Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Hari Illgresi Roundup er notað til að eyða illgresi, m.a. við götur og vegi. „Það er tiltölulega nýlega farið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur lengi verið notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu. Mér finnst verið að gera úlfalda úr mýflugu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, doktor í lífefnafræði og deildarstjóri rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá læknadeild Háskóla Íslands. Matvælastofnun bendir á að glýfosat í kornvörum sem sagt hefur verið frá sé langt undir evrópskum viðmiðunarmörk- um og ekki ástæða til að vara við neyslu þeirra. Breska blaðið Guardian sagði fyrst frá því að efnið glýfosat, úr ill- gresiseyðinum Roundup, hefði mælst í kornvörum frá stórum fram- leiðendum á borð við Quakers, Gen- eral Mills og Kelloggs. Í vikunni féll einnig dómur garðyrkjumanni í Bandaríkjunum í hag í máli sem hann höfðaði gegn framleiðanda Roundup, Monsanto, þar sem hann taldi að efnið glýfosat hefði valdið krabbameini. Undir viðmiðunarmörkum Fram kemur í tilkynningu Mat- vælastofnunar að mælingarnar sýni að glýfosat hafi mælst undir evr- ópskum viðmiðunarmörkum. Hæstu gildin sem voru birt voru 1,3 ppm í hafravöru Quakers, Quaker Old Fashioned Oats, á meðan eru há- marksgildi í höfrum 20 ppm og 10 ppm fyrir rúg og hveiti. „Þessi gildi gefa ekki tilefni til að vara við neyslu á þessum vörum, hvorki fyrir full- orðna né fyrir börn,“ segir í tilkynn- ingunni. Alltaf hægt að finna leifar Kristín segir sjálfgefið að finna leifar af efnum sem eru notuð við matvælaframleiðslu ef skoðað er nógu grannt. „Ef maður fer nógu langt niður með greiningarmörkin mun alltaf eitthvað finnast. Efna- greiningartækni hefur fleygt svo rosalega fram að það sem var sagt í gamla daga að væri ekkert í, það þýðir bara að greiningarmörkin voru hærri. Þetta kemur ekki á óvart. Ef maður á annað borð hefur með- höndlað matvæli með einhverjum efnum þá muntu finna einhverja sameind í matvælunum, en mjög lík- lega er það margfalt undir því sem er talið hættulegt. Þannig að það þarf alltaf að setja þetta í samhengi við hættumörkin og þótt eitthvað mælist þýðir það ekki að þetta sé hættulegt í þeim styrk,“ segir Kristín. Hún segir reglur um matvæla- framleiðslu gerðar af miklu öryggi. „Það er nokkuð öruggt að hægt sé að treysta viðmiðunarmörkum nema fólk borði ekkert nema einhverja eina fæðutegund í öll mál alla daga,“ segir Kristín. gso@mbl.is Verið að gera úlf- alda úr mýflugu  Ekki varað við neyslu morgunkorns 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki Aflaverðmæti á grásleppuvertíðinni, sem lauk 12. ágúst sl., nam 942 millj- ónum króna. Grásleppuafli undan- farin þrjú ár hefur tæpast svarað eft- irspurn kaupenda, jafnt framleiðsla á grásleppukavíar og á frystri grá- sleppu til Kína. Það hefur skilað sér í hækkun á verði og fært sjómönnum betri afkomu, segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Þar kemur fram að á árinu 2017 nam útflutningsverðmæti grá- sleppuafurða alls 1.789 milljónum. Miðað við verðhækkanir sem orðið hafa á árinu megi búast við góðri aukningu verðmæta milli ára. Sér- staklega í frosinni grásleppu þar sem útflutningsverð á fyrstu sex mánuðum ársins er 40% hærra en það var í fyrra. Útflutningsverðmæti fyrri hluta þessa árs er 896 milljónir á móti 629 milljónum á sama tímabili í fyrra. Seld heil og óskorin Á undanförnum árum hefur sala á grásleppu þróast úr því að eingöngu var markaður fyrir hrognin í að fisk- urinn er nú seldur heill og óskorinn. Afurðir grásleppu eru nú fluttar út sem fullunnin vara eða grásleppu- kavíar, söltuð grásleppuhrogn og fryst grásleppa án hrogna. Að auki má nefna fersk grásleppuhrogn, sem eru flutt út í litlum mæli. Eins og gjarnan var með sölu grá- sleppuhrogna eru verðsveiflur tíðar. Á tímabilinu 2013 – 2018 hefur meðalverð lægst farið í 155 kr/kg en hæst í 210 kr/kg á síðustu vertíð. 35% verðhækkun á tveimur árum er líklegast met í verðhækkun til sjó- manna hér við land. Þess ber þó að geta að verðið á vertíðinni 2015 var 204 kr/kg sem sýnir glöggt að af- koma sjómanna af veiðunum nú er lakari en þá var, segir á heimasíðu LS. aij@mbl.is Aukið verðmæti og betri afkoma  Aflaverðmæti grásleppu 942 milljónir Morgunblaðið/Líney Þórshöfn Komið að landi með góð- an grásleppuafla á vertíðinni í vor. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Unnið hefur verið að endurgerð Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Lækjargötu. Við það verk hefur hin sögufræga Steinbryggja komið í ljós. Fornleifafræðingar hafa not- að tækifærið í vikunni og mælt og myndað mannvirkið. Morgunblaðið spurðist fyrir um það hjá borginni hvort það hafi komið til skoðunar að almenningur geti í framtíðinni skoðað brúna í gegnum gler. Þau svör fengust að áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að gamla steinbryggjan verði sýnileg. Á þessu svæði væri gert ráð fyrir gangandi og akandi umferð. Steinbryggjan verður sýnileg í nokkra daga enn. Framkvæmdaað- ilar eru að bíða eftir að fá grænt ljós frá fornleifafræðingunum til að halda áfram með verkið. Bryggjan mun því hverfa sjónum manna áður en langt um líður. Því er kjörið tækifæri fyrir áhugasama að skoða bryggjuna núna. Þetta tækifæri kemur varla aftur á næstu áratugum. Bryggjan fór undir uppfyllingu árið 1940 og hafði því verið hulin sjónum manna í áratugi. Steinbryggjan er á svæði milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Vestan við hana er Tollhúsið og aust- anmegin hið nýja Hafnartorg, þar sem stórhýsi hafa risið. Kaflinn til- heyrði áður Pósthússtræti en borg- aryfirvöld ákváðu fyrr á þessu ári að hann fengi nýtt heiti, Stein- bryggja. Steinbryggjan var gerð sumarið 1884 úr tilhöggnum steini og var þá mesta mannvirki sem Reykjavík hafði ráðist í fram að því. Júlíusi Schou steinhöggvara var falin umsjá verksins. Áður höfðu verið trébryggjur í fjörukambinum. Bryggjan var fyrsti viðkomustaður þeirra sem komu til Reykjavíkur með skipum. Beint upp af Steinbryggjunni er hið nýja Bæjartorg, þar sem pylsu- vagn Bæjarins bestu hefur staðið í áratugi. Endurgerð Bæjartorgsins er langt komin. Nú styttist í að pylsuvagninn verði fluttur að nýju á sinn gamla stað. Hann hefur um nokkurra mánaða skeið staðið hin- um megin við götuna, við hús Eim- skipafélagsins, nú Hótel 1919. Þar má alla daga sjá langar rað- ir erlendra ferðamanna, sem vilja fá sér „eina með öllu“ hjá þessum heimsfræga pylsuvagni. Morgunblaðið/sisi Steinbryggjan Efsti hluti bryggjunnar verður sýnilegur næstu daga. Fornleifafræðingar hafa notað tækifærið til að skoða mannvirkið og mynda. Á myndinni má einnig sjá nýja spennistöð sem reist hefur verið á Bæjartorgi. Steinbryggjan fer á ný undir yfirborð jarðar  Fornleifafræðingar hafa mælt og myndað mannvirkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.