Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
var slegið slöku við. Biskup var þá Geir Vidalín, og bisk-
upsritari Gunnar Gunnarsson frá Laufási, síðar faðir
Tryggva bankastjóra. En til hvorttvegga starfsins hefur
hann sjálfsagt notið gistivináttu Gunnars sem einmitt
vann hjá biskupi á kvöldin og fékk Ólaf sér til aðstoðar.
Þegar heim kom var á Melum ungur maður, Jón Jóns-
son nemandi frá Geiri Vídalín, síðar sýslumaður Stranda-
manna og kammeráð á Melum.
Þessir ungu menn verða miklir vinir og kenndi Jón Ólafi
allan næsta vetur, það sem þeim lék helst hugur á í reikningi
og tungumálum. Urðu þeir vinir ævilangt upp frá því,
þótt ekki yrði meira úr námi Ólafs hjá Jóni.
En nú bar gest að garði í Fjarðarhorni, sem mótaði
markaskil.
Það var sr. Páll Hjálmarsson, síðasti skólameistari á
Hólum í Hjaltadal, einmitt á leið suður að Stað á Reykja-
nesi til að verða þar prestur.
Og nú lét Katrín í Fjarðarhorni ekki happ úr hendi
sleppa. Tókst þeim mæðginum henni og Ólafi svo vel í
þetta sinn, að sr. Páll fv. skólameistari lofaði að taka
Ólaf, sem nú var orðinn 24 ára til náms að Stað næsta
vetur.
Hjá honum lærði hann tvo vetur og útskrifaðist hjá þess-
um kennara sínum á Stað 19. maí 1816. Alla ævi mat
Ólafur þennan kennara sinn á Stað ákaflega mikils, enda
hafa sjálfsagt fáir kennarar lagt meira að sér í einka-
kennslu en sr. Páll Hjálmarsson á Stað þessa vetur.
Nú vildi Ólafur frá Melum og Fjarðarhorni sigla til
háskólanáms í Kaupmannahöfn og hefði líklega valið
lækningalist, sem þá var nefnd. En féleysi varnaði ferðar.