Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
geti verið. Gerist klerkur nú forvitinn, gengur niður úr
turninum og hittir að máli gamlan mann á heimilinu og
bið hann að koma með sér niður að sjó. Þeir ýta fram
bátkænu og róa út í Klorifur. Verður prestur undrandi,
er hann finnur þarna vel verkuð selskinn á hörðum balan-
um. Tekur hann skinnin í land og lætur kyrrt liggja þar
til vinnumenn hans koma heim. Ræddi hann málið við þá
einslega og gerði samning við þá að láta þetta kyrt liggja
gegn því að þeir ynnu hjá sér eftir að þeir væru frá sér
farnir hvenær sem hann krefðist þess. Eftir að séra Frið-
rik fluttist að Hvalgröfum, varð annar þessara manna
búsettur í sömu sveit og varð þar af leiðandi önnur hönd
prests á efri árum hans. Hann slátraði fyrir hann á haust-
in, saltaði kjötið, rakaði gærurnar og hnoðaði mörinn,
einnig tók hann upp surtarbrand og færði honum heim,
var sem sagt alltaf reiðubúinn til starfa, þegar kallað var.
Um hinn er mér ekki eins kunnugt hversu hann hefur laun-
að presti þagmælskuna. Báðir urðu þessir menn ágætir
búhöldar og vel metnir hvor í sinni sveit.
Fátæka konu, Helgu í Fagradalstungu, móður Jóns
Hannessonar á Skarði, gladdi prestur á hverju ári og gaf
henni eina mörtöflu og skjóðu fulla af bankabyggi. I
Barmi, næsta bæ við Hvalgrafir bjuggu á þessum árum
fátæk hjón Guðmundur Nikulásson og Sigurlaug kona
hans. Þá vill það til að konan leggst á sæng að ala barn,
enga hjálp náðist í, bóndinn tók sjálfur á móti barninu,
þar sem unglingsstúlka sem lánuð var frá Búðardal missti
kjarkinn, þegar á átti að herða. Bóndinn kom svo með
barnið niður að Gröfum daginn eftir nær dauða en lífi og
bað prest að skíra barnið, sagðist prestur ógjarnan vilja