Breiðfirðingur - 01.04.1975, Blaðsíða 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
Þverfelli, fram Fellsbrún, fram hjá Koti og Hvammsdal.
Aldrei var hægt á. Eg varð að bera fljótar mína fætur en
Sæmundur, því að hann var skreflengri. Ekki var linað á
spretti, fyrr en í botni Hvammsdals. Þar er brekka, sem
‘heitir Sprengibrekka. Þar hægðum við á. Þegar upp á
brún kom, settumst við niður og blésum mæðinni í 5
mínútur, og drógum þær frá. Svo var spretturinn tekinn.
Mun ég aldrei gleyma hraðanum ofan Sælingsdal. Harð-
fenni var í Heiðarskarði og komu stafjárnin þar að notum.
Húrruðum við okkur skaflinn á enda beinustu leið nið-
ur hjá Háafossi og heim á hlað í Sælingsdal. Klukkurnar
voru nú bornar saman og stóð allt á endum, að við unnum
veðmálið, þó knappt væri. En margir svitadropar láku af
okkur.
Ekki stóð á góðgerðum í bænum. Svo voru skepnur
skoðanir. Guðmundur bóndi var mjög fráábær skepnúhirðir.
Ég gat dást að því, hvað allt var nostrað. — Við höfðum
viðskipti við hann öll hans ár í Sælingsdal. Hann smíðaði
allt fyrir mig, sem ég þurfti úr járni, en fékk svo hjá
mér tvílembings gimbrar, sem urðu fallegar ær. A tíma
átti hann þannig 3 ær frá mér. Meðferð hans á skepnum
var með prýði. Hann sýndi mér á hverjum vetri öll sín
'húsdýr, þegar ég sótti til hans járnsmíði.
Síðari hluta dags lögðum við Sæmundur af stað heim
í blíðviðri og höfðum glaða tunglskin. Á bæjum í dalnum
sást til ferðar okkar og þótti gustmikil.
Nú kom til með veðmál okkar við ráðsmann. Hann var
svo góður karl, að við snerum veðmálinu við, og gátum
eftir nokkurt þóf náð í brennivínsflösku, sem við gáfum
honum, en hann varð léttbrýnn við!