Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 21
BREIÐFIRÐINGUR
19
vera malað kaffi, þegar ég fór að skoða í boxið.“ Hann
bað mig afsökunar.
Alltaf lét hann mig þéra sig en hann þúaði mig. Oft
sagði hann við mig: „Þú mátt ekki fara frá mér, fuglinn
minn, fyrst hún Ragnheiður mín vill ekki koma til mín
aftur.“ En Ragnheiður var ekkja, sem var búin að vera
ráðskona hjá séra Friðrik í Akureyjum. Bjó hún með börn-
um sínum í Innri-Fagradal. Hún var móðir Kristínar
Blöndal. Séra Friðrik langaði mikið til að fá hana aftur
fyrir ráðskonu, en hún lét aldrei tilleiðast að fara til hans
aftur. Ragnheiður flutti síðar að Stað á Reykjanesi ásamt
dóttur sinni Kristínu.
Eftirfarandi sögu sagði prestur mér út af þrætupartinum
milli Skarðs og Hvalgrafa: „Samkvæmt viðtali við Kristján
kammerráð, mæltum við okkur mót á Grafarhlíð að sumar-
lagi og hittumst þar á tilsettum tíma, margt var talað og
báðir tóku upp hnífa sína, sem við lögðum á milli okkar
og áttu þeir að skera úr málum ef samningar ekki tækjust.
Endalokin urðu þau að ég dró mig heldur í hlé og lét hlut
minn áður en til alvarlegra skipta drægi á milli okkar,
enda þá tekinn að eldast og tapa kjarki.“
Aðra sögu sagði hann mér af búskapartíð sinni í Akur-
eyjum. Þá voru tveir vinnumenn hjá honum, sem honum
líkaði sérstaklega vel við og spáði að yrðu búhöldar góðir.
Eitt sinn um vor, voru þeir í smalamennsku í landi (Búð-
ardal). Fátt var heima í Akureyjum. Grípur þá prestur
kíki sinn og gengur upp í turn hússins, en þaðan var hið
besta útsýni yfir allar eyjar og nágrenni. Sér hann þá á
skeri einu eða hólma, sem Klofrifur heitir, eitthvað sem
glampar á í sólskininu, og skilur hann ekki, hvað þetta