Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég neita því ekki að ég fann til með æðarkollunum í þessu leiðinlega veðri sem var í vor,“ segir Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarrækt- arfélags Íslands, en hún er með æðarvarp við ósa Ölfusár. Hún segir að kollan hafi byrjað að verpa á hefð- bundnum tíma í vor, en þar verpir æðarkollan fyrr heldur en er norðar dregur. „Við lentum í sérlega slæmu veðri og nokkuð var um að hreiður eyði- legðust og kollurnar flæmdust í burtu undan roki og rigningu. „Mörg hreiðrin urðu gegnblaut og dúnninn fauk úr hreiðrunum og var út um allt.“ Guðrún segir að sumarið hafi víða verið erfitt fyrir æðarbændur á Suð- vestur- og Vesturlandi, en það hafi þó verið misjafnt á milli staða. Hún reiknar með að samdrátturinn hjá henni verði um 20%. Sumarið var hins vegar almennt gott fyrir norðan og austan. Á söndum Suðurlands er lítið um æðarvarp, að Dyrhólaey und- anskilinni. Æðarvarp nytjað á 400 jörðum Áætlað er að eitthvert æðarvarp sé nytjað á um 400 jörðum á landinu og er stór æðarvörp að finna í öllum fjórðungum. Margir æðarbændur eru einnig með hefðbundinn búskap, en aðrir stunda æðarrækt með öðr- um störfum. Algengt hefur verið síðustu ár að um og yfir þrjú tonn hafi verið flutt út árlega, en í fyrra var talsverður samdráttur frá árinu á undan og rúmlega tvö tonn af dún flutt út. Ekki liggur fyrir hversu mikið af dún verð- ur unnið í ár og segir Guðrún að enn sem komið er séu útflutningstölur frá Hagstofunni helsti mælikvarðinn á stöðu greinarinnar. Minni útflutningur í fyrra gæti bæði skýrst af markaðsaðstæðum og minna framboði af dúni, en víða var leiðindatíð fyrir æðarbændur í fyrra- vor. Vaxandi tekjur hafa þó komið af fullvinnslu dúnsins hérlendis, einkum í sængur til útflutnings eða til að halda hita á Íslendingum. Upplýs- ingar um þá framleiðslu liggja ekki fyrir, að sögn Guðrúnar, en unnið er að því að afla nákvæmari talna. Mikil verðmæti eru fólgin í dún- inum eins og sést á því að útflutnings- verðmæti nam árin 2012-2016 um og yfir 500 milljónum hvert ár. Mest verðmæti fékkst fyrir dúninn árið 2016 eða rétt tæplega 700 milljónir, en þá voru flutt út 3,4 tonn. Í fyrra voru tæplega 2,2 tonn af dún flutt út fyrir tæplega 400 milljónir. „Fann til með æðarkollunum“  Sumarið víða erfitt fyrir æðarbændur á Suðvestur- og Vesturlandi  Sumarið almennt gott fyrir norðan og austan  Dúnn fluttur út fyrir tæpar 400 milljónir króna í fyrra en um 700 milljónir 2016 Ljósmynd/Erla Friðriksdóttir Æðarvarp Hlynur Örn Hjálmarsson og Arnar Rafnsson í ungastíunni á góðum degi í Hvallátrum á Breiðafirði. Æðarkollur komu upp tiltölulega fáum ungum á talningarsvæði Háskólaseturs Snæfellsness í ár, en það nær frá Brjánslæk vestur að Gilsfjarðarbrú, auk eyjanna í kringum Stykkishólm. Hlutfall unga á æðar- kollu var tæplega 0,3 í ár, sem er tæpur helmingur af meðaltali áranna 2007-2017, sem var 0,6 ungar á kollu, að sögn Jóns Einars Jónssonar, forstöðumanns Rann- sóknasetursins. „Maður sá það og heyrði á mönnum að bleytutíðin á álegunni var erfið fyrir kollurnar, rigningin reyndi á þær. Það blotnaði upp í hreiðrunum hjá mörgum og meira var um að köld egg væru skilin eftir í hreiðrum,“ segir Jón Einar. Spurður hvort þessi niðurstaða hafi áhrif á stofninn til lengri framtíðar, segist hann ekki telja að svo verði. „Þetta er langlíf tegund og fuglarnir verða margir hverjir 15-20 ára. Kollurnar byrja að verpa 2-3 ára þann- ig að þær fá 10-15 varptilraunir yfir ævina. Í góðu ári verpa þær 3-5 eggjum þannig að það þarf ekki nema 1-2 góð ár til að halda í horfinu.“ Færri ungar komust á legg við Breiðafjörð TALNING HÁSKÓLASETURS SNÆFELLSNESS land, Holland, Ítalíu, Pólland og Frakkland. Gæði æðardúnsins eru rómuð og þykja eiginleikar hans einstakir. Að- spurð segir Erla að þau selji sæng með 800 grömmum af dún á um 600 þúsund krónur. Í Japan sé heldur meiri dúnn í sængunum og þar slagi verð fyrir sæng hátt upp í verð á smábíl og geti verið nálægt tveimur milljónum. „Æðardúnn er einstök vara og al- tengja menn útvarp við hátalara í varplandinu og láta Gufuna glymja allan sólarhringinn.“ Erla segir að æðarrækt hafi vakið athygli víða um heim og stórar er- lendar sjónvarpsstöðvar hafi heim- sótt safnið og einnig farið út í Hval- látur í Breiðafirði, en þar á Erla aðild að æðarvarpi. Þá rekur hún ásamt fjölskyldu sinni fyrirtækið Ís- lenskan æðardún ehf., sem hreinsar dún frá bændum víða um land, selur víða um heim og framleiðir einnig og selur dúnsængur. Sæng á verði smábíls í Japan Erla áætlar að fyrirtækið hreinsi um þriðjung þess dúns sem hirtur er á hverju ári eða 1000-1200 kíló. Yfir hásumarið starfa fimm manns við hreinsunina, en fjölskyldan sinn- ir hreinsun og sölu afurða allt árið. Alls koma um sjö fyrirtæki á land- inu að hreinsun á dúninum. Síðustu ár hefur mest af æðardún farið til Japans, en Þýskaland, Aust- urríki og Sviss eru einnig stórir kaupendur. Nokkur kíló fara til fjöl- margra landa í Asíu og Evrópu og má nefna Taivan, Hong kong, Kína, Jórdaníu, Noreg, Danmörku, Finn- Vaxandi aðsókn hefur verið að Æð- arsetrinu í miðbæ Stykkishólms. Erla Friðriksdóttir og fjölskylda hennar reka safnið og segir hún að margir viti lítið um æðarfuglinn, dúntekju og gæði æðardúns. Þetta eigi jafnt við um Íslendinga sem er- lenda gesti. Alls voru gestir um 2.500 í fyrra, en regluleg sýning stendur aðeins sumarmánuðina þrjá. Í safninu eru lifnaðarhættir æðar- fuglsins sýndir, ýmis búnaður, hvernig dúnninn er hirtur og hreinsaður og hvað er gert úr hon- um. „Aðferðir bænda eru misjafnar og þeir hafa allir sína menningu í þessu, að sjálfsögðu eru þeir allir að gera það eina rétta,“ segir Erla. „Sumir fara einu sinni í hreiðrin, aðrir fimm sinnum og síðan allt þar á milli. Erlendar sjónvarpsstöðvar Í varplöndum má finna belgi, hús, útvarpstæki, bjöllur og stangir, ým- ist til að laða kolluna að eða til að stugga við vargnum. Ég held að flestir séu sammála um að Rás eitt sé langbest til að stugga við mink og tófu, en laði kolluna að um leið. Þá veg náttúruleg, en annars staðar er dúnn hliðarafurð frá matvælafram- leiðslu. Gæsir og endur eru aldar til að fá bringur og lifur, fuglinum er síðan slátrað og dúnninn nýttur. Ís- lenskur æðardúnn er hrein náttúru- afurð, sem myndi fjúka í burtu ef bændur myndu ekki tína hann,“ segir Erla. Erla áætlar að í ár verði fram- leiðslan 2,5-3 tonn. Sveiflur einkenni þessa atvinnugrein og það sé sjald- gæft að toppár sé á öllum svæðum á sama ári, en Erla er varafor- maður Æðarræktarfélagsins „Við stýrum ekki framboðinu, náttúran sér um það,“ segir Erla. Hún segir að fyrir um tíu árum hafi þau borg- að 90 þúsund fyrir kíló af dún, en 2016 hafi verðið verið hæst og farið í 215 þúsund krónur. Hún segir að lítið sé farið að selja í ár og því liggi ekki fyrir á hvaða verði verði gert upp við bændur. Útflutningur á æðardúni frá Íslandi 2008-2017 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 4 3 2 1 0 tonn 800 600 400 200 0 Millj. kr. 2,0 1,6 3,7 3,1 3,1 3,1 2,4 3,1 3,4 2,2 217 157 392 375 508 600 474 600 694 392 Útflutt tonn Milljónir króna Gufan glymur í varplandinu  Bændur hafa „allir sína menningu“ í æðarræktinni  Náttúrulegar sveiflur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.