Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 92
90
BREIÐFIRÐINGUR
svartbakur núna síðustu árin og eyðilagði allt saman. Það
gat enginn rönd við reist.
— En falleg er Hellisey, sagði Andrés. Og líklega gæti
hún orðið gullnáma af dún, ef rétt væri að farið og leyft
að eyða varginum.
Einhver klökkvi litaði rödd hans. Líklega stóð Hellisey
hjartanu næst, þessi friðsæli blettur við Gráðuvík.
— En líklega var það hvorki dúntekja né grásleppu-
veiði, sem varð okkur notadrýgst, greip nú Guðný fram
í, heldur kartöflugarðarnir, sem þið gerðuð. Það voru
blessaðar kartöflurnar og mjólkin, sem voru undirstaðan
undir öllu saman. Undarlegt, að enginn skyldi hafa rækt-
að kartöflur fyrr á Hamri, svo heitið gæti. Þarna er svo
skjólsælt og moldin mjúk og fín, og góð við börnin sín.
— Það er margs að minnast, hvíslar Andrés næstum
því. Það er margt að kveðja. Ég sagði nú alltaf eins og
draugurinn eða nátttröllið, „setið skal meðan sætt er“,
þegar lofsöngurinn um sólskinið fyrir sunnan hljómaði
sætast í eyrum. Og 'best hefði mér fundist við eiga að aka
mér í hjólbörum suður. Það er hæfilegasta farartækið fyrir
mig heiman að.
Og gott var samferðafólkið á lífsleiðinni í sveitinni okk-
ar. Þar ber engan skugga á.
— Nei, þar var enginn skuggi, samþykkir Guðný. Við
þökkum öllum heima fyrir samfylgdina og ekki síður
þeim, sem nú hvíla í kirkjugarðinum á Múla.
— Og þangað ætlaði ég nú bara í mína síðustu ferð,
segir Andrés. En það dæmdist rétt að vera að leggja þessa
lykkju á leiðina bætti hann við og brosti aftur þessu tví-
ræða brosi.