Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 51

Breiðfirðingur - 01.04.1981, Page 51
BREIÐFIRÐINGUR 49 Álfatröðum, sem var hjáleiga frá Dúnki, en síðar var dýrleikanum skipt á báðar jarðirnar, svo Dúnkr var talinn XXX hundraða, en Álfatraðir X hundruð. Þessi jörð dregr nafn af Álfhól, sem bærinn stendr undir, og trúðu menn því, að í hólnum byggi Álfar. Nú er Dúnkr talinn XXVI hundruð, en Álfatraðir nálega XI hundruð. Gunnarsstaðir. Þessi bær er vestasti bærinn í Hörða- dalshrepp, og undir eins í Dalasýslu, en fyrrum var hann talinn með Skógarströnd; hann dregr nafn af Gunnari Hlífarsyni, sem átti Helgu Olafsdóttur, systur Þórðar gellis. Gunnar bjó þar um og eptir miðja tíundu öld, og hefir hann annaðhvort byggt þar fyrstr bæ, eða húsað þar svo vel bæinn, að hann hefir verið við hann kenndr. Jörð þessi hefir verið talin XVI hundruð að dýrleika, en nú er hún, eftir nýja matinu, nærri XVIII hundruð. Hítardalsheiði; svo hét fjallið norðanvert við botninn á Hítardal, og milli hans og Bjúgsdals. Það er nú almennt kallað Bjúgr, og liggr þar nú yfir alfaravegur milli Dala og Mýra, fyrir vestan Lángá. Hurðarbak. Það er og hefir lánga tíma verið eyðijörð, og liggr í Hóls landareign; bærinn hefir staðið neðanvert við Hurðarbaksgil, og Hurðarbaksdalr heitir dalverpi í fjallið, þar sem gilið hefir upptök. Þetta er að austanverðu í Selárdal, nokkru ofar en gegnt Selárdals-bænum, og eru skammt þaðan tvö eyðikot, sem kölluð eru: Múlakot og Skurðarkot, bæði í Hólslandi, gegnt Selárdal. Sagt er, að Hurðarbak hafi verið tígulega húsaðr bær, og hafi þar verið átján hurðir á járnum. Hörðabólstaðr: sá bær stendr neðst af bæjum austanvert í Hörðadal, en hefir lengi tilheyrt Miðdalahrepp; bærinn hefir dregið nafn af Herði, skipverja Auðar djúpuðgu, því hún gaf honum þar bústað. Jörð þessi hefur um lángan tíma verið kölluð Hörðaból, og á síðari tímum Hörðuból, af latmæli. Að dýrleika

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.