Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 7

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 7
BREIÐFIRÐINGUR 5 Daði var sýslumaður, lögréttumaður og bóndi í Snóksdal frá 1523 til æviloka, en hafði bú á 3-4 stórbýlum öðrum. Daða er lýst svo að hann hafi verið afarmenni að burðum en ekki mjög virðingagjarn. Var talinn harðdrægur og heimaríkur, enda gerðist hann auðmaður mikill. Kona hans var Guðrún Einarsdóttir prests og skálds á Stað á Ölduhrygg (nú Staðarstað). Dóttir þeirra var Þórunn kona Björns Hannessonar lögsagnara. Þau giftust 1545. Eitthvað af afkomendum Daða í Snóksdal munu hafa búið á Sauðafelli svo sem Anna Björnsdóttir dótturdóttir hans, en hún átti Árna lögréttumann Björnsson á Melstað Jónssonar biskups Arasonar og síðar sr. Jón Vigfússon sem einnig bjó á Sauðafelli og var prestur í Miðdalaþingum. Þau síra Jón voru lítt ráðdeildarsöm segir Páll E. Olason (sjá Isl. ævisk.) seldu og sóuðu öllum jarðeignum Önnu. Sr. Jón var síðast dæmdur á framfæri prestsetra. Anna andaðist 1642 níræð að aldri. Verða nú taldir nokkrir af afkomendum Daða í Snóksdal er búið hafa á Sauðafelli eða hafa haft eignarhald á jörðinni. Ólafur Hannesson síðar í Bár í Eyrarsveit er talið að búið hafi á Sauðafelli, en hann var sonur Hannesar Björnssonar sýslumanns í Snóksdal. Þá bjó á Sauðafelli sr. Vigfús Eiríksson prestur í Miðdalaþingum (f. 1670 d. í Stórubólu 1707), enkona hans var Halldóra Þórðardóttir frá Snóksdal Hannessonar. Árið 1703 er Gísli Jónsson á Reykhólum eigandi Sauðafells, en hann var sonur Jóns biskups Vigfússonar að Hólum (Bauka-Jóns), en faðir Magnúsar amtmanns. Fljótlega mun jörðin þó hafa komist í eigu Breiðabólstaðamanna og þá um leið afkomenda Daða í Snóksdal. Sigurður Pálmason lögréttumaður sem lengi bjó á Breiðabólstað í Sökkólfsdal var sonur Pálma Hinrikssonar lögréttumanns og síðari konu hans Ragnheiðar Eggertsdóttur lögréttumanns í Snóksdal Hannessonar. Við fráfall Pálma Sigurðssonar lögréttumanns á Breiðabólstað 1730

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.