Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 33

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 33
BREIÐFIRÐINGUR 31 hrifningu mína. Ég var svo heppinn um árið, að eiga erindi á hvert byggt ból í sýslunni vegna fasteignamatsins, hins seinasta sem unnið var á mannlegan, ófullkominn máta, áður en það eins og annað var lagt í tölvuskrímslin sem orðin eru allsráðandi. Vissulega var víða margt að sjá sem vel var gert. Vissulega var líka margt að heyra, sem fengur var í. Enginn má álíta það vera vanmat á öðru sem ég sá og kynntist, þó ég taki grjóthleðslurnar á Ingunnarstöðum á Múlanesi fram yfír annað, þegar mitt listgildismat fær að ráða. Það liggur víst í eðli mannsins, að tilfinningahitinn dofnar þegar á ævina líður. Hrifning mín var ekki þrungin eins logheitum innblæstri og fyrrum, en ég kenndi það aldrinum og fölskva lífslogans, en ekki því, að tilefnið væri í einhverju síðra en þau sem mest hrifu mig fyrrum. Varla trúi ég öðru en að enn standi einhverjar þær hleðslur þar vestra, sem vöktu mér einlægasta aðdáun fyrir þrettán eða fjórtán árum. Merkið stendur þó maðurinn falli, sá sem lagði sálarstyrk sinn allan og viljakraft í að fínna gráu grjóti þvílíkt listaform, sem þar gat - og getur vonandi enn að líta. Ég hefi reynt á ófullkominn hátt að gefa ykkur svolitla hlutdeild í nokkrum augnablikum þegar hrifning yfir hinu fagra reis hæst hjá mér. Vel má vera að þið hafið sjálf skynjað margt þessu líkt, en bara við önnur tækifæri og af öðrum tilefnum. Dæmin sem ég hefi nefnt, eru öll bundin bæjum í breiðfirskum byggðum, enda er ég þeim kunnugastur og hefi kynnst öðrum af meiri skyndingu. Oft hefi ég velt því fyrir mér hvort maður er ekki misvel upplagður, hvort augu manns eru ekki stundum haldin, hvort það eru einhver einstök náðar augnablik öðrum fremur, sem næmustu tilfinningarnar njóta sín. Ég ætla að lokum að segja frá litlu atviki, sem bendir til að

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.