Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 123
BREIÐFIRÐINGUR
121
Og svo kemur fiskvinnan og búningarnir. Fiskurinn
„ygþys“ var tákn Krists sjálfs, leynimerkið, sem ekki mátti
nefna upphátt í þeirri neðanjarðarhreyfingu á nútímamáli,,
sem kirkjan var upphaflega í félagslegu tilliti. Þar fólst
fangamarkið, stafirnir hans: Jesús Kristur Guðs son frels-
ari, auk þess sem fiskmyndin minnti á upphafið, fiski-
mennina, fiskveiðar, bátstefnið, hinn fyrsta prédikunarstól.
Og búningarnir, helgiklæðin, áttu 'hvert um sig að tákna
hinar heilögu hugsjónir, hvít skikkja tákn hreinleika og
helgi, rauð og gullin skikkja kærleika og dýrð Drottins.
Og áframhaldandi vinnubrögð eyjamanna, áframhaldandi
táknlegan boðskap kirkjunnar: „Kristindómur í verki.“
Selveiði, uppspretta ljóssins í koluna úr djúpi hafsins,
auk þess sem selurinn á norðurslóðum, kópurinn með sak-
lausu, spurulu barnsaugun gat orðið sama og lambið,
fórnarlambið saklausa, sem „varð að deyja svo vér mætt-
um lifa“, eins og kirkjan hefur orðað það um aldaraðir,
að láta líf sitt til lausnargjalds fyrir aðra.
Og í trú fyrri alda var selurinn einnig dýr upprisunnar
á þann hátt, að líf drukknaðra gat færst yfir í selinn og
falist þar, uns aftur yrði gengð á land. Selurinn varðveitti
þannig frumglæði ljóss og lífs í líkama sínum sem heilagt
dýr djúpsins.
Lundinn var einnig undirstaða lífs í eyjunum og varn-
aði 'hungri í harðindum og flutti vorið í björg og sund. En
hann var einnig tákndýr eða talfugl og bar að öðru jöfnu
nafn prests eða prófasts sakir útlits og „söngs“ síns, tónsins.
Þannig varð hann líkt og óvart kirkjunnar fugl í eyjum
Breiðafjarðar. Og í þjónustu sinni við lífið varð hann að
deyja.