Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 86
84
BREIÐFIRÐINQUR
efnið í þeim væri stundum bæði lítið og Ijótt, líktist helst
bernaðarmyndum nútímans.
— Og svo varstu forsöngvari í Múlakirkja í meira en
hálfa öld, Andrés?
— Já, hann sagðist hafa verið 12 ára, þegar sr. Sigurð-
ur Jensson í Flatey bað 'hann „að kyrja“, sem kallað var
í kirkjunni, greip Guðný fram í með hægð.
Hann virtist þurfa umhugsun og fitlaði við fingur sér
með þessu daufa brosi, sem er honum eiginlegt og líkt og
sólskinsblettur um munn og vanga, sem stendur kyrr, með-
an spurn leitar yfir augun í þessu breiða, karlmannlega
andliti. Svo tekur hann undir og dæsir ofurlítið líkt og
eitthvað hjartfólgið hafi orðið fyrir hnjaski.
-— Og það sagði, að ég héfði alltaf „byrjað“ í kirkjunni
síðan og einhverntíma „kastaði“ ég orgeli inn úr dyrunum
og hún Ásthildur spilaði á það. Já, það vildi ég að einhver
gæti byrjað, eftir að ég er farinn.
— Það var löngu áður en við fórum, sem þú gafst org-
elið, Andrés. Það var rétt eftir að þessi kirkja var byggð.
Og svo var nú kirkiulaust í mörg ár, eftir að hún fauk.
En það var sama. Þú „byrjaðir“ altaf á Múla, minnsta
kosti við jarðarfarir.
— Þótti þér vænt um þetta forsöngvarastarf, Andrés?
skaut ég inn í. Hvar lærðir þú lögin? Ekki leikur þú á
orgel?
— Nei, það hef ég aldrei lært og aldrei reynt.
Hann lítur glettinn á svera fingur og stirðar, verklúnar
hendur.
— En lögin kunni maður einhvern veginn af sjálfu sér.
Hann Sæmundur Björnsson kenndi fólkinu nýju lögin við