Jökull


Jökull - 01.07.2003, Síða 87

Jökull - 01.07.2003, Síða 87
Society report Haustferð JÖRFÍ á Vatnajökul 2002 Finnur Pálsson Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík; fp@raunvis.hi.is Haustferð Jörfí var farin dagana 12–16. septem- ber. Eins og síðustu ár var henni slegið saman við afkomu- og veðurstöðvavitjun Raunvísindastofnunar og Landsvirkjunar. Að þessu sinni var ákveðið að reyna að fara um Tungnaárjökul, en mörg síðustu ár hefur verið farið um Köldukvíslarjökul eða Skála- fellsjökul. Tungnaárjökull hefur verið afar úfinn og sprunginn neðan til vegna framhlaupsins 1994–1995. Á fimmtudegi 12. september var farið í Jökulheima og komið þar um hádegisbil í blíðuveðri. Þaðan gekk greiðlega inn að jökli en talsvert var í Tungnaá og þurfti að gæta varúðar þegar farið var yfir hana (sjá mynd). Tungnaárjökull reyndist vonum betri yfirferð- ar, enda hafði leysing um sumarið ekki verið meiri en svo að á sprungusvæðinu neðan rétt jafnvægislínu (1100–1250 m h.y.s.) voru allsstaðar færar snjóbrýr. Nýsnjór var ofan 1300m, en færið ekki mjög þungt og greiðlega gekk að næturstað á Grímsfjalli. Á leiðinni upp var lesið af afkomustikum og tvær veðurstöðv- ar LV og RH sem skráðu veðurupplýsingar sumar- langt á Tungnaárjökli teknar niður. Að venju var gott að koma heim í Grímsfjallaskála, og þar átti hópur- inn notalega kvöldstund. Á föstudegi greindist hópur- inn í þrennt: tveir bílar fóru austur jökul (á Brúarjök- ul, Eyjabakkajökul, Hoffellsjökul, efstu drög Breiða- merkurjökuls, og um hábungu jökulsins) til lesa af um 25 afkomumælistikum og taka niður 3 veðurstöðvar. Veðurstöð neðst á Brúarjökli var skilin eftir til að afla gagna um vetrarveðrið. Á fjórum vélsleðum var les- ið af um 15 afkomumælistikum og mældar inn með GPS tækjum um 75 skriðhraðastikur í og við Gjálp, Grímsvötn og Skaftárkatla. Þriðji hópurinn vann að viðhaldi jarðskjálftamæla og rafstöðva RH og Veð- urstofu, skála og skálabúnaðar á Grímsfjalli. Auk þess vann jarðfræðingur að athugun á bergi og ösku á Grímsfjalli. Tveir ofurhugar reyndu daglangt á laug- ardegi að berja, pjakka, hjakka, moka og ausa sig í gegnum beingaddað öskulagið við rætur vatnshæðar- mælitækjamasturs í Grímsvötnum. Hugmyndin var að losa um mastrið og hækka það lítillega fyrir vet- urinn. Síðdegis kom fólk að mastrinu og bað ofurhug- ana hætta þessu, enda ekki sýnilegur árangur frá því snemma um morguninn. Skömmu síðar skiluðu aust- urfarar sér til baka á Grímsfjall eftir árangursríka ferð í ágætu veðri en skyggnislitlu. Þeir höfðu að venju gist í skála félagsins í Goðahnúkum. Nú þvóu sér allir í gufubaði, borðuðu góðan mat og aðeins var tekið lag- ið. Að morgni sunnudags vildi allt það nýþvegna fólk, sem lokið hafði sínum verkum, til byggða, enda öllum erindum ferðarinnar lokið nema frágangi mælitækja og búnaðar á Grímsfjalli. Á messutíma eða svo urr- uðu tveir bílar sneisafullir af farangri í skálabrekkunni og fólk að kveðjast: þá breyttist bensín-urr í murr og síðan þögn. Vél annars bílsins hætt að snúast, biluð. Eftir nokkra skipulagsfundi, símhringingar og annað sem tilheyrir, var ákveðið að fá varahlut með flugvél á Höfn í Hornafirði, og fá hann fluttan þaðan með bíl á Skálafellsjökul. Þangað var farið á 2 vélsleðum til að sækja varahlutinn, og heimferðafólk fylgdi á ein- um bíl, en ekki var talið ráðlegt að fara einbíla um Tungnaárjökul og Tungnaá. Þessi ferð gekk vel og murr-bíllinn farin að urra aftur uppúr miðnætti. Um hádegisbil á mánudegi fór hópurinn niður Tungnaár- jökul og gekk greiðlega, utan að ekki var bilanaskratt- inn alveg búinn að sleppa murr-bílnum, braut í hon- um öxul og að lokum undan honum afturhjól með miklum látum rétt eftir að lagt var frá Jökulheimum. Í frásögn um síðustu haustferð þurfti að eyða miklu plássi í lýsingar á þrálátum og margvíslegum bilunum í "Dodda"(Dodge bíl JÖRFÍ). En nú bar svo við að ekki þurfti að líta á hann, nema þá til að dást að því hve mjúklega hann leið yfir og lagaði sig að jökulyfir- borðinu og etv. að einhver laumaðist til að leggja eyru að húddi til að njóta hins milda dyns vélarinnar. Þetta JÖKULL No. 52, 2003 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.