna borgarinnar harðlega. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta er sög sem sagar ofan í jarð- veg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf., en fyrirtækið var að festa kaup á 38 tonna jarðvegssög fyrir 120 milljónir króna. „Þetta er hjólsög úr stáli með kar- bíttönnum sem má skipta út, og er hún 2,8 metrar að þvermáli. Hún sag- ar í gegnum móa, klappir, berg, hefð- bundinn jarðveg, tún og bara allt mögulegt,“ segir Hörður, en við góð- ar aðstæður má saga með henni upp undir tvo kílómetra á dag. „Hún sagar niður á 1,4 metra dýpi. Í gærmorgun, þegar myndin var tek- in, vorum við að saga skurð sem var metri á breidd og dýpt.“ Verið var þá að leggja kaldavatnsrör uppi á Hellisheiði fyrir Orkuveituna. Þegar skurðir eru sagaðir er mokað upp úr, sandað undir, rörið lagt og ýta mokar yfir. „Þetta voru 220 metrar og hraun og klappir undir. Með hefðbundnum búnaði hefði þetta kannski tekið fjóra daga en það tók aðeins um klukku- stund með söginni,“ að sögn Harðar. „En þegar verið er að leggja há- spennustrengi eða ljósleiðara sandar hún undir og lokar skurðinum á eftir sér. Þetta er allt gert í einu, en kefli með strengjunum er þá á vélinni sem leggur strengina um leið og sagað er,“ segir Hörður, sem kallar sögina tímamótatæki. Hann segir mikla ánægju með vél- ina, af henni hljótist mikill vinnu- sparnaður og lágmarksjarðrask og þrír menn geti sinnt allri vinnunni. „Við erum mjög spenntir að nota hana og næsta verkefni verður að leggja háspennustreng á Fróðár- heiði, í bratta og klappir.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tímamótatæki Með jarðvegssöginni má saga og leggja strengi um leið. Í gær var hún notuð til þess að saga fyrir vatnslögn á Hellisheiði. Næsta verkefni verður að leggja háspennustreng á Fróðárheiði. Öflug jarðvegssög flýtir fyrir öllum lögnum í jörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.