Jökull


Jökull - 01.07.2003, Side 87

Jökull - 01.07.2003, Side 87
Society report Haustferð JÖRFÍ á Vatnajökul 2002 Finnur Pálsson Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík; fp@raunvis.hi.is Haustferð Jörfí var farin dagana 12–16. septem- ber. Eins og síðustu ár var henni slegið saman við afkomu- og veðurstöðvavitjun Raunvísindastofnunar og Landsvirkjunar. Að þessu sinni var ákveðið að reyna að fara um Tungnaárjökul, en mörg síðustu ár hefur verið farið um Köldukvíslarjökul eða Skála- fellsjökul. Tungnaárjökull hefur verið afar úfinn og sprunginn neðan til vegna framhlaupsins 1994–1995. Á fimmtudegi 12. september var farið í Jökulheima og komið þar um hádegisbil í blíðuveðri. Þaðan gekk greiðlega inn að jökli en talsvert var í Tungnaá og þurfti að gæta varúðar þegar farið var yfir hana (sjá mynd). Tungnaárjökull reyndist vonum betri yfirferð- ar, enda hafði leysing um sumarið ekki verið meiri en svo að á sprungusvæðinu neðan rétt jafnvægislínu (1100–1250 m h.y.s.) voru allsstaðar færar snjóbrýr. Nýsnjór var ofan 1300m, en færið ekki mjög þungt og greiðlega gekk að næturstað á Grímsfjalli. Á leiðinni upp var lesið af afkomustikum og tvær veðurstöðv- ar LV og RH sem skráðu veðurupplýsingar sumar- langt á Tungnaárjökli teknar niður. Að venju var gott að koma heim í Grímsfjallaskála, og þar átti hópur- inn notalega kvöldstund. Á föstudegi greindist hópur- inn í þrennt: tveir bílar fóru austur jökul (á Brúarjök- ul, Eyjabakkajökul, Hoffellsjökul, efstu drög Breiða- merkurjökuls, og um hábungu jökulsins) til lesa af um 25 afkomumælistikum og taka niður 3 veðurstöðvar. Veðurstöð neðst á Brúarjökli var skilin eftir til að afla gagna um vetrarveðrið. Á fjórum vélsleðum var les- ið af um 15 afkomumælistikum og mældar inn með GPS tækjum um 75 skriðhraðastikur í og við Gjálp, Grímsvötn og Skaftárkatla. Þriðji hópurinn vann að viðhaldi jarðskjálftamæla og rafstöðva RH og Veð- urstofu, skála og skálabúnaðar á Grímsfjalli. Auk þess vann jarðfræðingur að athugun á bergi og ösku á Grímsfjalli. Tveir ofurhugar reyndu daglangt á laug- ardegi að berja, pjakka, hjakka, moka og ausa sig í gegnum beingaddað öskulagið við rætur vatnshæðar- mælitækjamasturs í Grímsvötnum. Hugmyndin var að losa um mastrið og hækka það lítillega fyrir vet- urinn. Síðdegis kom fólk að mastrinu og bað ofurhug- ana hætta þessu, enda ekki sýnilegur árangur frá því snemma um morguninn. Skömmu síðar skiluðu aust- urfarar sér til baka á Grímsfjall eftir árangursríka ferð í ágætu veðri en skyggnislitlu. Þeir höfðu að venju gist í skála félagsins í Goðahnúkum. Nú þvóu sér allir í gufubaði, borðuðu góðan mat og aðeins var tekið lag- ið. Að morgni sunnudags vildi allt það nýþvegna fólk, sem lokið hafði sínum verkum, til byggða, enda öllum erindum ferðarinnar lokið nema frágangi mælitækja og búnaðar á Grímsfjalli. Á messutíma eða svo urr- uðu tveir bílar sneisafullir af farangri í skálabrekkunni og fólk að kveðjast: þá breyttist bensín-urr í murr og síðan þögn. Vél annars bílsins hætt að snúast, biluð. Eftir nokkra skipulagsfundi, símhringingar og annað sem tilheyrir, var ákveðið að fá varahlut með flugvél á Höfn í Hornafirði, og fá hann fluttan þaðan með bíl á Skálafellsjökul. Þangað var farið á 2 vélsleðum til að sækja varahlutinn, og heimferðafólk fylgdi á ein- um bíl, en ekki var talið ráðlegt að fara einbíla um Tungnaárjökul og Tungnaá. Þessi ferð gekk vel og murr-bíllinn farin að urra aftur uppúr miðnætti. Um hádegisbil á mánudegi fór hópurinn niður Tungnaár- jökul og gekk greiðlega, utan að ekki var bilanaskratt- inn alveg búinn að sleppa murr-bílnum, braut í hon- um öxul og að lokum undan honum afturhjól með miklum látum rétt eftir að lagt var frá Jökulheimum. Í frásögn um síðustu haustferð þurfti að eyða miklu plássi í lýsingar á þrálátum og margvíslegum bilunum í "Dodda"(Dodge bíl JÖRFÍ). En nú bar svo við að ekki þurfti að líta á hann, nema þá til að dást að því hve mjúklega hann leið yfir og lagaði sig að jökulyfir- borðinu og etv. að einhver laumaðist til að leggja eyru að húddi til að njóta hins milda dyns vélarinnar. Þetta JÖKULL No. 52, 2003 85

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.