Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
kjöt, súrar bringur og hnakkaspik af hrútum, sem sagt
allt til alls. Á björtum septemberdegi þeysti sýslumaður
í hlað, við Hallgrímur tókum á móti honum, hann kynnti
mig fyrir honum og mikið leist mér vel á þennan gjörvu-
lega og glæsilega mann,, mér fannst æ síðan að hann bæri
af öllum mönnum, sem ég hefði séð. Ekki féll hann við
kynningu, því maðurinn var í senn alþýðlegur og hið mesta
ljúfmenni. Þar rættist spá Hallgríms. Eg hafði lært að þéra
fólk og umgangast þetta svokallaða heldra fólk í Stykkis-
hólmi svo ég tók það ekkert nærri mér. Nú komu að góð-
um notum hvítu svunturnar og fötin frá dvöl minni í
Hólminum. Þegar ég lít til baka finnst mér að þessi tími
á Staðarfelli sem ég veitti Hannesi Hafstein þjónustu mína
hafi verið besti og skemmtilegasti tími lífs míns. Aldrei
hafði ég kynnst þvílíkum allsnægtum, né hlotið meiri þakk-
ir fyrir verk mín. Sýslumaður sagði við mig: „Þessi góði
íslenski sveitamatur á vel við mig, ég vandist honum heima
í foreldrahúsum, nema þegar erlendir gestir voru í heim-
sókn, þá var kryddaður matur.“ Oft komu gestir í heim-
sókn til hans að kveldinu, heldri menn o. fl. Þá hitaði ég
vatn í púns. Þegar þeim dvaldist fram eftir, sagði hann
gjarnan við mig: „Þér þurfið nú að fara hvíla yður Jó-
friður, það er ágætt að hafa aðeins glóð í eldavélinni og
vatnsketillinn mun haldast heitur, góða nótt.“ Svona var
hann nærgætinn. Ég svaf inni í bæ. Eg kvaddi þennan
'heiðursmann með virðingu og hlýjum huga og hann þakk-
aði mér vel unnin störf og óskaði mér velfarnaðar.
Ég hafði stundum verið tíma að sumrinu hjá séra Friðrik
Eggertz, sem þá var í Akureyjum, að „unparta“ gesti hans,
t. d. Pétur son hans, frú hans og syni, Sigurð Eggerz síðar