Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 52
50
BREIÐFIRÐINGUR
vinátta, sem þessi daladrengur hefur unnið sér í eyjunni
þessi fjögur starfsár hefur verið honum mikil auðlegð á
allan hátt.
Hann hugði nú helst á stórútgerð að þeirra tíma hætti.
En til þess þótti Flatey tilvalinn staður. Ekki urðu dönsk
stjórnvöld eftirlát með stuðning við slíkar nýjungar. Og
árið 1823 var prestembættið í Flatey laust. Það embætti
varð honum auðsótt. Hann vígðist prestur Flateyjar 30.
júlí 1823, og var þar prestur í 37 ár og prófastur í 20 ár
af þeim þjónustutíma. Auk Flateyjar þjónaði hann oft
Múla, Gufudal og jafnvel Brjánslæk. En slíkt var ekki
heiglum hent í þá daga. Hann varð veill á heilsu á miðjum
aldri og hafði því oft presta til aðstoðar.
Ekki voru allir á sama máli um prestþjónustu hans.
Samt var hann talinn mælskur og leikinn í að tala blaða-
laust. En að öllu samanlögðu hefur hann verið einn hæf-
asti prestur samtíðar sinnar á Islandi.
Án stuðnings frá hinu opinbera er hann hámenntaður að
dómi samtímans og biskups síns, sérstakur að siðgæði, góð-
vild og ræktarsemi, hneigður til vísindaiðkana, frábær
embættismaðu og ættjarðarvinur.
Samt náði óvild og rógur, öfund og lágkúruskapur
nokkrum tökum gagnvart mannorði hans. En út í það verð-
ur hér ekki farið nánar.
Mestu máli skiptir, hvernig hann birtist í störfum sín-
um. Áhugi hans fyrir menntun íslenskrar alþýðu, félags-
þroski hans og eldmóður til að skapa samtök um þjóðfé-
lagsmál og menningu, er allt með þeim ágætum, að vafa-
mál er að þar hafi nokkur samtíðarmanna staðið honum
jafnfætis, og fáa líka á hann fram á þennan dag.