Breiðfirðingur - 01.04.1981, Side 47
BREIÐFIRÐINGUR
45
Mig langar til að minnst á einn útreiðatúr, sem
ungmennafélagið „Unnur djúpúðga” fór á sínu fyrsta vori. Það
var fundarsamþykkt að riðið skyldi til sögustaðanna í
Hvammssveit og kosinn einn félagi til að flytja erindi á hverjum
stað. Sólbjartan sumardagsmorgun komu allir félagsmenn (o.fl.
sveitungar slógust í hópinn) saman á Krosshólaleiti, þar var
flutt erindi um Unni djúpúðgu, (J.G.) sungið á eftir. A Laugum
minnst Guðrúnar Ósvífursdóttur (Tr.G.). Á Bollatóftum talaði
E.J. Þar var líka breiddur hvítur dúkur á jörð og drukkið
molakaffi. I Sælingsdalstungu erindi um Snorra goða (St.Þ).
Síðan var riðið inn á Svínadal, að Kjartanssteini. Þar talaði Sig.
Breiðíjörð. Sungið var á öllum stöðunum.
Svo kvaddist hópurinn á Krosshólaleiti og hver hélt heim til
sín, þetta hlýja vorkvöld.
Hér set ég. Eg er 17 ára.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Svínhóli
MINNING
Blómið sem forðum greri í brjósti mínu
blöðin sín opnar, líkt og fyrsta sinni,
ósnortið, hreint í allri vitund minni,
ilmar og skín á björtu vori sínu.
Hikandi leita ég að leyndum orðum,
luktar og týndar borgir finn ég aftur.
En um mig streymir æska, líf og kraftur,
er ég þín minnist, sem ég unni forðum.
Því okkar strengir áttu sömu hljóma,
sem enn í huga mínum fegurst óma.