Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 ✝ Einar RósinkarÓskarsson fæddist 23. febrúar 1955 á Ísafirði. Hann varð bráð- kvaddur á Dynj- anda í Leirufirði 5. ágúst 2018. Foreldrar hans eru hjónin Lydía Rósa Sigurlaugs- dóttir f. 13. febrúar 1933, og Óskar Guðmundur Jóhannesson, f. 1. nóvember 1927, d. 1. febrúar 1993. Systkini Einars Rósa eru Albert, f. 3. júlí 1960, giftur Sig- fríði Hallgrímsdóttur, og Lydía Ósk, f. 23. ágúst 1965, gift Krist- jáni M. Ólafssyni. Einar Rósi giftist Jónínu Ólöfu Emilsdóttur, f. 30. nóv- hann á hverju ári; fyrst hjá föð- urbróður sínum í Bæjum á Snæ- fjallaströnd og síðar í Hafnardal hjá frænda sínum. Einar Rósi hóf sjómennsku 17 ára gamall og gerði út m.a. vél- bátinn Þrist með Kristbirni Ey- dal og Þórði Júlíussyni frá 1974 til 1977. Eftir sjómennskuna fór hann í land og vann við vega- vinnu hjá Jóni og Magnúsi ehf. Einar Rósi starfaði hjá Samskip- um frá 1998, fyrst á Ísafirði og síðar í Reykjavík, en þangað flutti hann með fjölskyldu sinni árið 2003. Frá 1999 hefur Einar Rósi, ásamt systkinum sínum, byggt upp sælureit á Dynjanda í Leir- ufirði. Þar naut hann þess að vera. Hann ferðaðist mikið um íslenska náttúru og hafði mikla ánægju af allri útivist, fjallgöng- um, dansi og sundi og hafði þar með sér góðan ferðafélaga, Kol- brúnu Guðnadóttur. Útför Einars Rósa fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 18. ágúst, kl. 14. ember 1957 (skilin), börn þeirra eru: 1) Hanna Rósa, f. 19. ágúst 1979, dóttir hennar er Gunn- þóra Rós, faðir hennar Gunnar Steinn Mánason. 2) Engilráð Ósk, f. 1. nóvember 1982, gift Jónasi Þorkels- syni og börn þeirra eru Óskar Guðmundur og Eva Þórkatla. 3) Eydís Eva, f. 8. júní 1993. Einar Rósi ólst upp á Ísafirði og varði miklum tíma hjá föð- urömmu sinni og -afa í Bæjum á Snæfjallaströnd. Sveitin átti hug hans allan og leið honum aldrei eins vel og þegar þangað var komið. Smalamennsku sinnti Pabbi minn, pabbi minn! Orð fá því ekki lýst hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo skilningsríkur og rólegur. Bæði þegar ég teiknaði á bílinn þinn með nagla og þegar við sát- um í sófanum saman í þögninni að horfa á fréttir og veður. Það verður skrítið að geta ekki hringt í þig og fengið þig til að hjálpa mér tvítugri dóttur þinni að ráð- leggja útifatnað, ef það væri smá rigning. Ég trúi ekki öðru en að vel hafi verið tekið á móti þér og barinn er alltaf opinn hjá þér og Jóa Bekk. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég er æv- inlega þakklát fyrir að hafa átt svona góðan pabba. Skál fyrir þér, pabbi! Þótt svo hann segi ekki við mann oft mikið, þá meinar hann alltaf margt. Hann getur aldrei neinn svikið, það getur hann ekki á neinn lagt. Hann er bara þannig maður, hann er bara þannig sál. Hann er aldrei með neitt þvaður, hann meinar allt sitt mál. Hann sýnir mér svo mikla ást, hann vill aldrei sjá neinn þjást. Hann er minn klettur og hann er mín trú, hann er minn besti pabbi, staðreyndin er sú! (Katrín Ruth) Eydís Eva Einarsdóttir. Elsku pabbi. Hvað ég er þakklát fyrir öll ár- in sem við áttum saman. Þakklát fyrir minningarnar með þér í Bæjum. Smalatíminn var skemmtilegastur, þegar við púkarnir fengum að prófa tal- stöðvarnar eða söngtextar voru búnir til um smalana. Þolinmæð- in var kannski ekki mikil þegar við þurftum að standa fyrir fénu en þegar við sáum ykkur smalana koma niður heiðina var hún alltaf þess virði. Ég mun segja afapúkunum þínum sögurnar af smala- mennskunni með þér í Bæjum. Þakklát fyrir allar ferðirnar okkur norður í Leirufjörð, ýmist var farið á bátnum eða gengið og einu sinni fórum við saman á snjósleða. Alltaf var stoppað við stóra steininn á Dynjandisheið- inni til að taka mynd. Ég skal muna eftir að taka koníakspelann með, þér til heiðurs, í næstu ferð. Kanóferðina okkar laugardaginn 4. ágúst 2018, með Evu Þórkötlu afapúka fremst, mun ég varð- veita. Þakklát fyrir alla aðstoðina frá þér með allar þær hugmyndir sem ég hef fengið í gegnum tíðina og langað að framkvæma en ekki vitað hvernig. Sumar hugmynd- irnar voru stærri en aðrar og allt- af varstu boðinn og búinn að að- stoða. Efst í huga mér er brúð- kaupið okkar Jónasar í Un- aðsdalskirkju árið 2010. Ófáar voru ferðir okkar frá Reykjavík inn í Bæi til að ferja alls konar dót og varning. Að hafa þig mér við hlið þegar við löbbuðum inn kirkjugólfið var ómetanlegt. Þakklát fyrir að þú passaðir alltaf upp á að ég væri græjuð fyrir skíðin á veturna og um síð- ustu jól fórstu að huga að Óskari Guðmundi afapúkanum þínum, í jólapakkanum frá þér voru skíði og skíðaskór. Þolinmæðina óend- anlegu sem þú sýndir mér sem barni og sem fullorðinni þegar skórnir voru eitthvað óþægilegir eða fæturnir orðnir þreyttir ætla ég að tileinka mér við púkana mína. Það var nú bara í vetur sem við stóðum í Hlíðarfjalli þar sem þú hjálpaðir mér að festa skíða- hjálminn á mig og ég hugsaði hvað ég væri heppin að hafa þig. Besta minningin er þó í vetur í Bláfjöllum þegar þú kenndir afa- púkanum þínum á skíði, að fara í lyftuna og renna sér sjálfur. Hvað ég var stolt, ekki bara af Óskari Guðmundi heldur líka að eiga þig sem pabba. Takk fyrir að vera pabbi minn, ég mun passa upp á afapúkana þína. Pabbi minn, hvað ég á eftir að sakna þín sólin á Drangajökul í Leirufirði skín. Aldrei mun ég gleyma þér þú verður ávallt í huga mér. Þakklát fyrir allt sem þú kenndir á skíðum þú oft mig sendir. Í Hvamm mun ég afapúkana bera enda er í afasveit best að vera. Þín dóttir, Engilráð Ósk. Ég bjóst við erfiðri flugferð heim 8. ágúst. Það var ekki vegna veðurs heldur vegna þess að þú varst alltaf mættur á völlinn þeg- ar ég og afa Rós komum til Ís- lands, en nú var ekki von á þér. Gunnþóra Rós, afa Rós, var skírð þegar hún var þriggja mánaða. Þessa þrjá mánuði kallaðir þú hana ekkert annað en afa Rós. Það festist við hana og úr varð að hún fékk nafnið Rós. Þú varst svo mikið original. Samkvæmur sjálfum þér og tengdur náttúrunni og fjölskyld- unni. Það var ákveðin yfirvegun og ró yfir þér. Það var gott að koma til þín, þar var þessi sama ró. Barnabörnunum leið vel hjá þér, eins og heima hjá sér. Oftar en ekki þegar þau voru búin að dreifa mat og dóti út um alla íbúð og að auki bera allt sem þau gátu upp í rúm og hoppuðu þar stóð ég og skammaðist, ætlaði að fá þau til að hjálpa mér að ganga frá, en þá kom klassískt svar frá þér: „Þetta þýðir ekkert!“ „Ég geng frá þessu á eftir“. Síðan hélstu ró- legur áfram að sinna þínu. Og pabbi! Allar skeljarnar sem þú tíndir fyrir okkur. Gunnþóra Rós tíndi alltaf mikið af skeljum þegar hún kom í sveitina og þú varst farinn að sinna þessu áhugamáli líka. Stundum fengum við box með skeljum með okkur til Svíþjóðar og stundum sendir þú okkur box. Ég var nú farin að laumast í að tæma boxin og „láta hverfa“ en Gunnþóra Rós vissi alltaf hvað var í boxunum. Nú verð ég eins, það má ekki henda neinum skeljum. Elsku pabbi minn. Sorgin er mikil en hver minning er dýrmæt og ég lofa að taka þig til fyrir- myndar og sinna sjálfri mér og fjölskyldunni og þá sérstaklega afapúkunum. Þín, Hanna Rósa og afa Rós. Elsku tengdapabbi. Ekki bjóst ég við að skrifa þessa minningargrein svona snemma. Hraustur maður eins og þú sem ert tekinn allt of snemma frá okkur. Þegar ég kynnist þér fyrst fyrir 11 árum kom aldrei annað til greina en að ég væri vel- kominn í fjölskylduna. Það var alltaf mjög gott að koma í Álf- heimana og svo í Grýtubakkann og sjá þig standa við grillið eða nostra við sósuna. Þú virtist alltaf njóta þess að fá þitt fólk í heim- sókn og bjóða upp á veislumat sama hvert tilefnið var. Það var alltaf gaman að fara í sveitina að Hvammi í Leirufirði og njóta lífsins og tilverunnar. Krakkarnir hlaupandi á pallin- um, athuga í netið með afa sínum, sigla um fjörðinn og ótal göngu- túrar um svæðið sem var þér svo kært. Mér er sérstaklega minn- isstætt þegar við löbbuðum yfir Öldugilsheiðina saman frá Un- aðsdal. Það var gaman að fylgjast með þér sýna okkur leiðina sem þú hefur farið svo oft. Það þurfti ekki kort eða áttavita, bara geng- ið beint af augum og auðvitað komum við á réttum stað niður af heiðinni. Þú hefur reynst börnunum mínum einstaklega góður og hjartahlýr afi. Alltaf tilbúinn að hjálpa sama hvað var og hefur mér þótt afskaplega vænt um það. Þeim þótti gaman að koma á pallinn hjá afa og fá ís. Mikið er sárt að hugsa til þess að þau muni alast upp án þín, minningu þinni verður haldið lifandi með góðum sögum af afa. Þú hefur verið og ert mér mikil fyrirmynd í lífinu. Traustur og góður, alltaf til í leggja hönd á plóg og fyrstur að hjálpa þegar þurfti. Ef börnin mín líta til mín eins og stelpurnar þínar litu til þín, þá hef ég gert eitthvað rétt. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Með þakklæti og auðmýkt ég kveð þig. Jónas Þorkelsson. Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir – viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjarnann nærir, klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dagur, frjálsborni fjallasveinn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Nú er komið að leiðarlokum hjá Einari Rósa. Efst í huga mér er þakklæti að hafa verið þessum einstaka manni samferða á lífs- leiðinni. Dætrum okkar, barna- börnum og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín, vinur minn. Jónína Ólöf Emilsdóttir. „Hæ Einar minn“ eða það sagði ég alltaf, líka þegar ég tal- aði um þig. Ég er svo þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast þér. Við smullum strax saman og vor- um mjög samstiga. Við kynnt- umst í göngu og mjög fljótlega bauðst þú mér í mat og baðst mig að koma með þér á dansnám- skeið. Við vorum svo dugleg sam- an, stunduðum dansinn okkar, syntum, hjóluðum, stunduðum göngur, fórum í bíó og leikhús. Ég sagði alltaf já því það bara passaði. Þetta var skrítið fyrst, ég bara trúði því ekki að tveir einstaklingar gætu verið eitt. Ferðirnar vestur voru dásamleg- ar, þar varstu á heimavelli. Stoppuðum úti í náttúrunni, fundum lautir eða góðan stein til að sitja á og borðuðum flatkökur með tei. Þú sagðist ætla að vera þar á sumrin með skrauthænur og bauðst mér að vera ráðskonan þín. Þú kenndir mér að skíða og ég gaf þér skriðsundsnámskeið. Æ, þetta var svo gaman. Við átt- um yndislegt sumarfrí í enda júlí þar sem þú komst með tjaldvagn- inn okkar og hittir fólkið mitt. Svo fórum við í útilegu og þrædd- um Norðausturlandið og enduð- um á Hauganesi. Þar leið þér vel og við töluðum um að ég myndi kaupa þar hús og þú ætlaðir að flytja til mín. Draumur sem ég mun geyma í hjarta mínu. Föstu- daginn 3. ágúst kvöddumst við í síðasta sinn. Söknuðurinn er svo mikill og takk elsku ástin mín fyr- ir faðminn þinn, hlýja og yndis- lega 18 mánuði sem við fengum að eiga saman. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (staðf. Hjálmar Jónsson) Þín unnusta, Kolbrún. Það er ennþá óraunverulegt að þurfa að kveðja hann Einar föð- urbróður minn í dag langt fyrir aldur fram. Einar var einstaklega lífsglað- ur og hjartahlýr. Hann vildi allt fyrir alla gera og var þeim eig- inleikum gæddur að geta reddað öllu. Hann reyndist mér ótrúlega vel, það var alltaf gott að geta hringt í Einar frænda sem kom eins og kallaður. Einar var mikill útivistarmað- ur, naut þess að fara í sund, fjall- göngur og á skíði. Það mátti ganga að Einari vísum uppi í Blá- fjöllum um helgar. Þangað var hann alltaf mættur fyrstur á morgnana til þess að skíða í besta færinu, að sjálfsögðu með flott- ustu græjurnar og í flottustu föt- unum. Þá var lítið mál fyrir mig að fá hann til að hjálpa mér nokkrar ferðir í stólalyftuna á skíðastólnum. Hann var líka dug- legur að koma með mér út að hjóla og hjólaði til dæmis með mér fyrsta maraþonið mitt. Einu sinni vorum við tvö úti að hjóla í miðbæ Reykjavíkur þegar Einar sagði við mig: „Eigum við ekki að fá okkur einn kaldan?“ Einar Rósinkar ÓskarssonÁstkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA G. ÁGÚSTSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eiri mánudaginn 13. ágúst. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 23. ágúst klukkan 13. María J. Hreinsdóttir Rosario Ómar Russo Þóra Hreinsdóttir Júlíus Brynjarsson Bryndís Hreins. Cawley Conrad J. Cawley Íris Hreinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GUNNAR ÁSGEIRSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík þriðjudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. ágúst klukkan 13. Sesselja Sigrún Hjaltested Hannes Einarsson Guðrún Burrell Örn Einarsson Nína Stefánsdóttir Ómar Einarsson Halla Magnúsdóttir Pétur G. Guðmundsson Guðrún K. Bachmann Rúna H. Guðmundsdóttir Heimir Karlsson Bragi Guðmundsson Hjördís Sævarsdóttir Snorri Guðmundsson Linda Gudmundsson Snævarr Guðmundsson Sigríður Guðný Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON frá Hömrum, Grímsnesi, til heimilis í Veghúsum 1, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 9. ágúst. Útför fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 22. ágúst klukkan 13. Guðmundur Kr. Guðmundss. Sandra R. Gunnarsdóttir Margrét E. Guðmundsdóttir Halldór Heiðar Sigurðsson Eyjólfur B. Guðmundsson Idania Guðmundsson Hulda B. Guðmundsdóttir Þór Eiríksson Ágúst I. Guðmundsson Anna Gunnlaugsdóttir Hanna G. Kristinsdóttir Pétur Hjaltested Guðleifur R. Kristinsson Heiðrún Gunnarsdóttir Ágúst Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐNASON, Naustabryggju 13, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 10. ágúst. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 24. ágúst klukkan 11. Kolbrún Hámundardóttir Guðmundur Arnar Jónsson Gerða Gunnarsdóttir Guðni Jónsson Anna Katrín Sveinsdóttir Ægir Hrafn Jónsson Sigrún Björk Björnsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.