Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 8
6
BREIÐFIRÐINGUR
eignast börn hans jörðina eftir hann og er hún í eigu afkomenda
hans þar til hún er seld 1803 eins og síðar getur.
Arið 1762 er Þorleifur Pálmason á Breiðabólstað eigandi
Sauðafells og kirkjubóndi þ. e. hafði umráð yfir eignum
kirkjunnar, sem var bændaeign. Arið 1803 var jörðin seld
Oddleifi Þorleifssyni á Ytri-Rauðamel. Afsalsbréfið er útgefið
af Þorsteini Daðasyni í Hlíðartúni í umboði Breiðabólstaða-
manna. Arið 1816 selur Oddleifur Þorleifsson Sauðafell Guð-
mundi Tómassyni gullsmið í Fremri-Hundadal (f. um 1773 d.
l.des.1839). Hann var bróðir Eiríks bónda á Ketilsstöðum í
Hörðudal. Kona Guðmundar Tómassonar var Sesselja
Sveinsdóttir frá Snóksdal Hannessonar. A árunum 1834 og
1836 kaupa svilarnir Björn Björnsson síðar í Skörðum og Björn
Gunnlaugsson Sauðafell sína hálflenduna hvor og flytja þangað
1835 norðan úr Húnavatnssýslu.
Þá virðist Jón Sæmundsson bóndi á Sauðafelli hafa eignast
meiri hluta jarðarinnar, því hann selur Gísla Jónssyni
(Saura-Gísla) eða ráðskonu hans Ragnhildi Guðmundsdóttur Y\
úr Sauðafelli 1869 fyrir 900 ríkisdali, en Gísli fær þennan hluta í
makaskiptum við Ragnhildi 1872 fyrir alla lausafjármuni sína
lifandi og dauða. Saura-Gísli selur svo sr. Jakob Guðmundssyni
á Kvennabrekku þennan hluta sinn í jörðinni samkv. kaupbréfi
dags. 3. apr. 1873. Sr. Jakob var áður búinn að kaupa !4
Sauðafells af Asgerði Guðmundsdóttur ekkju Björns Gunn-
laugssonar, sem áður er áminnst, en sr. Jón Guðnason telur
hana hafa búið á Sauðafelli til 1852.
Síra Jakob býr á Sauðafelli frá 1874 til æviloka 1890. Árið
1892 kaupir Björn Bjarnason, sýslumaður Sauðafell og flytur
þangað sama vor og býr þar til 1918, er Finnbogi Finnsson
bóndi á Svínhóli kaupir jörðina og rekur þar bú ásamt börnum
sínum til æviloka 1953. Síðan hafa afkomendur hans búið á
Sauðafelli.