Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 98
96
BREIÐFIRÐINGUR
yrkja kvæði til konungsins, um fósturjörðina — og allt
eftir þessu.
Þessi tyllidagur þjóðarinnar varð mér síðar drjúgt vega-
nesti til umhugsunar — og ég held að hann sé það enn!
Höfuðbólið.
Um Reykhóla mætti margt segja, ef tími og rúm leyfði.
— A fyrri öldur i, jafnvel frá Landnámstíð, hafa þeir
verið eitt hið mesta höfuðból og höfðingjasetur Vestur-
lands, og jafnvel fram á vora daga hafa oftast valist
þangað rausnarmenn og héraðshöfðingjar (auðvitað stund-
um ribbaldar og yfirgangsseggir)! — Stendur þetta sjálf-
sagt í sambandi við legu og kosti jarðarinnar og að Reyk-
hólar voru ættaróðal ríkismanna og stórmenna í aldaraðir.
Sá maður, sem einna mest hefur borið þar á í seinni tíð,
var Bjarni Þórðarson, borgfirskur að uppruna. — Hann
fór að búa á Reykhólum 1869 og hélt þann stað fram yfir
aldamót. — Bjarni var framgjarn meður með afbrigðum,
bú'höldur ágætur og stórvirkur, þjóðhagasmiður, rausnar-
maður og lífsglaður. — Á fyrri árum gerði hann miklar
jarðabætur á Reykhólaengjum með skurðaðgerð, byggði
bæinn 1873—’74, sem fyrr er getið, og öll peningshús, þar
á meðal hlöðuna miklu, mun hún í þá daga hafa verið
stærsta heyhús landsins. — Ýmislegt fleira mætti segja
um skörungsskap Bjarna.
Stutt lýsing jarðarinnar.
Þar sem Reykhólar hafa ætíð verið taldir mikil kosta-
jörð, með afarmargbrotnum skilyrðum og hlunnindum, vil
ég í stuttu máli reyna að lýca í aðaldráttum bújörðinni og