Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 44
HOLLT ES HEIMA HVAT —
KAUPMAÐUR, PRESTUR, LÆKNIR OG HÉRAÐSHÖFÐINGI,
SEM ALDREI GEKKí SKÓLA
S. Ólafur Sigurðsson, eða Sívertsen í Flatey náði
æðstutindum upphefðar og auðæfa á sinni tíð á
Islandi, ef frá eru talin embætti biskups og lands-
höfðingja.
Samt gekk hann aldrei í skóla. Hann má því
teljast helsti nemandi úr háskóla baðstofunnar og
toppbrum þess meiðs, sem vex úr jarðvegi heim-
ilis — íslensks heimilis.
Nú er grunnskólafrumvarpið í uppsiglingu og skóla-
ganga talin til alls fyrst, og vissulega mikils virði. En allt
má ofmeta. Þegar litast er um á vegum hins vaknandi
þjóðlífs á Islandi á 19. öld, þegar þjóðin nálgast þúsund
ára afmælið, ber margt furðulegt og um leið ótrúlegt fyrir
hugarsjónir.
Auðvitað eru þetta tímar hinna andlegu og félagslegu
stórmenna úti í heimi. Old Björnstjerne, Brandesar, Glad-
stones og Abrahams Lincolns, 'hinna andlegu fursta þess
frelsis, sem við 20. aldar börn höfum notið, þrátt fyrir
<511 ósköp styrjalda og undra atomtímabils og geimferða.
En þótt við tökum fyrir þrengri hring og lítum aðeins yfir
litla hólmann okkar hér úti við Ishafsrönd, þá verður
margt á vegi, sem vart er unnt að skilja, eftir okkar mæli-
kvarða, sem dæmum allt eftir skólagöngu, prófum og