Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
Og nú réðist hann og flutti til Flateyjar 21. júlí 1816 sem
verslunarmaður hjá Guðmundi Scheving, sem þá var einn
mesti athafnamaður við Breiðafjörð, stórlátur maður,
gæddur bjartsýni og baráttuhug.
Áður en Ólafur fluttist til Flateyjar hafði hann að ráði
kennara síns fengið prédikunarleyfi hjá Geiri biskupi
Vídalín. Slíkt var all-algent í þá daga. Hugðist hann nú
vinna sér fararefni til framandi landa sem fyrst.
En ýmislegt hindraði þessa för. Verslunarstjórinn í
Flatey, stúdentinn frá Stað horfði á eftir einu haustskip-
inu eftir annað sigla ljúfan byr og seglum þöndum út
Breiðafjörð, án þess að vera um borð.
Hins vegar fluttist hann í Hólsbúð sunnan til á eyjunni,
stofnaði til vináttu og viðskipta við Eirík Kúld auðmann í
Flatey árið 1819 og kvæntist frænku hans, Jóhönnu Frið-
riku Eyjólfsdóttur ári síðar, þrítugur að aldri 6. október
1820. Þessi brúður, sem nú varð eiginkona bóndasonarins
frá Fjarðarhorni, var prestdóttir frá Eyri í Skutulsfirði og
systurdóttir Eiríks Kúlds fv. framkvæmdastjóra Flateyjar-
verslunar.
Eitthvað hafði Ólafur samt sparað saman í starfi sínu
sem verslunarmaður hjá Scheving, þótt ekki teldist það
fararefni til utanferðar og háskólanáms. Hann gaf konu
sinni eitt þúsund danskar spesíur og eitt hundrað lóð í
smíðuðu borðsilfri í morgungjöf. Brúður þessi var átta ár-
um yngri, 22 ára, útlærð í kvenlegum konstum hjá sýslu-
mannsfrúnni í Hjarðardal í Önundarfirði.
En Eiríkur Kúld gaf ungu hjónunum í brúðargjöf tíu
hundruð í Flatey og fimm hundruð í lausafé eða silfri.
Þau settust því ekki tómhent að í Hólsbúð. Það traust og