Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Síða 28

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Síða 28
Játvarður Jökull Júlíusson: Komið við á þremur bæjum. Einn af eðlisþáttum mannverunnar er fegurðarþráin. Eða eigum við ef til vill að láta okkur nægja að segja, að einn af hæfileikum mannsins sé að geta skynjað fegurðina, geta notið hennar. Mjög er þessi eðlisþáttur missterkur og misvel þroskaður, allt frá því að vera óljós tilfmning, sem gerir aðeins vart við sig endrum og sinnum, uppí það að vera listræn sköpunargáfa sem veldur því, að allt sem einstaklingurinn snertir á, verður gætt fegurðarþokka. Margir munu álíta sem svo, að meiri velmegun búi í haginn fyrir fegurra umhverfi. Sjálfsagt má finna þessháttar orðum og skoðunum nokkurn stað, en þó er allhætt við að fylgifískar alhliða iðnvæðingar komi í ljós víðar en vel fer á. Þar á ég við þau reiðinnar ókjör af aflóga umbúðum, sem hvarvetna virðist yflrfullt af. Þó margar hverjar umbúðir séu fallegar fyrir augað í fyrstu, vilja þær breyta ónotalega um svip þegar þar er komið, að þær eru orðnar að sorphaugum eða því sem verra er, eru orðnar sorpdreif útum víðan völl og særa fegurðarskyn og fleiri skilningarvit. Oft og tíðum eru tilburðir til að auka áhuga fólks fyrir fögru umhverfi. Eg nefni hér aðeins eitt dæmi af mörgum, nefnilega viðleitni Búnaðarsambands Vestfjarða til að örva fólk til dáða með því að veita viðurkenningu fyrir fallega umgengni og fyrir að fegra býlin í sveitunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.