Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 88
86
BREIÐFIRÐINGUR
En Vísir var duglegt félag. Kom sér upp húsi til sam-
komuhalds, eina fundarhúsinu, sem nokkurn tíma hefur
verið í Múlasveit, Og þetta var þeim mun merkilegra, að
enginn af stofnendum og félögum átti neitt. Þetta var á
verstu kreppuárunum. Lambið lagði sig á tólf krónur. Flest
ykkar unnu fyrir engu kaupi. Sumir höfðu kannski 100
krónur yfir árið. Sagt var að einn, eða fleiri, hefðu látið
allt árskaupið sitt til ungmennafélagsins. Var það ekki
Guðbjörn, fóstuíbróðir þinn, sem það gerði?
— Jú, það var hann. Og það hefði ég líka gert, en ég
hafði ekkert kaup, af því að pabbi borgaði fyrir mig
þriggja mánaða tíma í Flatey. En þá var ég að læra dönsku
og ensku hjá Magnúsi Andréssyni í Beykishúsinu. Hann
kenndi þessum „landeyðum“ úr sveitinni í einkatímum
svaraði ég. — Já, þið voruð dugleg, fundirnir s’kemmti-
legir, og skógarferðir í Vattardal ógleymanlegar. Öll sú
fegurð, friður og gleði. Þar var ekki brennivínið. Enginn
reykti eða „drakk“ á þeim æskulýðssamkomum. Allir
skemmtu sér konunglega, þótt hljóðfærin væru ekki annað
en hárgreiða eða harmonika — einföld og lítil.
Mér fannst gaman að vera með ykkur,, það segi ég satt.
Ég hef alltaf ihaft yndi af öllum íélagsskap, einkum með
ungu fólki, samt lærði ég aldrei að dansa. Stirður og þung-
stígur 'býst ég við.
Andrés lítur á stóra fætur og síðan á mig þessum ljós-
brúnu, kviku augum og bætir við — en þetta breyttist allt
þegar þú fórst. Og nú er ungmennafélagið Vísir aðeins
falleg minning húsið, dalakofinn á Vattarnesi, stendur
einn og yfirgefinn uppi á „hólinu“ undir hjallanum. En
þaðan er viðsýnt og fagurt um að litast. Og svo var skólinn