Breiðfirðingur - 01.04.1981, Síða 28
Játvarður Jökull Júlíusson:
Komið við á þremur bæjum.
Einn af eðlisþáttum mannverunnar er fegurðarþráin. Eða
eigum við ef til vill að láta okkur nægja að segja, að einn af
hæfileikum mannsins sé að geta skynjað fegurðina, geta notið
hennar.
Mjög er þessi eðlisþáttur missterkur og misvel þroskaður, allt
frá því að vera óljós tilfmning, sem gerir aðeins vart við sig
endrum og sinnum, uppí það að vera listræn sköpunargáfa sem
veldur því, að allt sem einstaklingurinn snertir á, verður gætt
fegurðarþokka.
Margir munu álíta sem svo, að meiri velmegun búi í haginn
fyrir fegurra umhverfi. Sjálfsagt má finna þessháttar orðum og
skoðunum nokkurn stað, en þó er allhætt við að fylgifískar
alhliða iðnvæðingar komi í ljós víðar en vel fer á. Þar á ég við þau
reiðinnar ókjör af aflóga umbúðum, sem hvarvetna virðist
yflrfullt af. Þó margar hverjar umbúðir séu fallegar fyrir augað í
fyrstu, vilja þær breyta ónotalega um svip þegar þar er komið, að
þær eru orðnar að sorphaugum eða því sem verra er, eru orðnar
sorpdreif útum víðan völl og særa fegurðarskyn og fleiri
skilningarvit.
Oft og tíðum eru tilburðir til að auka áhuga fólks fyrir fögru
umhverfi. Eg nefni hér aðeins eitt dæmi af mörgum, nefnilega
viðleitni Búnaðarsambands Vestfjarða til að örva fólk til dáða
með því að veita viðurkenningu fyrir fallega umgengni og fyrir
að fegra býlin í sveitunum.