Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 38

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 38
36 BREIÐFIRÐINGUR borð, sem haft var til að leggja á það matarílát og annað, undir því voru geymdir kembukassar og fleira dót. Svo var 1 rúm undir þeirri hlið. En amma og afi höfðu sitt rúm þversum við gaflinn og svo lítið borð og koffort undir glugganum, eða við endann á vinnukonurúminu, svo hafði afi skáphillur, sem komið var fyrir inn í baðstofugaflinum, þar geymdi hann fornaldar- sögurnar og margt dót. Lítill vegglampi lýsti þennan hluta baðstofunnar, en í hinum hluta hennar var 10 eða 12 línu hengilampi, sem hengdur var upp í mæninn á daginn. Undir baðstofunni var stofa, 2 stafgólf, miðgólf og kames. A stofuþilinu voru 2 gluggar, hvor með 6 rúðum, hún var vel þiljuð en lágt til lofts; þvert undir loftinu var stór biti og þurftu háir menn að beygja sig undir hann. Eitt rúm var í stofunni og stórt rauðmálað borð, enginn stóll, en kistum var raðað undir glugga og hlið. Bókahilla var þar. Gólffjalir voru á miðgólfinu, þar var vefstóllinn o.fl. Kamesið var vel þiljað, þar voru 2 rúm og borð á milli þeirra; þar bjuggu Guðmundur og Olöf. Utan á baðstofuþilið var svartur pappi (tjörupappi) festur með hvítum trérimlum, en torfbekkur var hlaðinn, sem náði upp undir stofugluggann (gluggatóft). Þessi bær stóð óbreyttur til 1922, þá var baðstofan byggð upp, orðin gisin og farin að hallast. Arið 1935 kenndi ég um tíma börnum í gömlu, góðu stofunni. Arið 1950 var byggt nýtt íbúðarhús á jörðinni og fólkið flutti úr þessum bæ, sem veitt hafði skjól og yl 15-20 manns, (heimilisfólki) á ári í 75 ár. Fyrir utan vesturhlið bæjarins var stór kálgarður, annar kálgarður var fyrir framan hlaðið, vestanvert, niður með þeim kálgarðsvegg að austan, var tröð niður að fjósinu, sem var fyrir neðan bæjarhólinn. Fjósið tók 6 kýr, tvísett, tréflór á milli bása, svo innri hurð, en þar fyrir framan hallandi helluflór, sem ekki

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.