Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
vesturenda Suðureyjar, eru tveir hólmar annar við norð-
vestur hornið og heitir Sáta, en hinn við suðvestur hornið
og hann kallaður Lundahólmi, var Iþar mikil lundabyggð.
Austur af Lundahólma eru tvö sker, sem fjarar úti og heitir
þar sem er nær hólmunum Spillir, en hitt Syðra-Drápssker.
Kemur iðulega fyrir, að fé tapist á þessum skerjum, er það
sótti þangað út í sölin, sem voru þó nokkur.
í norðvestur frá Suðurey eru tvö löng sker sem fara
yfirleitt ekki í kaf um flæðar á þeim er sinn steinninn á
hvoru skeri, sem voru notaðir sem tímamerki á sama hátt
og hólamir á Þernuhólma, nema hvað þeir merktu annan
tíma. Sá á austari skerinu merkti hádegi þegar sól bar á
steininn, en sá vestari á s'keri merkti nón. í suður frá
nónskeri er hólmi eða sker vaxið melgresi og heitir það
Melsker eða (Æðarsker), þar verpti æðarfugl og nokkrir
s'karfar. Norðvestur af Melskeri er svo Kálfurinn, hann
er nokkuð stór og dálítið skrítinn í lögun, hæstur í miðj-
unni. í Kálfinum var útræði til forna, en ekki veit ég nán-
ar hvenær það var né hvenær það lagðist niður. Kálfurinn
er nokkuð hár og breiður en mjókkar þó lítilsháttar til
endanna, austurendinn var kallaður Tagl. Á Taglinu var
smá vörðubrot sem var notað sem leiðarmerki.
Á Kálfinum hæstum var önnur varða sem var notuð
sem leiðarmerki, eins og hin. Á vesturendanum er smá-
eiði, á eiðinu voru tóftarbrot eftir verbúðir og uppsátur,
hæði að sunnan til á eiðinu og norðan, vestan á eiðinu er
klapparhóll grasigróinn, heitir hann Haus.
í Hausnum er smá rauf, sem var kölluð Bás. Rétt í
suðvestur af Hausnum er klettur sem var kallaður Spillir