Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
á dögum. En varla gæti annar en drengurinn frá Núpi, sr.
Olafur hafa frætt hann á þessu.
Samt bendir ýmislegt til að Ólafur litli á Núpi hafi
búið við sæmilegan bókakost. Heimilið fróðleiksheimili í
fremstu röð. Sveitin Haukadalur auðug að bókelsku fólki,
sem ritaði bækur og stundaði bókband.
Þar má fremstan telja nágranna á næsta bæ við Núp,
Vatnshorni. Hann hét Jón Egilsson. Fræðimaður að þeirra
tíma hætti, sem skrifaði frábæra rithönd og var tengda-
faðir Jóns Espólíns, hins kunna annálaritara, og vildar-
vinur Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns.
Eitt er víst, þetta umhverfi efldi mjög fróðleiksfýsn og
námslöngun Ólafs litla á Núpi, og bókband lærir hann
barn að aldri og fermdur var hann aðeins 12 ára gamall.
En það gerðist aðeins með gáfuð börn og bókvís.
En tveim árum síðar, þegar hann var 14 ára fluttist
fjölskyldan að Melum í Hrútafirði. Bræðurnir, synir Sig-
urðar og Katrínar voru þá þrír, Ólafur, Þorvaldur og
Matthías. En þrjú börn höfðu þau þá misst.
Sigurði búnaðist vel bæði á Núpi og Melum, enda var
hann iðjumaður svo mikill að hann lauk jafnan við að
prjóna karlmannssokk á kvöldvökunni, meðan hann las
fyrir heimiisfólk sitt í baðstofunni. Synir hans voru upp-
aldir við sömu iðjusemi og áhuga. Seinna fluttu foreldrar
Ólafs að Fjarðarhorni, sem var mjög í þjóðbraut.
Þar kynntist hann ýmsum fróðleiks og menntamönnum,
sem ýmist gistu eða dvöldu á foreldrabeimili hans. Sumir
þessara manna eða gesta urðu síðar kennarar hans um
lengri eða skemmri tíma, en allir sem hann tengdist slík-
um menntaböndum urðu vinir hans ævilangt.