Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 46

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Blaðsíða 46
44 BREIÐFIRÐINGUR Lestrarfélag var í sveitinni, bækurnar geymdar í Hvammi. Það var handhægt að fá lánaðar bækur úr lestrarfélaginu þegar farið var til kirkju. Faðir minn fór oft til kirkju. Þegar hann kom heim, sérstaklega meðan amma og afi lifðu, sagði hann fólkinu efnið úr ræðu prestsins, og varð þá oft úr því hollt samtal. Eins var ef að hann las sögu, eða annað sem honum þótti varið í þá gekk hann um gólf og sagði fólkinu úrdrátt af efninu, með sínum athugasemdum. Mikið lærðu börnin af sálmum, kvæðum og vísum. í rökkrunum var sungið, kveðist á og „skannderast”, einnig „sett í horn”, „gefið skip” o.fl. En þegar gott var veður kusu börnin helst að fara út með sleðann eða rúmfjöl og renna sér. Engar skemmtisamkomur var um að ræða, um þetta leyti. Þó kom það fyrir um jólin eða hátíðirnar, að einhverjum af næstu bæjunum var boðið í spil. Þá þótti börnunum mikill fengur að fá fólkið niður í stofu, í jólaleik eða „blindnipúkk”. Oft voru næturgestir og þá voru spilin stundum tekin upp og spilað við gestina. Svo var það veturinn 1909, að 2 framsýnir áhugamenn gengust fyrir því að stofnað var ungmennafélag í sveitinni, það hlaut nafnið „Unnur djúpúðga”. Ég gekk fljótt í það og systkini mín, eftir því sem aldur leyfði. Alít ég að sá félagsskapur hafi verið menningargjafi og þroskaþjálfí ungu fólki, sem tók starfið alvarlega og vildi vinna eftir bestu samvisku. Stefnuskráin var lesin, fundasköpin virt. Mörg merk málefni tekin til umræðu á fundum, mikið sungið, ættjarðarljóð og framsóknarsöngvar. Oftast á eftir fundi var litla stund farið í þjóðdansa, eða stigin nokkur dansspor, ef að harmónikka var fyrir hendi. En heim varð að komast til að ná mjöltum, kl. 8 að kvöldi. Þetta var þó nokkuð erfitt að vetrinum fyrir fólk, sem þurfti að labba 7-8 km hvora leið. Til voru eldri menn, sem álitu þetta óþarfa félagsskap og höfðu heldur horn í síðu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.